Klopp biður fólk um að dæma Liverpool ekki fyrr en eftir tímabilið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. nóvember 2022 17:45 Jürgen Klopp biður fólk um að bíða með sleggjudómana þangað til eftir tímabilið. Nathan Stirk/Getty Images Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liveprool, segir það ekki sanngjarnt að fólk dæmi um það hvort velgengni liðsins sé lokið í bili á þessum tímapunkti. Hann segir að slíkir sleggjudómar ættu frekar að falla að tímabilinu loknu. Liverpool hefur nú tapað tveimur deildarleikjum í röð, en báðir leikirnir voru gegn liðum sem flestir myndu telja hálfgerða skyldusigra fyrir liðið. Lverpool tapaði gegn Leeds síðastliðinn laugardag og viku áður hafði liðið tapað gegn nýliðum Nottingham Forest. Eftir tapleikina tvo situr Liverpool nú í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 16 stig eftir 12 leiki, 15 stigum á eftir toppliði Arsenal. „Við skulum fella dóma seinna á tímabilinu, eða jafnvel eftir tímabilið. Þá skulum við sjá hvort að það sé tími til kominn til að kalla þetta gott fyrir þennan leikmannahóp eða jafnvel þjálfarann,“ sagði Klopp er hann var spurður hvort velgengni liðsins væri að fjara út. „Þá skulum við velta þessu fyrir okkur. Á þessari stundu er ekki hundrað prósent sanngjarnt að dæma liðið af því að það þýðir að við þurfum að dæma allan leikmannahópinn og við erum ekki búnir að hafa alla klára undanfarið.“ „Okkur vantar gæði fram á við. Miðað við alla þessa leiki sem við erum að spila þá myndum við yfirleitt gera nokkrar breytingar á milli þeirra, en við getum það ekki. Þetta er svipuð staða á miðsvæðinu þar sem menn eru inn og út vegna meiðsla. Svona hefur staðan verið í nánast öllum stöðum á vellinum.“ „Við búumst við meira af okkur sjálfum. Leikmennirnir búast við meiru og ég býst við meiru frá þeim, en við verðum að vera vissir um að við séum að taka skref í rétta átt,“ sagði Klopp að lokum. Jurgen Klopp on Liverpool future: “The judgement on this team will be asked at the end of the season. We do our job in public”. 🔴 #LFC“We are all out there to be judged, manager, players… but I don't think about it. At the moment it's not 100% fair to judge us”. pic.twitter.com/kwHpWihBmh— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 31, 2022 Liverpool tekur á móti Napoli í lokaumferð riðlekeppni Meistaradeildar Evropu í kvöld, en bæði lið hafa nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Klopp og lærisveinar hans geta þó enn stolið efsta sæti riðilsins af Napoli, en til þess að það gerist þarf liðið að vinna með að minnsta kosti fjögurra marka mun. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Liverpool hefur nú tapað tveimur deildarleikjum í röð, en báðir leikirnir voru gegn liðum sem flestir myndu telja hálfgerða skyldusigra fyrir liðið. Lverpool tapaði gegn Leeds síðastliðinn laugardag og viku áður hafði liðið tapað gegn nýliðum Nottingham Forest. Eftir tapleikina tvo situr Liverpool nú í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 16 stig eftir 12 leiki, 15 stigum á eftir toppliði Arsenal. „Við skulum fella dóma seinna á tímabilinu, eða jafnvel eftir tímabilið. Þá skulum við sjá hvort að það sé tími til kominn til að kalla þetta gott fyrir þennan leikmannahóp eða jafnvel þjálfarann,“ sagði Klopp er hann var spurður hvort velgengni liðsins væri að fjara út. „Þá skulum við velta þessu fyrir okkur. Á þessari stundu er ekki hundrað prósent sanngjarnt að dæma liðið af því að það þýðir að við þurfum að dæma allan leikmannahópinn og við erum ekki búnir að hafa alla klára undanfarið.“ „Okkur vantar gæði fram á við. Miðað við alla þessa leiki sem við erum að spila þá myndum við yfirleitt gera nokkrar breytingar á milli þeirra, en við getum það ekki. Þetta er svipuð staða á miðsvæðinu þar sem menn eru inn og út vegna meiðsla. Svona hefur staðan verið í nánast öllum stöðum á vellinum.“ „Við búumst við meira af okkur sjálfum. Leikmennirnir búast við meiru og ég býst við meiru frá þeim, en við verðum að vera vissir um að við séum að taka skref í rétta átt,“ sagði Klopp að lokum. Jurgen Klopp on Liverpool future: “The judgement on this team will be asked at the end of the season. We do our job in public”. 🔴 #LFC“We are all out there to be judged, manager, players… but I don't think about it. At the moment it's not 100% fair to judge us”. pic.twitter.com/kwHpWihBmh— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 31, 2022 Liverpool tekur á móti Napoli í lokaumferð riðlekeppni Meistaradeildar Evropu í kvöld, en bæði lið hafa nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Klopp og lærisveinar hans geta þó enn stolið efsta sæti riðilsins af Napoli, en til þess að það gerist þarf liðið að vinna með að minnsta kosti fjögurra marka mun.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira