Sýndu magnaða ræðu Messi fyrir úrslitaleikinn í Copa America Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 09:01 Lionel Messi tók við bikarnum eftir sigur Argentínu í Suður-Ameríkubikarnum og var heldur betur kátur. Getty/Buda Mendes Það styttist í það að heimsmeistarakeppnin hefjist í Katar og þar verða augu margra á Argentínumanninum Lionel Messi sem fær þar síðasta tækifærið til að kóróna feril sinn með heimsmeistaratitli. Messi vann loksins titil með argentínska landsliðinu í fyrra þegar liðið varð Suður-Ameríkumeistari eftir 1-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleik. Nú er kominn út ný heimildarmynd um þessa Suður-Ameríkukeppni 2021, keppni sem fór fram í Brasilíu ári seinna en átti að fara fram í Argentínu og Kólumbíu. Ástæðan var auðvitað kórónuveiran. Netflix framleiðir heimildarmyndina um sigur Argentínu og heitir hún „Sean eternos: Campeones de America“ eða „Verðið eilífir: Meistarar Suður-Ameríku“ ef við reynum að þýða þetta á íslensku. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það má sjá ræðu Messi í kynningarmyndbandi fyrir myndina og það er óhætt að það sé áhrifaríkt að hlusta á ástríðufullan Messi reyna að kveikja í sínum mönnum. Hann var búinn að bíða lengi eftir að vinna gull með Argentínu og fengið að upplifa nokkur töp í úrslitaleikjum. „Fjörutíu og fimm dagar án þess að sjá fjölskyldu ykkar strákar,“ sagði Lionel Messi í klefanum fyrir leik. „Við settum okkur markmið og erum einu litlu skrefi frá því að ná því,“ hélt Messi áfram. „Það er ekkert sem heitir tilviljun strákar. Vitið þið hvað? Það átti að spila um þennan bikar í Argentínu en guð fór með hann hingað. Guð fór með hann hingað svo við gætum lyft honum á Maracana vellinum strákar. Hvað gæti verið fallegra fyrir alla,“ sagði Messi. „Við skulum því fara út fullir sjálfstraust en um leið yfirvegaðir því við ætlum að taka þennan bikar með okkur heim,“ sagði Messi. Argentína vann úrslitaleikinn 1-0 með marki frá Ángel Di María. Lionel Messi varð markakóngur keppninnar og einnig kosinn besti leikmaðurinn. Hann fékk síðan Gullhnöttinn ekki síst fyrir þessa frammistöðu sína í Copa America. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=zkmxFvWu8Bc">watch on YouTube</a> Copa América Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira
Messi vann loksins titil með argentínska landsliðinu í fyrra þegar liðið varð Suður-Ameríkumeistari eftir 1-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleik. Nú er kominn út ný heimildarmynd um þessa Suður-Ameríkukeppni 2021, keppni sem fór fram í Brasilíu ári seinna en átti að fara fram í Argentínu og Kólumbíu. Ástæðan var auðvitað kórónuveiran. Netflix framleiðir heimildarmyndina um sigur Argentínu og heitir hún „Sean eternos: Campeones de America“ eða „Verðið eilífir: Meistarar Suður-Ameríku“ ef við reynum að þýða þetta á íslensku. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það má sjá ræðu Messi í kynningarmyndbandi fyrir myndina og það er óhætt að það sé áhrifaríkt að hlusta á ástríðufullan Messi reyna að kveikja í sínum mönnum. Hann var búinn að bíða lengi eftir að vinna gull með Argentínu og fengið að upplifa nokkur töp í úrslitaleikjum. „Fjörutíu og fimm dagar án þess að sjá fjölskyldu ykkar strákar,“ sagði Lionel Messi í klefanum fyrir leik. „Við settum okkur markmið og erum einu litlu skrefi frá því að ná því,“ hélt Messi áfram. „Það er ekkert sem heitir tilviljun strákar. Vitið þið hvað? Það átti að spila um þennan bikar í Argentínu en guð fór með hann hingað. Guð fór með hann hingað svo við gætum lyft honum á Maracana vellinum strákar. Hvað gæti verið fallegra fyrir alla,“ sagði Messi. „Við skulum því fara út fullir sjálfstraust en um leið yfirvegaðir því við ætlum að taka þennan bikar með okkur heim,“ sagði Messi. Argentína vann úrslitaleikinn 1-0 með marki frá Ángel Di María. Lionel Messi varð markakóngur keppninnar og einnig kosinn besti leikmaðurinn. Hann fékk síðan Gullhnöttinn ekki síst fyrir þessa frammistöðu sína í Copa America. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=zkmxFvWu8Bc">watch on YouTube</a>
Copa América Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira