„Sjálfstæðisflokkurinn má aldrei verða einkaklúbbur útvalinna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. nóvember 2022 17:32 „Ef það er hægt að gera Ásmund Einar Daðason vin minn hipp og kúl í Reykjavík er allt hægt,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars í ræðu sinni. Vísir/Steingrímur Dúi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks og Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra tókust á í framboðsræðum sínum á landsflundi flokksins. Þetta var þeirra síðasti séns til að sannfæra flokksfulltrúa um að greiða sér atkvæði. Guðlaugur Þór reið á vaðið og hóf ræðu sína á því að ítreka að ekki sé verið að berjast innbyrðis í flokknum heldur sé verið að berjast fyrir sjálfstæðisstefnunni. Í hálftímalangri ræðu Guðlaugs heyrðist kunnulegt stef hans í þessari kosningabaráttu; lagði hann áherslu á grunngildi, stétt með stétt og að sækja þurfi til sigurs nú eftir eintóma varnarsiga. „Sjálfstæðisflokkurinn má aldrei verða einkaklúbbur útvalinna,“ sagði Guðlaugur og bætti við að allir þjóðfélagshópar þyrftu rödd. Þá sagðist hann aldrei myndu skýla sér á bak við embættisstörf sín þegar það kæmi ákall um að sinna grasrótinni og efla og styrkja starf flokksins. „Heldur þvert á móti sinntu þeir hvoru tveggja jöfnum höndum með glæsibrag,“ sagði Guðlaugur og vísaði þar til verka fyrri formanna. „Náum fyrri styrk á ný“ Þá nefndi hann afskipti annarra stjórnmálamanna í öðrum flokkum af formannskjörinu. „Einhverjir hafa haldið því fram að andstæðingar okkar í stjórnmálum eigi að ráða því hver sé formaður Sjálfstæðisflokksins. En höfum það alveg á hreinu að það eruð þið, landsfundarfulltrúar sem ráðið því hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Guðlaugur og uppskar fögnuð í salnum. Bætti hann við að afsakanir líkt og að flokkakerfið sé breytt séu notaðar og markmiðin smækka með hverjum kosningum. Hægt sé að breyta því, segir Guðlaugur. „Ef það er hægt að gera Ásmund Einar Daðason vin minn hipp og kúl í Reykjavík er allt hægt.“ Sagðist hann vilja endurheimta gamla félaga úr flokknum sem hann saknar í salnum. „Ég vil verða formaður Sjálfstæðisflokksins, af því ég trúi því af öllum mætti, að við getum endurheimt fyrri styrk. Virkjað fleira fólk, staðið þétt saman landi og þjóð til heilla, með grunngildi flokksins í fyrirrúmi. Sjálfstæðisflokkurinn er einfaldlega of mikilvægur fyrir þjóðina til að leyfa sér litla drauma. Stöndum saman, sýnum hugrekki, verum óhrædd við breytingar og náum fyrri styrk á ný,“ sagði Guðlaugur í lok ræðu sinnar sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Guðlaugur Þór reið á vaðið og hóf ræðu sína á því að ítreka að ekki sé verið að berjast innbyrðis í flokknum heldur sé verið að berjast fyrir sjálfstæðisstefnunni. Í hálftímalangri ræðu Guðlaugs heyrðist kunnulegt stef hans í þessari kosningabaráttu; lagði hann áherslu á grunngildi, stétt með stétt og að sækja þurfi til sigurs nú eftir eintóma varnarsiga. „Sjálfstæðisflokkurinn má aldrei verða einkaklúbbur útvalinna,“ sagði Guðlaugur og bætti við að allir þjóðfélagshópar þyrftu rödd. Þá sagðist hann aldrei myndu skýla sér á bak við embættisstörf sín þegar það kæmi ákall um að sinna grasrótinni og efla og styrkja starf flokksins. „Heldur þvert á móti sinntu þeir hvoru tveggja jöfnum höndum með glæsibrag,“ sagði Guðlaugur og vísaði þar til verka fyrri formanna. „Náum fyrri styrk á ný“ Þá nefndi hann afskipti annarra stjórnmálamanna í öðrum flokkum af formannskjörinu. „Einhverjir hafa haldið því fram að andstæðingar okkar í stjórnmálum eigi að ráða því hver sé formaður Sjálfstæðisflokksins. En höfum það alveg á hreinu að það eruð þið, landsfundarfulltrúar sem ráðið því hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Guðlaugur og uppskar fögnuð í salnum. Bætti hann við að afsakanir líkt og að flokkakerfið sé breytt séu notaðar og markmiðin smækka með hverjum kosningum. Hægt sé að breyta því, segir Guðlaugur. „Ef það er hægt að gera Ásmund Einar Daðason vin minn hipp og kúl í Reykjavík er allt hægt.“ Sagðist hann vilja endurheimta gamla félaga úr flokknum sem hann saknar í salnum. „Ég vil verða formaður Sjálfstæðisflokksins, af því ég trúi því af öllum mætti, að við getum endurheimt fyrri styrk. Virkjað fleira fólk, staðið þétt saman landi og þjóð til heilla, með grunngildi flokksins í fyrirrúmi. Sjálfstæðisflokkurinn er einfaldlega of mikilvægur fyrir þjóðina til að leyfa sér litla drauma. Stöndum saman, sýnum hugrekki, verum óhrædd við breytingar og náum fyrri styrk á ný,“ sagði Guðlaugur í lok ræðu sinnar sem má sjá í heild sinni hér að neðan.
Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira