Niðurstöðu að vænta síðdegis á sunnudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 1. nóvember 2022 21:26 Guðlaugur Þór hefur sagt að staða Sjálfstæðisflokksins hafi versnað í stjórnartíð Bjarna. Vísir/Vilhelm Niðurstöðu kosningar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins er að vænta síðdegis á sunnudag. Kosið verður í Laugardalshöllinni um hádegisbil sama dag en upplýsingafulltrúi flokksins gerir ráð fyrir því að talning atkvæða taki nokkurn tíma. Tveir eru í framboði til formanns flokksins, þeir Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð býður sig ein fram til varaformanns en þrír sækjast eftir embætti ritara: Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir og Helgi Áss Grétarsson. Það vakti athygli þegar Guðlaugur Þór tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, fyrir tveimur dögum síðan. Samflokksmennirnir ræddu málin í Pallborðinu á Vísi í dag. Þar sagði Bjarni meðal annars að flokkurinn hafi haft mikil áhrif á samfélagið undir stjórn hans, en Guðlaugur sagði ekkert benda til þess að flokkurinn gæti náð fyrri styrk undir stjórn sitjandi formanns. Fram undan er stíf dagskrá: Málefnastarf, hóf kjördæmissamtaka, ræðuhöld og kosningar. Landsfundurinn sjálfur, þar sem kosningin fer fram, hefst við formlega athöfn sitjandi formanns klukkan 16:30 á föstudaginn. „Það má kannski segja að dagskráin sé svona frekar hefðbundin. Á föstudaginn hefst málefnastarfið um morguninn í Laugardalshöll og Bjarni Benediktsson setur fundinn klukkan hálf fimm þann dag. Síðan munu kjördæmissamtökin standa fyrir hófum fyrir sín kjördæmi um kvöldið. Á laugardeginum er svo áætlað að ljúka málefnastarfi; varaformaður flytur sína skýrslu og framkvæmdastjóri sína skýrslu,“ segir Ingvar P. Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann bætir við að frambjóðendur til formanns, varaformanns og ritara flytji framboðsræður sínar þó á laugardaginn. „Formannskosningin er um hádegi á sunnudag og svo þarf auðvitað að telja þau atkvæði. Við búumst við stórum fundi þannig að það mun væntanlega taka einhvern tíma. Og þegar að birt hafa verið úrslit í því kjöri þá er kosið til varaformanns og svo ritara í lokinn. Við áætlum að fundinum sé lokið klukkan hálf fimm á sunnudaginn og þá ættu allar niðurstöður að liggja fyrir.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50 Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Tveir eru í framboði til formanns flokksins, þeir Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð býður sig ein fram til varaformanns en þrír sækjast eftir embætti ritara: Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir og Helgi Áss Grétarsson. Það vakti athygli þegar Guðlaugur Þór tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, fyrir tveimur dögum síðan. Samflokksmennirnir ræddu málin í Pallborðinu á Vísi í dag. Þar sagði Bjarni meðal annars að flokkurinn hafi haft mikil áhrif á samfélagið undir stjórn hans, en Guðlaugur sagði ekkert benda til þess að flokkurinn gæti náð fyrri styrk undir stjórn sitjandi formanns. Fram undan er stíf dagskrá: Málefnastarf, hóf kjördæmissamtaka, ræðuhöld og kosningar. Landsfundurinn sjálfur, þar sem kosningin fer fram, hefst við formlega athöfn sitjandi formanns klukkan 16:30 á föstudaginn. „Það má kannski segja að dagskráin sé svona frekar hefðbundin. Á föstudaginn hefst málefnastarfið um morguninn í Laugardalshöll og Bjarni Benediktsson setur fundinn klukkan hálf fimm þann dag. Síðan munu kjördæmissamtökin standa fyrir hófum fyrir sín kjördæmi um kvöldið. Á laugardeginum er svo áætlað að ljúka málefnastarfi; varaformaður flytur sína skýrslu og framkvæmdastjóri sína skýrslu,“ segir Ingvar P. Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann bætir við að frambjóðendur til formanns, varaformanns og ritara flytji framboðsræður sínar þó á laugardaginn. „Formannskosningin er um hádegi á sunnudag og svo þarf auðvitað að telja þau atkvæði. Við búumst við stórum fundi þannig að það mun væntanlega taka einhvern tíma. Og þegar að birt hafa verið úrslit í því kjöri þá er kosið til varaformanns og svo ritara í lokinn. Við áætlum að fundinum sé lokið klukkan hálf fimm á sunnudaginn og þá ættu allar niðurstöður að liggja fyrir.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50 Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50
Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45