Hendur nýs formanns verða ekki bundnar vegna ESB Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 13:49 Evrópusambandsaðild er ekki efst á blaði þegar að því kemur að mynda ríkisstjórn. Nýr formaður ætlar ekki að ganga til viðræðna með hendur bundnar. Vísir/Vilhelm Krafan um Evrópusambandsaðild mun ekki verða til þess að Samfylkingin verði með hendur bundnar andspænis mögulegu ríkisstjórnarsamstarfi. Þrátt fyrir að nýr formaður Samfylkingarinnar sé Evrópusinni verða Evrópumálin ekki fyrsta forgangsmál. Áhersla verður lögð á „klassísk jafnaðarmannamál.“ Ný forysta Samfylkingarinnar ætlar sér stóra hluti og hefur gert áherslubreytingar og nýja forgangsröðun. Kristrún Frostadóttir, nýr formaður flokksins, fór í ítarlegt viðtal í Bítínu í morgun og sagði frá fundaferð sinni um landið í aðdraganda formannsframboðs. Á ferð sinni um landið varð hún þess áskynja að klassísk jafnaðarmannamál væru ofar í huga landsmanna en Evrópumálin. Víða um land sé hreinlega ekkert verið að tala um Evrópusambandið. „Ég hef sagt það og er að segja það í hundraðasta sinn í þessari viku; ég er Evrópusinni og hef alltaf verið það en það þýðir ekki að þetta sé fyrsta forgangsmál hjá mér. Það þýðir ekki að ég haldi því fram að þetta sé eina leiðin til umbóta í næstu ríkisstjórn og það þýðir ekki að ég muni ganga með hendur bundnar inn í ríkisstjórnarsamstarf á þeim forsendum að Evrópusambandsinnganga sé það eina sem sé að fara að færa þjóðina áfram.“ Kristrún var spurð hvort hún hefði lausnir á þeim vanda sem meðal annars fyrstu kaupendur standa nú frammi fyrir þegar vextir hafa tekið að hækka á ný og greiðslubyrði eykst. Hún sagði að sem Evrópusinni vissi hún að lykillinn að aukinni samkeppni á fjármálamarkaði og hagstæðari lánakjörum væru gjaldmiðlamálin. „Ástæðan fyrir því að það hefur enginn erlendur banki sýnt því áhuga að koma hingað inn er sú að Ísland er bara á stærð við lítið úthverfi á Norðurlöndunum og þú tekur ekki gjaldmiðlaáhættu með því að koma hingað inn með viðskipti fyrir eitthvað lítið útibú,“ segir Kristrún. Þannig verði landsmenn alltaf í vandræðum með að fá inn erlenda samkeppni sem myndi draga úr kostnaði. „Þetta stend ég alveg við og mun alltaf standa við og veit alveg hvernig þeir vinklar virka en að því sögðu þá vil ég ekki senda þau skilaboð til fólks að við getum ekkert gert fyrr en við erum komin í þessa vegferð.“ Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Kristrúnu í heild, það er langt og ítarlegt. Kristrún segir þó að vaxtastigið sé ekki aðalvandamálið – rót vandans sé auðvitað himinhátt fasteignaverð. „Það sem gerðist í COVID var að fólk fór inn á þeim forsendum að það hefði efni á ákveðinni eign vegna þess að vextir voru lágir og það hafði kannski aldrei leyft sér að kaupa þessa eign eða tekið svona lán ef það hefði séð fyrir að vextir myndu aftur hækka svona mikið.“ Stjórnvöld verði að grípa til aðgerða til að hemja hinar gríðarlegu fasteignaverðshækkanir. „Þú getur farið í aðgerðir eins og að takmarka það að fólk nýti heimili sem fjárfestingareignir, stór hluti af nýjum íbúðum sem hafa komið inn á markaðinn undanfarin ár - við erum að tala um 60 eða 70 prósent – þær hafa farið í aðra íbúð, eða til einstaklinga sem eru ekki að kaupa þær sem heimili sín. Erlendis hafa verið settar hömlur á svona hluti til að koma í veg fyrir að það verði bara farið með þetta sem fjárfestingareign af því þá verður bara spilað á verðhækkanir.“ „Á Norðurlöndunum hafa verið gerðar lagasetningar sem felast í því að lántökur fyrir annarri, þriðju eða fjórðu eign eru miklu takmarkaðri. Þannig að það er bara mjög erfitt að eignast þessar eignir með lántöku. Það hefur auðvitað hamið þennan vöxt.