„Reiðir“ fyrrverandi liðsfélagar bíða Söru í dag Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 08:31 Sara Björk Gunnarsdóttir varð Evrópumeistari með Lyon í vor. Hún spilaði þó mun minna en ella með liðinu á síðustu leiktíð vegna barneigna. Getty/Jonathan Moscrop Fyrir fimm mánuðum varð Sara Björk Gunnarsdóttir Evrópumeistari í fótbolta í annað sinn. Í dag mætir hún liðsfélögunum sem hún fagnaði titlinum með, þegar Juventus og Lyon mætast í afar mikilvægum leik í Meistaradeild Evrópu. Sara og stöllur hennar í Juventus fögnuðu 2-0 útisigri gegn Zürich í síðustu viku, í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeildinni. Á sama tíma töpuðu Evrópumeistararnir í Lyon ansi óvænt, og stórt, gegn Arsenal á heiamvelli, 5-1. Linda Sembrant, sænskur liðsfélagi Söru hjá Juventus, segir að þess vegna muni leikmenn Lyon enn frekar vilja svara fyrir sig í Tórínó í dag. „Þær eru reiðar núna. Þær eru ekki vanar því að tapa eins og þær gerðu gegn Arsenal. En við þurfum að hugsa um okkur og okkar leik. Við höfum undirbúið okkur afar vel og ætlum að gera allt til að ná fram góðum úrslitum,“ sagði Sembrant á blaðamannafundi í gær. Juventus komst nálægt því að slá út Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð, þegar liðið vann 2-1 heimasigur en varð svo að sætta sig við 3-1 tap í Frakklandi. „Þetta er nýr leikur og nýtt tímabil. Við höfum áður mætt Lyon en við höfum vaxið mikið. Við erum allt annað lið en þegar ég mætti hingað fyrst, við höfum bætt okkur, og við getum ekki beðið eftir því að mæta Lyon,“ sagði Sembrant og kvaðst vonast eftir alvöru meistaradeildarstemningu á Allianz-leikvanginum, þar sem leikurinn fer fram. Leikur Juventus og Lyon hefst klukkan 16:45 og verður hægt að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira
Sara og stöllur hennar í Juventus fögnuðu 2-0 útisigri gegn Zürich í síðustu viku, í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeildinni. Á sama tíma töpuðu Evrópumeistararnir í Lyon ansi óvænt, og stórt, gegn Arsenal á heiamvelli, 5-1. Linda Sembrant, sænskur liðsfélagi Söru hjá Juventus, segir að þess vegna muni leikmenn Lyon enn frekar vilja svara fyrir sig í Tórínó í dag. „Þær eru reiðar núna. Þær eru ekki vanar því að tapa eins og þær gerðu gegn Arsenal. En við þurfum að hugsa um okkur og okkar leik. Við höfum undirbúið okkur afar vel og ætlum að gera allt til að ná fram góðum úrslitum,“ sagði Sembrant á blaðamannafundi í gær. Juventus komst nálægt því að slá út Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð, þegar liðið vann 2-1 heimasigur en varð svo að sætta sig við 3-1 tap í Frakklandi. „Þetta er nýr leikur og nýtt tímabil. Við höfum áður mætt Lyon en við höfum vaxið mikið. Við erum allt annað lið en þegar ég mætti hingað fyrst, við höfum bætt okkur, og við getum ekki beðið eftir því að mæta Lyon,“ sagði Sembrant og kvaðst vonast eftir alvöru meistaradeildarstemningu á Allianz-leikvanginum, þar sem leikurinn fer fram. Leikur Juventus og Lyon hefst klukkan 16:45 og verður hægt að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira