Endurgera fyrsta leikinn í Unreal 5 Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2022 16:28 Geralt frá Rivia er mikil hetja. CD Projekt Red Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins CD Projekt Red tilkynntu í dag að eitt af mörgum verkefnum sem starfsmenn fyrirtækisins vinna að er að endurgera fyrsta leikinn í þríleiknum um skrímslaveiðimanninn Geralt frá Rivia. Leikurinn verður endurgerður frá grunni í Unreal 5. Witcher er fyrsti leikurinn sem fyrirtækið framleiddi en í yfirlýsingu frá CD Projekt Red segir að endurgerðin sé skammt á veg komin. Hún sé unnin í samstarfi við pólska leikjafyrirtækið Fool‘s Theory en þar vinni fyrir gamlir starfsmenn CPR. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast vilja endurgera leikinn á réttan hátt og bíða áhugasama um þolinmæði. We're thrilled to reveal that, together with @Fools_Theory, we're working on remaking The Witcher using Unreal Engine 5 (codename: Canis Majoris)! We want to do this right, so please be patient it's gonna be a while until we can share more details. https://t.co/6VCAokPgXs pic.twitter.com/ERFOXQrUEP— The Witcher (@witchergame) October 26, 2022 Leikirnir í söguheimi Witcher eru mjög vinsælir og þá sérstaklega sá þriðji í þríleiknum um Geralt frá Rivia. Þeir leikir gerast í söguheimi þar sem nokkrar víddir skullu saman. Við það strönduðu allskonar skrímsli, menn, dvergar, álfar og alls kyns verur saman í einum heimi með tilheyrandi deilum og átökum. Stökkbreyttir stríðsmenn flakka um heiminn og drepa skrímsli fyrir peninga. Geralt er einn af þeim. Leikirnir og þættirnir sem Netflix er að gera með Henry Cavill í aðahlutverki, byggja á sögum pólska rithöfundarins Andrzej Sapkowski. CD Projekt Red tilkynnti nýverið að fyrirtækið væri með mörg járn í eldinum og unnið væri að gerð margra leikja í mismunandi söguheimum. Endurgerð upprunalega Witcher-leiksins er ein af þeim og ber starfstitlinn Canis Majoris. Leikjavísir Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Witcher er fyrsti leikurinn sem fyrirtækið framleiddi en í yfirlýsingu frá CD Projekt Red segir að endurgerðin sé skammt á veg komin. Hún sé unnin í samstarfi við pólska leikjafyrirtækið Fool‘s Theory en þar vinni fyrir gamlir starfsmenn CPR. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast vilja endurgera leikinn á réttan hátt og bíða áhugasama um þolinmæði. We're thrilled to reveal that, together with @Fools_Theory, we're working on remaking The Witcher using Unreal Engine 5 (codename: Canis Majoris)! We want to do this right, so please be patient it's gonna be a while until we can share more details. https://t.co/6VCAokPgXs pic.twitter.com/ERFOXQrUEP— The Witcher (@witchergame) October 26, 2022 Leikirnir í söguheimi Witcher eru mjög vinsælir og þá sérstaklega sá þriðji í þríleiknum um Geralt frá Rivia. Þeir leikir gerast í söguheimi þar sem nokkrar víddir skullu saman. Við það strönduðu allskonar skrímsli, menn, dvergar, álfar og alls kyns verur saman í einum heimi með tilheyrandi deilum og átökum. Stökkbreyttir stríðsmenn flakka um heiminn og drepa skrímsli fyrir peninga. Geralt er einn af þeim. Leikirnir og þættirnir sem Netflix er að gera með Henry Cavill í aðahlutverki, byggja á sögum pólska rithöfundarins Andrzej Sapkowski. CD Projekt Red tilkynnti nýverið að fyrirtækið væri með mörg járn í eldinum og unnið væri að gerð margra leikja í mismunandi söguheimum. Endurgerð upprunalega Witcher-leiksins er ein af þeim og ber starfstitlinn Canis Majoris.
Leikjavísir Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira