Sýndu magnaða ræðu Messi fyrir úrslitaleikinn í Copa America Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 09:01 Lionel Messi tók við bikarnum eftir sigur Argentínu í Suður-Ameríkubikarnum og var heldur betur kátur. Getty/Buda Mendes Það styttist í það að heimsmeistarakeppnin hefjist í Katar og þar verða augu margra á Argentínumanninum Lionel Messi sem fær þar síðasta tækifærið til að kóróna feril sinn með heimsmeistaratitli. Messi vann loksins titil með argentínska landsliðinu í fyrra þegar liðið varð Suður-Ameríkumeistari eftir 1-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleik. Nú er kominn út ný heimildarmynd um þessa Suður-Ameríkukeppni 2021, keppni sem fór fram í Brasilíu ári seinna en átti að fara fram í Argentínu og Kólumbíu. Ástæðan var auðvitað kórónuveiran. Netflix framleiðir heimildarmyndina um sigur Argentínu og heitir hún „Sean eternos: Campeones de America“ eða „Verðið eilífir: Meistarar Suður-Ameríku“ ef við reynum að þýða þetta á íslensku. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það má sjá ræðu Messi í kynningarmyndbandi fyrir myndina og það er óhætt að það sé áhrifaríkt að hlusta á ástríðufullan Messi reyna að kveikja í sínum mönnum. Hann var búinn að bíða lengi eftir að vinna gull með Argentínu og fengið að upplifa nokkur töp í úrslitaleikjum. „Fjörutíu og fimm dagar án þess að sjá fjölskyldu ykkar strákar,“ sagði Lionel Messi í klefanum fyrir leik. „Við settum okkur markmið og erum einu litlu skrefi frá því að ná því,“ hélt Messi áfram. „Það er ekkert sem heitir tilviljun strákar. Vitið þið hvað? Það átti að spila um þennan bikar í Argentínu en guð fór með hann hingað. Guð fór með hann hingað svo við gætum lyft honum á Maracana vellinum strákar. Hvað gæti verið fallegra fyrir alla,“ sagði Messi. „Við skulum því fara út fullir sjálfstraust en um leið yfirvegaðir því við ætlum að taka þennan bikar með okkur heim,“ sagði Messi. Argentína vann úrslitaleikinn 1-0 með marki frá Ángel Di María. Lionel Messi varð markakóngur keppninnar og einnig kosinn besti leikmaðurinn. Hann fékk síðan Gullhnöttinn ekki síst fyrir þessa frammistöðu sína í Copa America. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=zkmxFvWu8Bc">watch on YouTube</a> Copa América Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Messi vann loksins titil með argentínska landsliðinu í fyrra þegar liðið varð Suður-Ameríkumeistari eftir 1-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleik. Nú er kominn út ný heimildarmynd um þessa Suður-Ameríkukeppni 2021, keppni sem fór fram í Brasilíu ári seinna en átti að fara fram í Argentínu og Kólumbíu. Ástæðan var auðvitað kórónuveiran. Netflix framleiðir heimildarmyndina um sigur Argentínu og heitir hún „Sean eternos: Campeones de America“ eða „Verðið eilífir: Meistarar Suður-Ameríku“ ef við reynum að þýða þetta á íslensku. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það má sjá ræðu Messi í kynningarmyndbandi fyrir myndina og það er óhætt að það sé áhrifaríkt að hlusta á ástríðufullan Messi reyna að kveikja í sínum mönnum. Hann var búinn að bíða lengi eftir að vinna gull með Argentínu og fengið að upplifa nokkur töp í úrslitaleikjum. „Fjörutíu og fimm dagar án þess að sjá fjölskyldu ykkar strákar,“ sagði Lionel Messi í klefanum fyrir leik. „Við settum okkur markmið og erum einu litlu skrefi frá því að ná því,“ hélt Messi áfram. „Það er ekkert sem heitir tilviljun strákar. Vitið þið hvað? Það átti að spila um þennan bikar í Argentínu en guð fór með hann hingað. Guð fór með hann hingað svo við gætum lyft honum á Maracana vellinum strákar. Hvað gæti verið fallegra fyrir alla,“ sagði Messi. „Við skulum því fara út fullir sjálfstraust en um leið yfirvegaðir því við ætlum að taka þennan bikar með okkur heim,“ sagði Messi. Argentína vann úrslitaleikinn 1-0 með marki frá Ángel Di María. Lionel Messi varð markakóngur keppninnar og einnig kosinn besti leikmaðurinn. Hann fékk síðan Gullhnöttinn ekki síst fyrir þessa frammistöðu sína í Copa America. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=zkmxFvWu8Bc">watch on YouTube</a>
Copa América Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira