Launahæsti markmaður heims en gæti samþykkt launalækkun Smári Jökull Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 18:01 Samningur David De Gea rennur út næsta sumar. Vísir/AP Samningur David De Gea hjá Manchester United rennur út næsta sumar. Spánverjinn er launahæsti markvörður í heimi og gæti þurft að taka á sig launalækkun vilji hann fá áframhaldandi samning. De Gea þénar rúmlega sextíu milljónir íslenskra króna á viku sem er meira en tvöfalt meira en það sem kollegi hans Alisson Becker fær í laun hjá Liverpool. Þrátt fyrir ágæta spilamennsku undanfarið þá hafa stuðningsmenn United ekki alltaf verið á eitt sáttir með De Gea og efasemdaraddir heyrst hvort rétt væri að bjóða De Gea framlengingu á samningi. Samkvæmt The Athletic er Spánverjinn þó tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að framlengingin verði að veruleika. Miðillinn greinir frá því að De Gea vilji spila áfram á Old Trafford og sé tilbúinn að taka á sig launalækkun í nýjum samningi. Manchester United gæti nýtt sér klásúlu í samningi De Gea sem gerir félaginu kleift að framlengja samningnum um eitt ár en fréttir hafa borist af því að United muni aðeins nýta sér þá klásúlu ef þeim tekst ekki að finna öflugan eftirmann hins 31 árs gamla De Gea. Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, segir að viðræður við De Gea muni fara fram þegar enska deildin fer í hlé á meðan heimsmeistaramótið í Qatar fer fram. Ólíklegt er talið að De Gea verði í spænska landsliðshópnum á mótinu. „Við munum fyrst einbeita okkur að leikjunum sem framundan eru. Þegar þessum hluta mótsins er lokið er komið að HM og þá munum við skoða hans mál. Bakvið tjöldin erum við með áætlun í gangi, sú áætlun er á hreinu eins og ég hef greint frá áður,“ sagði Ten Hag. David De Gea hefur leikið með Manchester United síðan 2011, leikið rúmlega fimmhundruð leiki fyrir félagið og verið valinn leikmaður ársins hjá United alls fjórum sinnum. Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
De Gea þénar rúmlega sextíu milljónir íslenskra króna á viku sem er meira en tvöfalt meira en það sem kollegi hans Alisson Becker fær í laun hjá Liverpool. Þrátt fyrir ágæta spilamennsku undanfarið þá hafa stuðningsmenn United ekki alltaf verið á eitt sáttir með De Gea og efasemdaraddir heyrst hvort rétt væri að bjóða De Gea framlengingu á samningi. Samkvæmt The Athletic er Spánverjinn þó tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að framlengingin verði að veruleika. Miðillinn greinir frá því að De Gea vilji spila áfram á Old Trafford og sé tilbúinn að taka á sig launalækkun í nýjum samningi. Manchester United gæti nýtt sér klásúlu í samningi De Gea sem gerir félaginu kleift að framlengja samningnum um eitt ár en fréttir hafa borist af því að United muni aðeins nýta sér þá klásúlu ef þeim tekst ekki að finna öflugan eftirmann hins 31 árs gamla De Gea. Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, segir að viðræður við De Gea muni fara fram þegar enska deildin fer í hlé á meðan heimsmeistaramótið í Qatar fer fram. Ólíklegt er talið að De Gea verði í spænska landsliðshópnum á mótinu. „Við munum fyrst einbeita okkur að leikjunum sem framundan eru. Þegar þessum hluta mótsins er lokið er komið að HM og þá munum við skoða hans mál. Bakvið tjöldin erum við með áætlun í gangi, sú áætlun er á hreinu eins og ég hef greint frá áður,“ sagði Ten Hag. David De Gea hefur leikið með Manchester United síðan 2011, leikið rúmlega fimmhundruð leiki fyrir félagið og verið valinn leikmaður ársins hjá United alls fjórum sinnum.
Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira