Ókyrrð meðal eldri borgara á Ísafirði Bjarki Sigurðsson skrifar 6. nóvember 2022 07:00 Völlurinn er ekki einungis fyrir eldri borgara heldur hafa ungmenni einnig fengið að prófa að pútta. Grunnskólinn á Ísafirði Félag eldri borgara á Ísafirði (FEBÍ) harmar að ekki hafi verið haft samráð við félagið áður en áform um væntanlega stækkun hjúkrunarheimilis bæjarins var kynnt. Líkur eru á að púttvöllur félagsins þurfi að víkja fyrir nýrri viðbyggingu. Árið 2007 var glæstum púttvelli komið fyrir beint fyrir framan Hlíf, íbúðir aldraða á Ísafirði. Við hliðina á vellinum má svo finna sjúkrahús bæjarins og Eyri, hjúkrunarheimili bæjarins. Völlurinn var reistur fyrir tilstillan FEBÍ og er einungis einn annan jafn glæsilegan púttvöll að finna á landinu, í Keflavík. Lengi hafa Ísfirðingar verið með það í vinnslu að byggja nýja álmu við Eyri og fjölga þannig hjúkrunarrýmum. Upphaflega þegar verkefnið var kynnt átti nýja álman að vera norðaustanmegin við húsið, þar sem nú er bílastæði. Það er þó ekki lengur planið heldur eru tillögur um að byggja annað hvort við suðausturhlið byggingarinnar eða suðvesturhliðina, þar sem púttvöllurinn er. Í kjölfar þess sem tillögurnar voru kynntar sendi FEBÍ, ásamt Kubbi, íþróttafélags eldri borgara á Ísafirði, erindi til bæjarstjórnar. Áformum um viðbyggingu var fagnað en lýstu félögin yfir áhyggjum sínum að púttvöllur félagsins eigi að hverfa á brott. Púttvöllurinn verði látinn í friði Í samtali við fréttastofu segir Sigrún C. Halldórsdóttir, formaður FEBÍ, að meðlimum félagsins sé brugðið. Hún efast um að bæjaryfirvöld skilji hvað það að færa völlinn felur í sér. „Ef þeir ætla að fara yfir púttvöllinn þurfa þeir að byrja á því, ekki bara að afhenda okkur nýjan púttvöll, heldur færa allar lagnir sem eru þarna undir púttvellinum. Það er skólp og rafmagn í allar áttir. Það er hundrað milljóna dæmi að færa þennan púttvöll. Við viljum að púttvöllurinn sé látinn í friði og farið sé í upprunalegu teikninguna,“ segir Sigrún. Eiga ekki til orð Þúsundir manna heimsækja völlinn ár hvert að sögn Sigrúnar. Í sumar var haldið stórt mót á vellinum þar sem fólk alls staðar af landinu kom saman og púttaði. Sigrún segir gesti mótsins ekki hafa átt orð yfir hvað Ísfirðingar ættu flottan púttvöll. Bæjarráð vísaði erindi FEBÍ og Kubbs yfir til skipulags- og mannvirkjanefndar. Þar verður málið tekið fyrir, væntanlega á næsta fundi sem fer fram 10. nóvember næstkomandi. Ísafjarðarbær Hjúkrunarheimili Golf Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Eldri borgarar Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Árið 2007 var glæstum púttvelli komið fyrir beint fyrir framan Hlíf, íbúðir aldraða á Ísafirði. Við hliðina á vellinum má svo finna sjúkrahús bæjarins og Eyri, hjúkrunarheimili bæjarins. Völlurinn var reistur fyrir tilstillan FEBÍ og er einungis einn annan jafn glæsilegan púttvöll að finna á landinu, í Keflavík. Lengi hafa Ísfirðingar verið með það í vinnslu að byggja nýja álmu við Eyri og fjölga þannig hjúkrunarrýmum. Upphaflega þegar verkefnið var kynnt átti nýja álman að vera norðaustanmegin við húsið, þar sem nú er bílastæði. Það er þó ekki lengur planið heldur eru tillögur um að byggja annað hvort við suðausturhlið byggingarinnar eða suðvesturhliðina, þar sem púttvöllurinn er. Í kjölfar þess sem tillögurnar voru kynntar sendi FEBÍ, ásamt Kubbi, íþróttafélags eldri borgara á Ísafirði, erindi til bæjarstjórnar. Áformum um viðbyggingu var fagnað en lýstu félögin yfir áhyggjum sínum að púttvöllur félagsins eigi að hverfa á brott. Púttvöllurinn verði látinn í friði Í samtali við fréttastofu segir Sigrún C. Halldórsdóttir, formaður FEBÍ, að meðlimum félagsins sé brugðið. Hún efast um að bæjaryfirvöld skilji hvað það að færa völlinn felur í sér. „Ef þeir ætla að fara yfir púttvöllinn þurfa þeir að byrja á því, ekki bara að afhenda okkur nýjan púttvöll, heldur færa allar lagnir sem eru þarna undir púttvellinum. Það er skólp og rafmagn í allar áttir. Það er hundrað milljóna dæmi að færa þennan púttvöll. Við viljum að púttvöllurinn sé látinn í friði og farið sé í upprunalegu teikninguna,“ segir Sigrún. Eiga ekki til orð Þúsundir manna heimsækja völlinn ár hvert að sögn Sigrúnar. Í sumar var haldið stórt mót á vellinum þar sem fólk alls staðar af landinu kom saman og púttaði. Sigrún segir gesti mótsins ekki hafa átt orð yfir hvað Ísfirðingar ættu flottan púttvöll. Bæjarráð vísaði erindi FEBÍ og Kubbs yfir til skipulags- og mannvirkjanefndar. Þar verður málið tekið fyrir, væntanlega á næsta fundi sem fer fram 10. nóvember næstkomandi.
Ísafjarðarbær Hjúkrunarheimili Golf Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Eldri borgarar Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira