Einar Bárðarson fær ekki að fara á landsfund Jakob Bjarnar skrifar 4. nóvember 2022 12:47 Einar Bárðarson, sem hefur undanfarin 30 ár átt greiða leið á Landsfund Sjálfstæðisflokksins, fær ekki miða. Það þykir honum súrt í broti og veltir því fyrir sér hvort það sé vegna þess að hann er talinn styðja Guðlaug Þór í formannsslag? vísir/vilhelm Einar Bárðarson athafnamaður er einn þeirra fjölmörgu sem vilja en fá ekki að sækja Landsfund Sjálfstæðismanna nú um helgina. Hann spyr hvort það geti verið vegna þess að búið sé að merkja sig sem stuðningsmann Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, frambjóðanda til formanns? Einar greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann segir þetta í fyrsta skipti í líklega 30 ár sem hann fær ekki inngöngu á Landsfund Sjálfstæðisflokksins. Hann er nú haldinn eftir fjögurra ára hlé sem meðal annars er til komið vegna Covid-faraldursins. Einar er sársvekktur vegna þessa. Slegist um miðana „Eftir áratugi af trúnaðarstörfum i ýmsum félögum, fjáröflun og setu miðstjórn flokksins. Mér var það sérstakt kappsmál að komast á fundinn þar sem ég er i framboði á fundinum til Umhverfis- og samgöngunefnd flokksins þar sem ég brenn fyrir umhverfismál eins og fólk vonandi veit.“ Einar veit ekki hvað veldur og þetta kemur honum spánskt fyrir sjónir. „Ég er að velta fyrir mér hvað veldur en kannski er það vegna þess að ég held með Liverpool eða búið að merkja mig sem stuðningsmann Gulla.“ Einar var meðal fjölmargra sem mætti á mikinn stemmningsfund í Valhöll þegar Guðlaugur Þór Þórðarson kynnti framboð sitt.vísir/Berghildur Erla Mikill slagur hefur verið um miðana á Landsfundinn en áhugann má ekki síst rekja til ákaflega harðar formannsbaráttu milli þeirra Guðlaugs Þórs og Bjarna Benediktssonar formanns flokksins. Vísir greindi í gær frá væringum í Kópavogi vegna landsfundafulltrúa Félags Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa ýmsir innan flokks áhyggjur af því að stuðningsmenn séu að fara fram úr sér og það sé ekki til þess fallið að flokkurinn komi sameinaður frá þeim hildarleik. Landsfundurinn er hafinn en klukkan 16:30 flytur Bjarni setningarræðu. Einar of seinn að næla sér í miða Einari hefur borist svar frá Sjálfstæðisfélagi Garðabæjar, í athugasemd á Facebooksíðu hans, þar sem segir að við val á fulltrúum úr Garðabæ hafi verið stuðst við þá reglu að fyrstur kemur, fyrstur fær. Mögulegt var að óska eftir sæti í gegnum tölvupóst og vef XD. Sigríður Indriðadóttir var kjörin formaður Sjálfstæðisfélags Garðabæjar árið 2021. Bjarni Th. Bjarnason var kjörinn varaformaður.Sjálfstæðisfélag Garðabæjar Þá segir jafnframt að 11.október hafi sameiginlegur félagsfundur verið haldinn þar sem listi kjörinna landsfundarfulltrúa var samþykktur. „Allir sem höfðu óskað eftir sæti fyrir þann fund fengu sæti. Allar óskir um setu sem fram hafa komið eftir það eru skráðar og haldið utan um þær á varamannalista. Ef forföll verða hjá landsfundarfulltrúum er sætum úthlutað á varamannalista eftir því hvenær viðkomandi óskaði eftir sætinu.“ Á það er bent að aðferðafræðin við kjör fulltrúa hafi verið jafn einföld og hún sé sanngjörn. Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Jón Gunnarsson segist ekki hafa haft í hótunum við Unni Berglindi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur birt pistil þar sem hann svarar ásökunum sem Unnur Berglind Friðriksdóttir setti fram í morgun. Hann vísar því alfarið á bug að hafa haft í hótunum við hana. 3. nóvember 2022 15:16 Kjörbréfanefndarmenn telja illa að starfsfólki Valhallar vegið Lögfræðingarnir þrír sem skipa kjörbréfanefnd Sjálfstæðisflokksins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma að hafa mátt sitja undir ásökunum frá formanni Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi þess efnis að þeir gangi erinda formanns flokksins í störfum sínum. 3. nóvember 2022 13:17 Sakar menn Bjarna um að fara offari í kosningabaráttunni Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, segir stuðningsmenn Bjarna Benediktssonar formanns fara offari í kosningabaráttunni. 3. nóvember 2022 11:27 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Einar greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann segir þetta í fyrsta skipti í líklega 30 ár sem hann fær ekki inngöngu á Landsfund Sjálfstæðisflokksins. Hann er nú haldinn eftir fjögurra ára hlé sem meðal annars er til komið vegna Covid-faraldursins. Einar er sársvekktur vegna þessa. Slegist um miðana „Eftir áratugi af trúnaðarstörfum i ýmsum félögum, fjáröflun og setu miðstjórn flokksins. Mér var það sérstakt kappsmál að komast á fundinn þar sem ég er i framboði á fundinum til Umhverfis- og samgöngunefnd flokksins þar sem ég brenn fyrir umhverfismál eins og fólk vonandi veit.“ Einar veit ekki hvað veldur og þetta kemur honum spánskt fyrir sjónir. „Ég er að velta fyrir mér hvað veldur en kannski er það vegna þess að ég held með Liverpool eða búið að merkja mig sem stuðningsmann Gulla.“ Einar var meðal fjölmargra sem mætti á mikinn stemmningsfund í Valhöll þegar Guðlaugur Þór Þórðarson kynnti framboð sitt.vísir/Berghildur Erla Mikill slagur hefur verið um miðana á Landsfundinn en áhugann má ekki síst rekja til ákaflega harðar formannsbaráttu milli þeirra Guðlaugs Þórs og Bjarna Benediktssonar formanns flokksins. Vísir greindi í gær frá væringum í Kópavogi vegna landsfundafulltrúa Félags Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa ýmsir innan flokks áhyggjur af því að stuðningsmenn séu að fara fram úr sér og það sé ekki til þess fallið að flokkurinn komi sameinaður frá þeim hildarleik. Landsfundurinn er hafinn en klukkan 16:30 flytur Bjarni setningarræðu. Einar of seinn að næla sér í miða Einari hefur borist svar frá Sjálfstæðisfélagi Garðabæjar, í athugasemd á Facebooksíðu hans, þar sem segir að við val á fulltrúum úr Garðabæ hafi verið stuðst við þá reglu að fyrstur kemur, fyrstur fær. Mögulegt var að óska eftir sæti í gegnum tölvupóst og vef XD. Sigríður Indriðadóttir var kjörin formaður Sjálfstæðisfélags Garðabæjar árið 2021. Bjarni Th. Bjarnason var kjörinn varaformaður.Sjálfstæðisfélag Garðabæjar Þá segir jafnframt að 11.október hafi sameiginlegur félagsfundur verið haldinn þar sem listi kjörinna landsfundarfulltrúa var samþykktur. „Allir sem höfðu óskað eftir sæti fyrir þann fund fengu sæti. Allar óskir um setu sem fram hafa komið eftir það eru skráðar og haldið utan um þær á varamannalista. Ef forföll verða hjá landsfundarfulltrúum er sætum úthlutað á varamannalista eftir því hvenær viðkomandi óskaði eftir sætinu.“ Á það er bent að aðferðafræðin við kjör fulltrúa hafi verið jafn einföld og hún sé sanngjörn.
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Jón Gunnarsson segist ekki hafa haft í hótunum við Unni Berglindi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur birt pistil þar sem hann svarar ásökunum sem Unnur Berglind Friðriksdóttir setti fram í morgun. Hann vísar því alfarið á bug að hafa haft í hótunum við hana. 3. nóvember 2022 15:16 Kjörbréfanefndarmenn telja illa að starfsfólki Valhallar vegið Lögfræðingarnir þrír sem skipa kjörbréfanefnd Sjálfstæðisflokksins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma að hafa mátt sitja undir ásökunum frá formanni Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi þess efnis að þeir gangi erinda formanns flokksins í störfum sínum. 3. nóvember 2022 13:17 Sakar menn Bjarna um að fara offari í kosningabaráttunni Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, segir stuðningsmenn Bjarna Benediktssonar formanns fara offari í kosningabaráttunni. 3. nóvember 2022 11:27 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Jón Gunnarsson segist ekki hafa haft í hótunum við Unni Berglindi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur birt pistil þar sem hann svarar ásökunum sem Unnur Berglind Friðriksdóttir setti fram í morgun. Hann vísar því alfarið á bug að hafa haft í hótunum við hana. 3. nóvember 2022 15:16
Kjörbréfanefndarmenn telja illa að starfsfólki Valhallar vegið Lögfræðingarnir þrír sem skipa kjörbréfanefnd Sjálfstæðisflokksins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma að hafa mátt sitja undir ásökunum frá formanni Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi þess efnis að þeir gangi erinda formanns flokksins í störfum sínum. 3. nóvember 2022 13:17
Sakar menn Bjarna um að fara offari í kosningabaráttunni Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, segir stuðningsmenn Bjarna Benediktssonar formanns fara offari í kosningabaráttunni. 3. nóvember 2022 11:27
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent