Stórnotendur leigubíla hlynntir Uber-þjónustu: „Leigubílakerfið komið til ára sinna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. nóvember 2022 12:19 Jóhannes Stefánsson segir niðurstöðu könnunarinnar benda til þess að brýnt sé að breyta leigubílakerfinu. Icelandair Group Samkvæmt nýrri könnun eru stórnotendur leigubíla hvað hlynntastir því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber hér á landi. Lögfræðingur hjá Viðskiptaráði segir ljóst að leigubílakerfið sé komið til ára sinna. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu eru um 53 prósent svarenda hlynnt því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber. Athygli vekur að þeir svarendur sem ferðast með leigubílum mánaðarlega eða oftar eru hlynntari því að heimila slíka akstursþjónustu, eða 68 prósent. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands segir þessar niðurstöður benda til þess að leigubílaþjónusta hafi gengið sér til húðar. „Þetta bendir til þess að eftir því sem notandi notar þjónustuna meira, sé hann líklegri til að kaupa hana af einhverjum öðrum. Eins og við höfum verið óþreytandi að benda á þá væri mjög æskilegt að fara að taka annað fyrirkomulag upp, eins og til stendur með fyrirliggjandi frumvarpi um breytingar á leigubifreiðalögum,“ segir Jóhannes. Sjá einnig: Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Rétta leiðin til að taka á svindli Með nýju frumvarpi sem innviðaráðherra hefur lagt fram er markmiðið að færa lögin um leigubifreiðar til nútímalegra horfs. Jóhannes segir þörf að stíga skrefið til fulls með nýju frumvarpi þannig að þjónusta á borð við Uber verði heimiluð. Forsvarsmönnum leigubifreiðastjóra líst reyndar illa á allar breytingar á lögunum og segja þær til þess fallnar að hleypa svindli að. Jóhannes gefur lítið fyrir slíka gagnrýni „Ég held að það sé bara þvæla. Eins og staðan er í dag er mikið um skutlara og annað svindl og það er vegna þess einfaldlega að það eru miklar aðgangshindranir fyrir þá sem vilja starfa löglegar. Það er skynsamlegast að bjóða þeim sem vilja bjóða upp á leigubifreiðaþjónustu, hvort sem það er á vegum Uber eða einhvers annars, að geta gert það án ærins tilkostnaðar. Það er eina leiðin til að berjast gegn auknu svindli á þessum markaði. Þannig ég held að þetta sé ekki réttmæt gagnrýni hjá þessum hópi.“ Hann er vongóður um að breytingar verði á kerfinu. „Ég held að það sé orðið hverjum manni ljóst að þetta þarf að breytast ekki bara út af samningsskuldbindingum við ESA heldur bara með vísan til almennrar skynsemi,“ segir Jóhannes að lokum. Könnun Maskínu: Akstursþjónusta_skýrslaPDF2.7MBSækja skjal Leigubílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu eru um 53 prósent svarenda hlynnt því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber. Athygli vekur að þeir svarendur sem ferðast með leigubílum mánaðarlega eða oftar eru hlynntari því að heimila slíka akstursþjónustu, eða 68 prósent. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands segir þessar niðurstöður benda til þess að leigubílaþjónusta hafi gengið sér til húðar. „Þetta bendir til þess að eftir því sem notandi notar þjónustuna meira, sé hann líklegri til að kaupa hana af einhverjum öðrum. Eins og við höfum verið óþreytandi að benda á þá væri mjög æskilegt að fara að taka annað fyrirkomulag upp, eins og til stendur með fyrirliggjandi frumvarpi um breytingar á leigubifreiðalögum,“ segir Jóhannes. Sjá einnig: Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Rétta leiðin til að taka á svindli Með nýju frumvarpi sem innviðaráðherra hefur lagt fram er markmiðið að færa lögin um leigubifreiðar til nútímalegra horfs. Jóhannes segir þörf að stíga skrefið til fulls með nýju frumvarpi þannig að þjónusta á borð við Uber verði heimiluð. Forsvarsmönnum leigubifreiðastjóra líst reyndar illa á allar breytingar á lögunum og segja þær til þess fallnar að hleypa svindli að. Jóhannes gefur lítið fyrir slíka gagnrýni „Ég held að það sé bara þvæla. Eins og staðan er í dag er mikið um skutlara og annað svindl og það er vegna þess einfaldlega að það eru miklar aðgangshindranir fyrir þá sem vilja starfa löglegar. Það er skynsamlegast að bjóða þeim sem vilja bjóða upp á leigubifreiðaþjónustu, hvort sem það er á vegum Uber eða einhvers annars, að geta gert það án ærins tilkostnaðar. Það er eina leiðin til að berjast gegn auknu svindli á þessum markaði. Þannig ég held að þetta sé ekki réttmæt gagnrýni hjá þessum hópi.“ Hann er vongóður um að breytingar verði á kerfinu. „Ég held að það sé orðið hverjum manni ljóst að þetta þarf að breytast ekki bara út af samningsskuldbindingum við ESA heldur bara með vísan til almennrar skynsemi,“ segir Jóhannes að lokum. Könnun Maskínu: Akstursþjónusta_skýrslaPDF2.7MBSækja skjal
Leigubílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira