Fylgið muni ekki rjúka upp þótt skipt yrði um formann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. október 2022 23:00 Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Stjórnmálafræðingur telur að mannabreytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins myndu ekki duga til að færa fylgi flokksins nær því sem það var fyrir rúmlega áratug síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur tilkynnt um framboð til formanns flokksins, gegn Bjarna Benediktssyni, formanni og fjármálaráðherra. Guðlaugur boðaði til fundar í Valhöll í dag, þar sem hann tilkynnti formlega að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis formanns flokksins á landsfundi sem fer fram næstu helgi. Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur ljóst að Guðlaugur telji sig eiga mikla möguleika á að bera sigur úr býtum í formannsslagnum. Það sé ekki alltaf svo þegar fólk bjóði sig fram til forystu innan stjórnmálaflokka. „Mér fyndist ólíklegt að þetta væri táknrænt framboð, bara vegna þess eins að Guðlaugur Þór er búinn að vera svo lengi í pólitík. Þetta er ekki eins og sum framboð sem maður hefur séð, þar sem fólk er að reyna að vekja athygli á sér. Guðlaugur Þór þarf þess ekki,“ segir Eva. Lesa megi í orð Bjarna á fleiri en einn veg Bjarni Benediktsson hefur þá gefið það út að tapi hann formannsslagnum þýði það að hans tíma í pólitík verði lokið. Eva segir tvær leiðir helstar til að lesa í þau orð: „Ég held að það sé hægt að lesa í það með tvennum hætti. Ef hann tapar fyrir Guðlaugi þá gæti verið eðlileg krafa að nýr formaður tæki við forystuhlutverki innan ríkisstjórnarsamstarfsins,“ segir Eva, en bendir þó á að breytingar þar á geti verið gerðar í áföngum. „Það er líka hægt að skilja þetta með þeim hætti að hann sé að vekja athygli á því að mögulega sé ríkisstjórnarsamstarfið í uppnámi ef skipt verður um formann. Það er ekkert víst, og fer bara eftir því hvernig fólk myndi bregðast við því, innan hinna flokkanna,“ segir Eva. Sá fyrirvari geti þó annað hvort verið taktískur í aðdraganda formannskjörsins, eða það sé hreinlega rétt hjá Bjarna að breytingar í forystu flokksins myndu setja ríkisstjórnarsamstarfið í uppnám. Eva bendir á að þegar ríkisstjórnarflokkar stokki upp í forystu sinni geri þeir það alla jafna nær kosningum en nú er raunin. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagðist Bjarni hafa greint frá þessu til þess að deila því með fólki að hann væri tilbúinn að leggja allt undir í formannsslagnum. Ekki ávísun á stökk í fylgi Guðlaugur hefur talað fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að snúa vörn í sókn, eftir að hafa unnið „varnarsigra“ í kosningum upp á síðkastið. Flokkurinn þurfi að höfða til fleira fólks og auka við fylgi sitt. „Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að vera stærsti flokkurinn. Hann á alltaf að vera langstærsti flokkurinn,“ sagði Guðlaugur fyrir troðfullum fundarsal í Valhöll fyrr í dag. Eva segir þó ekki sennilegt að uppstokkun á forystu flokksins ein og sér muni auka fylgi hans til muna, þó ný forysta geti aflað flokkinum einhvers aukins stuðnings. Breytingar sem hafi orðið á flokkakerfinu á síðustu árum, þá einkum fjölgun flokka á þingi, geri það hins vegar ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn muni fá samskonar fylgi og fyrir efnahagshrunið 2008. „Það má skilja það á Guðlaugi að Sjálfstæðisflokkur með um það bil fjórðungs fylgi þurfi ekki að vera óbreytt til framtíðar, og að afla þurfi meira fylgis. En ég myndi, sem stjórnmálafræðingur og sérfræðingur um flokkakerfið, segja: Við búum við breytt kerfi, og það er ekkert sem mun breytast á einni nóttu. Ég sé ekki að það verði nein umbylting á stöðu flokksins eins og hún er í dag,“ segir Eva. Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Guðlaugur boðaði til fundar í Valhöll í dag, þar sem hann tilkynnti formlega að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis formanns flokksins á landsfundi sem fer fram næstu helgi. Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur ljóst að Guðlaugur telji sig eiga mikla möguleika á að bera sigur úr býtum í formannsslagnum. Það sé ekki alltaf svo þegar fólk bjóði sig fram til forystu innan stjórnmálaflokka. „Mér fyndist ólíklegt að þetta væri táknrænt framboð, bara vegna þess eins að Guðlaugur Þór er búinn að vera svo lengi í pólitík. Þetta er ekki eins og sum framboð sem maður hefur séð, þar sem fólk er að reyna að vekja athygli á sér. Guðlaugur Þór þarf þess ekki,“ segir Eva. Lesa megi í orð Bjarna á fleiri en einn veg Bjarni Benediktsson hefur þá gefið það út að tapi hann formannsslagnum þýði það að hans tíma í pólitík verði lokið. Eva segir tvær leiðir helstar til að lesa í þau orð: „Ég held að það sé hægt að lesa í það með tvennum hætti. Ef hann tapar fyrir Guðlaugi þá gæti verið eðlileg krafa að nýr formaður tæki við forystuhlutverki innan ríkisstjórnarsamstarfsins,“ segir Eva, en bendir þó á að breytingar þar á geti verið gerðar í áföngum. „Það er líka hægt að skilja þetta með þeim hætti að hann sé að vekja athygli á því að mögulega sé ríkisstjórnarsamstarfið í uppnámi ef skipt verður um formann. Það er ekkert víst, og fer bara eftir því hvernig fólk myndi bregðast við því, innan hinna flokkanna,“ segir Eva. Sá fyrirvari geti þó annað hvort verið taktískur í aðdraganda formannskjörsins, eða það sé hreinlega rétt hjá Bjarna að breytingar í forystu flokksins myndu setja ríkisstjórnarsamstarfið í uppnám. Eva bendir á að þegar ríkisstjórnarflokkar stokki upp í forystu sinni geri þeir það alla jafna nær kosningum en nú er raunin. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagðist Bjarni hafa greint frá þessu til þess að deila því með fólki að hann væri tilbúinn að leggja allt undir í formannsslagnum. Ekki ávísun á stökk í fylgi Guðlaugur hefur talað fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að snúa vörn í sókn, eftir að hafa unnið „varnarsigra“ í kosningum upp á síðkastið. Flokkurinn þurfi að höfða til fleira fólks og auka við fylgi sitt. „Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að vera stærsti flokkurinn. Hann á alltaf að vera langstærsti flokkurinn,“ sagði Guðlaugur fyrir troðfullum fundarsal í Valhöll fyrr í dag. Eva segir þó ekki sennilegt að uppstokkun á forystu flokksins ein og sér muni auka fylgi hans til muna, þó ný forysta geti aflað flokkinum einhvers aukins stuðnings. Breytingar sem hafi orðið á flokkakerfinu á síðustu árum, þá einkum fjölgun flokka á þingi, geri það hins vegar ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn muni fá samskonar fylgi og fyrir efnahagshrunið 2008. „Það má skilja það á Guðlaugi að Sjálfstæðisflokkur með um það bil fjórðungs fylgi þurfi ekki að vera óbreytt til framtíðar, og að afla þurfi meira fylgis. En ég myndi, sem stjórnmálafræðingur og sérfræðingur um flokkakerfið, segja: Við búum við breytt kerfi, og það er ekkert sem mun breytast á einni nóttu. Ég sé ekki að það verði nein umbylting á stöðu flokksins eins og hún er í dag,“ segir Eva.
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira