Brunavarnir Árnessýslu óska eftir nýjum slökkviliðsmönnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. október 2022 15:04 Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri heldur utan um kynninguna þriðjudagskvöldið 1. nóvember klukkan 20:00 í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brunavarnir Árnessýslu leita nú af nýjum slökkviliðsmönnum en í dag eru um 130 slökkviliðsmenn, sem dreifast á 7 slökkviliðsstöðvar starfandi hjá brunavörnum. Ráða þarf tíu til fimmtán nýja slökkviliðsmenn, ekki síst í slökkviliðin í Uppsveitum Árnessýslu. Brunavarnir Árnessýslu er eitt af öflugu slökkviliðunum á landsbyggðinni með höfuðstöðvar sínar í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Nokkrir fastir starfsmenn starfa hjá brunavörnum og svo eru það slökkviliðsmennirnir 130, sem eru í hlutastarfi. Alltaf er töluverð starfsmannavelta í svona hópi og því þarf reglulega að ráða nýja slökkviliðsmenn og þjálfa þá upp. Þriðjudagskvöldið 1. nóvember hafa Brunavarnir Árnessýslu boðað til kynningarfundar fyrir áhugasama um starf í slökkviliðinu. Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri heldur utan um kynninguna. „Við gerum þetta annað hvert ár, auglýsa eftir slökkviliðsmönnum. Við erum að leita af slökkviliðsmönnum á allar okkar stöðvar,“ segir Lárus. Lárus Kristinn segir að það sé ekki alveg ljóst hvað margir nýir slökkviliðsmenn verði ráðnir en ekki sé ólíklegt að þeir verði á milli 10 til 15. Og hvað ætlið þið að reyna að gera til að lokka fólk til að koma í slökkviliðið? „Við ætlum bara að sýna því hvað það er frábært fólk, sem vinnur hjá slökkviliðinu. Þetta getur verið líkamlega og andlega erfitt en þetta getur líka verið skemmtilegt og skemmtilegur hópur, sem fólk vinnur með.“ En hvað þarf viðkomandi að hafa til bruns að bera til að geta ráðið sig í slökkvilið? „Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð og vera orðin tvítugur að lágmarki. Hann þarf að standast þrekpróf og ýmis inntökupróf, sem þeir, sem koma til greina fara í gegnum,“ segir Lárus. Lárus Kristinn hvetur alla áhugasama til að mæta á kynningarfundinn næsta þriðjudagskvöld klukkan 20:00 í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. „Við erum bara að leita af fólki af öllum aldri og öllum kynjum,“ segir Lárus enn fremur. Starf slökkviliðsmanna er fjölbreytt og skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Slökkvilið Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Brunavarnir Árnessýslu er eitt af öflugu slökkviliðunum á landsbyggðinni með höfuðstöðvar sínar í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Nokkrir fastir starfsmenn starfa hjá brunavörnum og svo eru það slökkviliðsmennirnir 130, sem eru í hlutastarfi. Alltaf er töluverð starfsmannavelta í svona hópi og því þarf reglulega að ráða nýja slökkviliðsmenn og þjálfa þá upp. Þriðjudagskvöldið 1. nóvember hafa Brunavarnir Árnessýslu boðað til kynningarfundar fyrir áhugasama um starf í slökkviliðinu. Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri heldur utan um kynninguna. „Við gerum þetta annað hvert ár, auglýsa eftir slökkviliðsmönnum. Við erum að leita af slökkviliðsmönnum á allar okkar stöðvar,“ segir Lárus. Lárus Kristinn segir að það sé ekki alveg ljóst hvað margir nýir slökkviliðsmenn verði ráðnir en ekki sé ólíklegt að þeir verði á milli 10 til 15. Og hvað ætlið þið að reyna að gera til að lokka fólk til að koma í slökkviliðið? „Við ætlum bara að sýna því hvað það er frábært fólk, sem vinnur hjá slökkviliðinu. Þetta getur verið líkamlega og andlega erfitt en þetta getur líka verið skemmtilegt og skemmtilegur hópur, sem fólk vinnur með.“ En hvað þarf viðkomandi að hafa til bruns að bera til að geta ráðið sig í slökkvilið? „Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð og vera orðin tvítugur að lágmarki. Hann þarf að standast þrekpróf og ýmis inntökupróf, sem þeir, sem koma til greina fara í gegnum,“ segir Lárus. Lárus Kristinn hvetur alla áhugasama til að mæta á kynningarfundinn næsta þriðjudagskvöld klukkan 20:00 í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. „Við erum bara að leita af fólki af öllum aldri og öllum kynjum,“ segir Lárus enn fremur. Starf slökkviliðsmanna er fjölbreytt og skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Slökkvilið Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira