Handbolti

Þjálfari hollensku stelpnanna mátti ekki fljúga með þeim á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hollenska landsliðskonan Kim Molenaar ræðir hér við þjálfara sinn Per Johansson í landsleik fyrr á þessu ári.
Hollenska landsliðskonan Kim Molenaar ræðir hér við þjálfara sinn Per Johansson í landsleik fyrr á þessu ári. Getty/Henk Seppen

Hollenska handboltalandsliðið er mætt á EM kvenna í Norður Makedóníu en þær eru þjálfaralausar. Það er þó ekki búið að reka þjálfarann rétt fyrir Evrópumótið.

Þjálfarinn Per Johansson þurfti að sitja eftir heima þegar liðið flaug frá Hollandi til Norður Makedóníu. Honum var ekki leyft að fara upp í flugvélina vegna vegabréfsvandræða.

Instagram/@Sportbladet

Hollenska handboltasambandið segir frá þessum raunum þjálfarans á heimasíðu sinni.

Per Johansson er 51 árs gamall Svíi sem hefur þjálfað hollenska landsliðið síðan í febrúar á þessu ári og þetta er fyrsta stórmótið hans með liðið.

„Ég er ekkert stressaður yfir þessu og mun ferðast til Norður Makedóníu eins fljót og auðið er. Liðið mitt er vel undirbúið,“ sagði Per Johansson.

Hollenska liðið hefur verið að gera góða hluti í aðdraganda mótsins en hollensku stelpurnar unnu fjögurra þjóða mót í Stavanger í Noregi þar sem þær burstuðu meðal annars heimsmeistara Noregs.

Fyrsti leikur Hollands á EM er á móti Rúmeníu á morgun. Í framhaldinu mætir liðið svo Norður Makedóníu og Frakklandi en þrjú efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×