Svandís segir Íslendinga geta gert betur í dýravelferð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. október 2022 13:01 Svandís óskar eftir svörum frá MAST um framkvæmd á eftirliti með dýravelferð. vísir/vilhelm Matvælaráðherra segir ástæðu til að ætla að Íslendingar geti gert betur í dýravelferð. Hún hefur kallað eftir svörum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits og verkferla í dýravelferðarmálum. Á liðnu ári hafa nokkur mál komið upp sem hafa vakið upp spurningar um eftirlit Matvælastofnunar með dýravelferð. Nýverið lýstu Samtök um dýravelferð á Íslandi yfir miklum efasemdum um hæfni MAST til að sinna eftirlitinu vegna máls er varðar vanrækslu hrossa í Borgarfirði. Ítrekuð erindi höfðu verið send til stofnunarinnar áður en gripið var til aðgerða. Fyrir rúmri viku voru hrossin tekin af eiganda vegna vanfóðrunar og vanhirðu en við skoðun MAST á þeim tíma kom í ljós að ástand þrettán hrossa var það slæmt að þau voru aflífuð samdægurs. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra óskaði í vikunni eftir upplysingum frá MAST um framkvæmd eftirlitsins. Hún segir gríðarlega mikilvægt að dýravelferðarlöggjöf sé virt. „Og að þau sem eru að halda dýr geri það af virðingu við dýrin og í samræmi við löggjöfina. Þegar ég sé að það er verið að ganga mögulega á svig við þessa löggjöf spyr ég mína eftirlitsstofnun hvernig eftirlitinu sé háttað. Og ekki síst hvernig upplýsingamiðlun til almennings sé háttað á meðan verið er að sinna eftirlitinu,“ segir Svandís um ástæður þess að hún hefur óskað eftir skýringum. Í grein sem formaður Dýraverndarsambandsins skrifaði og birti á Vísi í gær er lýst yfir áhyggjum af fleiri alvarlegum málum sem tengjast búfénaði. Hrossamálið er sagt hafa endað á óviðunandi hátt og sambandið krefst þess að öðrum dýrum verði komið í örugga umsjá á meðan mál þeirra séu til meðferðar. Ríkisendurskoðun hefur að eigin frumkvæði ákveðið að ráðast í úttekt á dýravelferðarmálum í landinu og Svandís segist fagna því. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að fá þennan hlutlausa aðila til þess að horfa á þetta eftirlit og þetta utanumhald; lagasetninguna, hvernig framkvæmdin er að eiga sér stað og svo framvegis. Virðing fyrir dýrum er sem betur fer eitthvað sem er vaxandi í umræðunni, að dýrin eigi sjálfstæðan rétt á því að borin sé virðing fyrir þeim og ég hef ástæðu til að ætla að við getum gert betur þarna,“ segir Svandís. Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Á liðnu ári hafa nokkur mál komið upp sem hafa vakið upp spurningar um eftirlit Matvælastofnunar með dýravelferð. Nýverið lýstu Samtök um dýravelferð á Íslandi yfir miklum efasemdum um hæfni MAST til að sinna eftirlitinu vegna máls er varðar vanrækslu hrossa í Borgarfirði. Ítrekuð erindi höfðu verið send til stofnunarinnar áður en gripið var til aðgerða. Fyrir rúmri viku voru hrossin tekin af eiganda vegna vanfóðrunar og vanhirðu en við skoðun MAST á þeim tíma kom í ljós að ástand þrettán hrossa var það slæmt að þau voru aflífuð samdægurs. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra óskaði í vikunni eftir upplysingum frá MAST um framkvæmd eftirlitsins. Hún segir gríðarlega mikilvægt að dýravelferðarlöggjöf sé virt. „Og að þau sem eru að halda dýr geri það af virðingu við dýrin og í samræmi við löggjöfina. Þegar ég sé að það er verið að ganga mögulega á svig við þessa löggjöf spyr ég mína eftirlitsstofnun hvernig eftirlitinu sé háttað. Og ekki síst hvernig upplýsingamiðlun til almennings sé háttað á meðan verið er að sinna eftirlitinu,“ segir Svandís um ástæður þess að hún hefur óskað eftir skýringum. Í grein sem formaður Dýraverndarsambandsins skrifaði og birti á Vísi í gær er lýst yfir áhyggjum af fleiri alvarlegum málum sem tengjast búfénaði. Hrossamálið er sagt hafa endað á óviðunandi hátt og sambandið krefst þess að öðrum dýrum verði komið í örugga umsjá á meðan mál þeirra séu til meðferðar. Ríkisendurskoðun hefur að eigin frumkvæði ákveðið að ráðast í úttekt á dýravelferðarmálum í landinu og Svandís segist fagna því. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að fá þennan hlutlausa aðila til þess að horfa á þetta eftirlit og þetta utanumhald; lagasetninguna, hvernig framkvæmdin er að eiga sér stað og svo framvegis. Virðing fyrir dýrum er sem betur fer eitthvað sem er vaxandi í umræðunni, að dýrin eigi sjálfstæðan rétt á því að borin sé virðing fyrir þeim og ég hef ástæðu til að ætla að við getum gert betur þarna,“ segir Svandís.
Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira