Mbl greindi fyrst frá málinu en fundurinn er sagður hafa verið til kynningar á málinu. Haft er eftir Aðalsteini Rúnari Björnssyni þar sem hann segir undirbúning stofnunar nýs félags hafa staðið yfir í nokkrar vikur.
Einnig telji hann að stjórn Eflingar hafi brotið lög hvað varðar skipun fulltrúa á þing ASÍ. Til umræðu hafi verið að hópurinn myndi ganga í Alþjóðasamband flutningaverkamanna í kjölfar þess að kjarasamningar renni út á þriðjudag.
Ríkisútvarpið greinir frá því að hafnarverkamenn vilji með þessu færa valdið nær hinum almenna starfsmanni en hópurinn vilji fá sæti við borðið.