“ Kosturinn við lágvaxtastefnuna í COVID hafi verið að ungt fólk komst inn á eignamarkað en gallinn sá að stóreignafólk hafi getað nýtt sér þessa stöðu til að bæta enn frekar við eignasafn sitt. Allir hafi notið lægri vaxta. „Enda komum við út úr COVID með meiri eignaójöfnuð, við sáum mestu aukningu í fjármagnstekjum sem hefur orðið frá árinu 2008 þannig að þetta tól hefur verið mjög breytt og það þarf að girða fyrir svona eignamyndun,“ sagði Kristrún. Samfylkingin Seðlabankinn Evrópusambandið Fasteignamarkaður Bítið Tengdar fréttir Stefnuræða Kristrúnar Frostadóttur á landsfundi Flokkur undir nýrri forystu: Nú hefst tími breytinga. Landsfundur — kæra jafnaðarfólk. Allt hefur sinn tíma. Öllu er afmörkuð stund. Og nú gengur í hönd tími breytinga í Samfylkingunni. 30. október 2022 15:31 Útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og setur velferðarkerfið í fyrsta sæti Algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins um helgina. Nýr formaður boðar endurreisn velferðarkerfisins og breytingar í flokknum. Hún svarar því ekki beint hvort hún útiloki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, en fór þó hörðum orðum um hann í stefnuræðu. 29. október 2022 20:27 „Við fórum ekki í pólitík til að vera í stjórnarandstöðu“ Í fyrstu stefnuræðu sinni sem nýr formaður Samfylkingarinnar segir Kristrún Frostadóttir að nú sé genginn í hönd tími breytinga í Samfylkingunni. Breytingar innan flokksins hefjist strax í dag með nýrri forystu flokksins. 29. október 2022 16:22 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Ný forysta Samfylkingarinnar ætlar sér stóra hluti og hefur gert áherslubreytingar og nýja forgangsröðun. Kristrún Frostadóttir, nýr formaður flokksins, fór í ítarlegt viðtal í Bítínu í morgun og sagði frá fundaferð sinni um landið í aðdraganda formannsframboðs. Á ferð sinni um landið varð hún þess áskynja að klassísk jafnaðarmannamál væru ofar í huga landsmanna en Evrópumálin. Víða um land sé hreinlega ekkert verið að tala um Evrópusambandið. „Ég hef sagt það og er að segja það í hundraðasta sinn í þessari viku; ég er Evrópusinni og hef alltaf verið það en það þýðir ekki að þetta sé fyrsta forgangsmál hjá mér. Það þýðir ekki að ég haldi því fram að þetta sé eina leiðin til umbóta í næstu ríkisstjórn og það þýðir ekki að ég muni ganga með hendur bundnar inn í ríkisstjórnarsamstarf á þeim forsendum að Evrópusambandsinnganga sé það eina sem sé að fara að færa þjóðina áfram.“ Kristrún var spurð hvort hún hefði lausnir á þeim vanda sem meðal annars fyrstu kaupendur standa nú frammi fyrir þegar vextir hafa tekið að hækka á ný og greiðslubyrði eykst. Hún sagði að sem Evrópusinni vissi hún að lykillinn að aukinni samkeppni á fjármálamarkaði og hagstæðari lánakjörum væru gjaldmiðlamálin. „Ástæðan fyrir því að það hefur enginn erlendur banki sýnt því áhuga að koma hingað inn er sú að Ísland er bara á stærð við lítið úthverfi á Norðurlöndunum og þú tekur ekki gjaldmiðlaáhættu með því að koma hingað inn með viðskipti fyrir eitthvað lítið útibú,“ segir Kristrún. Þannig verði landsmenn alltaf í vandræðum með að fá inn erlenda samkeppni sem myndi draga úr kostnaði. „Þetta stend ég alveg við og mun alltaf standa við og veit alveg hvernig þeir vinklar virka en að því sögðu þá vil ég ekki senda þau skilaboð til fólks að við getum ekkert gert fyrr en við erum komin í þessa vegferð.“ Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Kristrúnu í heild, það er langt og ítarlegt. Kristrún segir þó að vaxtastigið sé ekki aðalvandamálið – rót vandans sé auðvitað himinhátt fasteignaverð. „Það sem gerðist í COVID var að fólk fór inn á þeim forsendum að það hefði efni á ákveðinni eign vegna þess að vextir voru lágir og það hafði kannski aldrei leyft sér að kaupa þessa eign eða tekið svona lán ef það hefði séð fyrir að vextir myndu aftur hækka svona mikið.“ Stjórnvöld verði að grípa til aðgerða til að hemja hinar gríðarlegu fasteignaverðshækkanir. „Þú getur farið í aðgerðir eins og að takmarka það að fólk nýti heimili sem fjárfestingareignir, stór hluti af nýjum íbúðum sem hafa komið inn á markaðinn undanfarin ár - við erum að tala um 60 eða 70 prósent – þær hafa farið í aðra íbúð, eða til einstaklinga sem eru ekki að kaupa þær sem heimili sín. Erlendis hafa verið settar hömlur á svona hluti til að koma í veg fyrir að það verði bara farið með þetta sem fjárfestingareign af því þá verður bara spilað á verðhækkanir.“ „Á Norðurlöndunum hafa verið gerðar lagasetningar sem felast í því að lántökur fyrir annarri, þriðju eða fjórðu eign eru miklu takmarkaðri. Þannig að það er bara mjög erfitt að eignast þessar eignir með lántöku. Það hefur auðvitað hamið þennan vöxt.“ Kosturinn við lágvaxtastefnuna í COVID hafi verið að ungt fólk komst inn á eignamarkað en gallinn sá að stóreignafólk hafi getað nýtt sér þessa stöðu til að bæta enn frekar við eignasafn sitt. Allir hafi notið lægri vaxta. „Enda komum við út úr COVID með meiri eignaójöfnuð, við sáum mestu aukningu í fjármagnstekjum sem hefur orðið frá árinu 2008 þannig að þetta tól hefur verið mjög breytt og það þarf að girða fyrir svona eignamyndun,“ sagði Kristrún.
Samfylkingin Seðlabankinn Evrópusambandið Fasteignamarkaður Bítið Tengdar fréttir Stefnuræða Kristrúnar Frostadóttur á landsfundi Flokkur undir nýrri forystu: Nú hefst tími breytinga. Landsfundur — kæra jafnaðarfólk. Allt hefur sinn tíma. Öllu er afmörkuð stund. Og nú gengur í hönd tími breytinga í Samfylkingunni. 30. október 2022 15:31 Útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og setur velferðarkerfið í fyrsta sæti Algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins um helgina. Nýr formaður boðar endurreisn velferðarkerfisins og breytingar í flokknum. Hún svarar því ekki beint hvort hún útiloki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, en fór þó hörðum orðum um hann í stefnuræðu. 29. október 2022 20:27 „Við fórum ekki í pólitík til að vera í stjórnarandstöðu“ Í fyrstu stefnuræðu sinni sem nýr formaður Samfylkingarinnar segir Kristrún Frostadóttir að nú sé genginn í hönd tími breytinga í Samfylkingunni. Breytingar innan flokksins hefjist strax í dag með nýrri forystu flokksins. 29. október 2022 16:22 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Stefnuræða Kristrúnar Frostadóttur á landsfundi Flokkur undir nýrri forystu: Nú hefst tími breytinga. Landsfundur — kæra jafnaðarfólk. Allt hefur sinn tíma. Öllu er afmörkuð stund. Og nú gengur í hönd tími breytinga í Samfylkingunni. 30. október 2022 15:31
Útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og setur velferðarkerfið í fyrsta sæti Algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins um helgina. Nýr formaður boðar endurreisn velferðarkerfisins og breytingar í flokknum. Hún svarar því ekki beint hvort hún útiloki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, en fór þó hörðum orðum um hann í stefnuræðu. 29. október 2022 20:27
„Við fórum ekki í pólitík til að vera í stjórnarandstöðu“ Í fyrstu stefnuræðu sinni sem nýr formaður Samfylkingarinnar segir Kristrún Frostadóttir að nú sé genginn í hönd tími breytinga í Samfylkingunni. Breytingar innan flokksins hefjist strax í dag með nýrri forystu flokksins. 29. október 2022 16:22