„Ég óttast nákvæmlega ekki neitt“ Árni Sæberg skrifar 31. október 2022 19:57 Það stefnir í harða baráttu um formannsstól Sjálfstæðisflokksins. Vísir Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki óttast um ráðherrastól sinn tapi hann formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bjarni segir að spyrja þurfi að því að leikslokum og að hann trúi því að kosningabaráttan verði drengileg. Þeir Bjarni og Guðlaugur Þór mættust í fyrsta skipti frá því að Guðlaugur Þór lýsti yfir framboði sínu í Fréttavaktinni á Hringbraut nú í kvöld. Í upphafi þáttar sagði Guðlaugur Þór að framboð hans væri ekki vantraustsyfirlýsing á hendur Bjarna. „Við státum okkur réttilega af því að vera með lýðræðisveislur reglulega. Það er nú bara þannig að við keppumst um sæti, í prófkjörum, á landsfundum og það er ekkert nýtt í því. Þetta verður ekki fyrsta eða síðasta kosning sem fer fram á landsfundi,“ sagði hann. Bjarni sagði að framboð Guðlaugs Þórs hafi ekki komið honum á óvart en þó hafi tímasetning þess gert það. Tímasetningin sé óheppileg svo snemma á kjörtímabilinu og í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi. Eðlilegra væri að menn færu fram í aðdraganda kosninga. Guðlaugur sagði hins vegar að um góða tímasetningu væri að ræða. Stutt sé í kosningar, aðeins þrjú ár, og mikilvægt sé að undirbúa flokkinn fyrir þær. „Ef þú verður kosinn formaður þá kem ég aftur heim“ Guðlaugur Þór sagðist ekki vera í framboði eða mættur í kappræður til þess að gagnrýna störf Bjarna. Hann hafi einfaldlega fundið fyrir vilja innan flokksins að skipt yrði um formann. Hann viti að flokkurinn hafi tapað kjósendum undanfarið. „Núna þegar þetta er komið fram þá er fólk sem er fyrir utan flokkinn og var hjá okkur sem segir að ef þú verður kosinn formaður þá kem ég aftur heim. Mér þykir vænt um það,“ sagði Guðlaugur. Ræðir glaður Íslandsbankaskýrsluna Bjarni sagðist ekki óttast neinar þær spurningar sem hann mun fá í kosningabaráttunni. Til dæmis muni hann glaður ræða skýrslu um sölu þriðjungs af hluta ríkisins í Íslandsbanka, þó hún sé reyndar ekki komin út. „Mér líður stundum eins og gömlum hermanni í þessu. Maður hefur fengið skrámur og einstaka ör en það er búið að sauma það allt saman og maður heldur áfram og maður er reynslunni ríkari,“ sagði Bjarni. Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Þeir Bjarni og Guðlaugur Þór mættust í fyrsta skipti frá því að Guðlaugur Þór lýsti yfir framboði sínu í Fréttavaktinni á Hringbraut nú í kvöld. Í upphafi þáttar sagði Guðlaugur Þór að framboð hans væri ekki vantraustsyfirlýsing á hendur Bjarna. „Við státum okkur réttilega af því að vera með lýðræðisveislur reglulega. Það er nú bara þannig að við keppumst um sæti, í prófkjörum, á landsfundum og það er ekkert nýtt í því. Þetta verður ekki fyrsta eða síðasta kosning sem fer fram á landsfundi,“ sagði hann. Bjarni sagði að framboð Guðlaugs Þórs hafi ekki komið honum á óvart en þó hafi tímasetning þess gert það. Tímasetningin sé óheppileg svo snemma á kjörtímabilinu og í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi. Eðlilegra væri að menn færu fram í aðdraganda kosninga. Guðlaugur sagði hins vegar að um góða tímasetningu væri að ræða. Stutt sé í kosningar, aðeins þrjú ár, og mikilvægt sé að undirbúa flokkinn fyrir þær. „Ef þú verður kosinn formaður þá kem ég aftur heim“ Guðlaugur Þór sagðist ekki vera í framboði eða mættur í kappræður til þess að gagnrýna störf Bjarna. Hann hafi einfaldlega fundið fyrir vilja innan flokksins að skipt yrði um formann. Hann viti að flokkurinn hafi tapað kjósendum undanfarið. „Núna þegar þetta er komið fram þá er fólk sem er fyrir utan flokkinn og var hjá okkur sem segir að ef þú verður kosinn formaður þá kem ég aftur heim. Mér þykir vænt um það,“ sagði Guðlaugur. Ræðir glaður Íslandsbankaskýrsluna Bjarni sagðist ekki óttast neinar þær spurningar sem hann mun fá í kosningabaráttunni. Til dæmis muni hann glaður ræða skýrslu um sölu þriðjungs af hluta ríkisins í Íslandsbanka, þó hún sé reyndar ekki komin út. „Mér líður stundum eins og gömlum hermanni í þessu. Maður hefur fengið skrámur og einstaka ör en það er búið að sauma það allt saman og maður heldur áfram og maður er reynslunni ríkari,“ sagði Bjarni.
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent