Klopp biður fólk um að dæma Liverpool ekki fyrr en eftir tímabilið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. nóvember 2022 17:45 Jürgen Klopp biður fólk um að bíða með sleggjudómana þangað til eftir tímabilið. Nathan Stirk/Getty Images Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liveprool, segir það ekki sanngjarnt að fólk dæmi um það hvort velgengni liðsins sé lokið í bili á þessum tímapunkti. Hann segir að slíkir sleggjudómar ættu frekar að falla að tímabilinu loknu. Liverpool hefur nú tapað tveimur deildarleikjum í röð, en báðir leikirnir voru gegn liðum sem flestir myndu telja hálfgerða skyldusigra fyrir liðið. Lverpool tapaði gegn Leeds síðastliðinn laugardag og viku áður hafði liðið tapað gegn nýliðum Nottingham Forest. Eftir tapleikina tvo situr Liverpool nú í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 16 stig eftir 12 leiki, 15 stigum á eftir toppliði Arsenal. „Við skulum fella dóma seinna á tímabilinu, eða jafnvel eftir tímabilið. Þá skulum við sjá hvort að það sé tími til kominn til að kalla þetta gott fyrir þennan leikmannahóp eða jafnvel þjálfarann,“ sagði Klopp er hann var spurður hvort velgengni liðsins væri að fjara út. „Þá skulum við velta þessu fyrir okkur. Á þessari stundu er ekki hundrað prósent sanngjarnt að dæma liðið af því að það þýðir að við þurfum að dæma allan leikmannahópinn og við erum ekki búnir að hafa alla klára undanfarið.“ „Okkur vantar gæði fram á við. Miðað við alla þessa leiki sem við erum að spila þá myndum við yfirleitt gera nokkrar breytingar á milli þeirra, en við getum það ekki. Þetta er svipuð staða á miðsvæðinu þar sem menn eru inn og út vegna meiðsla. Svona hefur staðan verið í nánast öllum stöðum á vellinum.“ „Við búumst við meira af okkur sjálfum. Leikmennirnir búast við meiru og ég býst við meiru frá þeim, en við verðum að vera vissir um að við séum að taka skref í rétta átt,“ sagði Klopp að lokum. Jurgen Klopp on Liverpool future: “The judgement on this team will be asked at the end of the season. We do our job in public”. 🔴 #LFC“We are all out there to be judged, manager, players… but I don't think about it. At the moment it's not 100% fair to judge us”. pic.twitter.com/kwHpWihBmh— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 31, 2022 Liverpool tekur á móti Napoli í lokaumferð riðlekeppni Meistaradeildar Evropu í kvöld, en bæði lið hafa nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Klopp og lærisveinar hans geta þó enn stolið efsta sæti riðilsins af Napoli, en til þess að það gerist þarf liðið að vinna með að minnsta kosti fjögurra marka mun. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira
Liverpool hefur nú tapað tveimur deildarleikjum í röð, en báðir leikirnir voru gegn liðum sem flestir myndu telja hálfgerða skyldusigra fyrir liðið. Lverpool tapaði gegn Leeds síðastliðinn laugardag og viku áður hafði liðið tapað gegn nýliðum Nottingham Forest. Eftir tapleikina tvo situr Liverpool nú í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 16 stig eftir 12 leiki, 15 stigum á eftir toppliði Arsenal. „Við skulum fella dóma seinna á tímabilinu, eða jafnvel eftir tímabilið. Þá skulum við sjá hvort að það sé tími til kominn til að kalla þetta gott fyrir þennan leikmannahóp eða jafnvel þjálfarann,“ sagði Klopp er hann var spurður hvort velgengni liðsins væri að fjara út. „Þá skulum við velta þessu fyrir okkur. Á þessari stundu er ekki hundrað prósent sanngjarnt að dæma liðið af því að það þýðir að við þurfum að dæma allan leikmannahópinn og við erum ekki búnir að hafa alla klára undanfarið.“ „Okkur vantar gæði fram á við. Miðað við alla þessa leiki sem við erum að spila þá myndum við yfirleitt gera nokkrar breytingar á milli þeirra, en við getum það ekki. Þetta er svipuð staða á miðsvæðinu þar sem menn eru inn og út vegna meiðsla. Svona hefur staðan verið í nánast öllum stöðum á vellinum.“ „Við búumst við meira af okkur sjálfum. Leikmennirnir búast við meiru og ég býst við meiru frá þeim, en við verðum að vera vissir um að við séum að taka skref í rétta átt,“ sagði Klopp að lokum. Jurgen Klopp on Liverpool future: “The judgement on this team will be asked at the end of the season. We do our job in public”. 🔴 #LFC“We are all out there to be judged, manager, players… but I don't think about it. At the moment it's not 100% fair to judge us”. pic.twitter.com/kwHpWihBmh— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 31, 2022 Liverpool tekur á móti Napoli í lokaumferð riðlekeppni Meistaradeildar Evropu í kvöld, en bæði lið hafa nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Klopp og lærisveinar hans geta þó enn stolið efsta sæti riðilsins af Napoli, en til þess að það gerist þarf liðið að vinna með að minnsta kosti fjögurra marka mun.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira