Sauðfjárbændur í Fljótum treysta á vini og vandamenn við smölun Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2022 17:57 Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum. Sigurjón Ólason Sauðfjárbændur í Fljótum segjast vera of fáir eftir til að ráða einir við að smala eitt erfiðasta fjallasvæði landsins á Tröllaskaga. Þeir treysta á hjálp vina og vandamanna við smalamennskuna, en einnig á geltandi dróna. Fjallað var um Fljótin í Skagafirði í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt. Sauðféð var enn uppi á fjöllum þegar við heimsóttum Fljótamenn síðsumars og ræddum við Jóhannes Ríkharðsson á Brúnastöðum, sem sagði að þeir væru bara fimm Fljótabændur eftir með sauðfé. Fjöldi fólks mætir jafnan til að smala með Fljótabændum. Miklavatn í baksýn.Halldór G. Hálfdánarson „En við erum svolítið þrjóskir og þreyjum þorrann ennþá, hálfgerðir svona Bjartar í Sumarhúsum með það,“ segir Jóhannes. En framundan voru miklar smalamennskur um hrikaleg fjöll Tröllaskaga, heljarinnar verkefni sem stendur yfir meira og minna í tvo mánuði. Kindur hátt uppi í fjöllum Tröllaskaga reknar áfram með dróna. Fyrir neðan má sjá suðurenda Stífluvatns.Halldór G. Hálfdánarson „Við erum komnir í gott form svona í lok nóvember. Þá erum við komnir í mjög gott form. En við höfum verið svo heppin að fá fólkið okkar, til dæmis þegar aðalgöngurnar eru um miðjan september, fengið fólkið okkar til þess að koma og hjálpa okkur,“ segir Jóhannes. Úr réttum Fljótamanna.Halldór G. Hálfdánarson Þannig mæti tugir vina og vandamanna jafnan í aðalgöngurnar um miðjan september og þá sé reynt að skapa stemmningu í réttunum. „Því ef við fáum ekki fólk til þess að hjálpa okkur að smala og koma hérna og hafa gaman þá er þetta sjálfhætt. Því að þetta er það erfitt svæði.“ Deplar bjóða upp á hamborgara sem starfsmenn hótelsins grilla.Halldór G. Hálfdánarson „Ef við ætluðum einhverjir nokkrir karlar hérna að fara að vera í þessum fjöllum hérna einir, það gengur bara aldrei upp. Þetta eru of erfið svæði til þess,“ segir bóndinn. Fyrir sex árum fengu þeir nýja liðsmenn, dróna, sem Halldór G. Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum stjórnar. Kindum smalað með dróna eftir kindagötu. Á bakka Stífluvatns til hægri sér í kirkjustaðinn Knappsstaði.Halldór G. Hálfdánarson „Við notum þá grimmt, drónana. Og meira að segja þeir eru komnir með bæði hitamyndavélar og þeir eru farnir að gelta, drónarnir. Þannig að við höfum notað tæknina hérna mikið í það. Enda veitir ekki af að spara okkur aðeins klettaklifrið í þessum fjöllum okkar hérna,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum. Þáttinn Um land allt má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Skagafjörður Um land allt Fjallabyggð Tengdar fréttir Fljótabóndinn segir svínin vera gáfuðustu húsdýrin „Þetta eru bráðgáfuð kvikindi. Af húsdýrunum, þá eru svínin langgáfuðust. Það er svo auðvelt að kenna þeim allt,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, en svínin eru meðal dýranna í húsdýragarðinum sem þar er rekinn samhliða sauðfjár- og geitabúi ásamt ferðaþjónustu. 31. október 2022 13:13 Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Fjallað var um Fljótin í Skagafirði í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt. Sauðféð var enn uppi á fjöllum þegar við heimsóttum Fljótamenn síðsumars og ræddum við Jóhannes Ríkharðsson á Brúnastöðum, sem sagði að þeir væru bara fimm Fljótabændur eftir með sauðfé. Fjöldi fólks mætir jafnan til að smala með Fljótabændum. Miklavatn í baksýn.Halldór G. Hálfdánarson „En við erum svolítið þrjóskir og þreyjum þorrann ennþá, hálfgerðir svona Bjartar í Sumarhúsum með það,“ segir Jóhannes. En framundan voru miklar smalamennskur um hrikaleg fjöll Tröllaskaga, heljarinnar verkefni sem stendur yfir meira og minna í tvo mánuði. Kindur hátt uppi í fjöllum Tröllaskaga reknar áfram með dróna. Fyrir neðan má sjá suðurenda Stífluvatns.Halldór G. Hálfdánarson „Við erum komnir í gott form svona í lok nóvember. Þá erum við komnir í mjög gott form. En við höfum verið svo heppin að fá fólkið okkar, til dæmis þegar aðalgöngurnar eru um miðjan september, fengið fólkið okkar til þess að koma og hjálpa okkur,“ segir Jóhannes. Úr réttum Fljótamanna.Halldór G. Hálfdánarson Þannig mæti tugir vina og vandamanna jafnan í aðalgöngurnar um miðjan september og þá sé reynt að skapa stemmningu í réttunum. „Því ef við fáum ekki fólk til þess að hjálpa okkur að smala og koma hérna og hafa gaman þá er þetta sjálfhætt. Því að þetta er það erfitt svæði.“ Deplar bjóða upp á hamborgara sem starfsmenn hótelsins grilla.Halldór G. Hálfdánarson „Ef við ætluðum einhverjir nokkrir karlar hérna að fara að vera í þessum fjöllum hérna einir, það gengur bara aldrei upp. Þetta eru of erfið svæði til þess,“ segir bóndinn. Fyrir sex árum fengu þeir nýja liðsmenn, dróna, sem Halldór G. Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum stjórnar. Kindum smalað með dróna eftir kindagötu. Á bakka Stífluvatns til hægri sér í kirkjustaðinn Knappsstaði.Halldór G. Hálfdánarson „Við notum þá grimmt, drónana. Og meira að segja þeir eru komnir með bæði hitamyndavélar og þeir eru farnir að gelta, drónarnir. Þannig að við höfum notað tæknina hérna mikið í það. Enda veitir ekki af að spara okkur aðeins klettaklifrið í þessum fjöllum okkar hérna,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum. Þáttinn Um land allt má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Skagafjörður Um land allt Fjallabyggð Tengdar fréttir Fljótabóndinn segir svínin vera gáfuðustu húsdýrin „Þetta eru bráðgáfuð kvikindi. Af húsdýrunum, þá eru svínin langgáfuðust. Það er svo auðvelt að kenna þeim allt,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, en svínin eru meðal dýranna í húsdýragarðinum sem þar er rekinn samhliða sauðfjár- og geitabúi ásamt ferðaþjónustu. 31. október 2022 13:13 Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Fljótabóndinn segir svínin vera gáfuðustu húsdýrin „Þetta eru bráðgáfuð kvikindi. Af húsdýrunum, þá eru svínin langgáfuðust. Það er svo auðvelt að kenna þeim allt,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, en svínin eru meðal dýranna í húsdýragarðinum sem þar er rekinn samhliða sauðfjár- og geitabúi ásamt ferðaþjónustu. 31. október 2022 13:13
Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00