Myndband: Ken Block skransar um Las Vegas á rafdrifnum Audi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. október 2022 07:00 Hoonitron í Las Vegas. Áhættu- og rallýökumaðurinn Ken Block hefur nú birt myndband sem ber titilinn Electrikhana þar sem hann skransar um götur og spilavíti Las Vegas á rafdrifnum Audi S1 Hoonitron. Í myndbandinu má sjá bregða fyrir ýmsum merkilegum kappakstursbílum. Drifrásin í Hoonitron bíl Block er fengin úr Formúla E bíl. Óljóst er hversu mikið afl nákvæmlega bíllinn hefur en ljóst er að það nægir til að drifta um Las Vegas og það á býsna mikilli ferð. Mælt er með að hljóðið sé haft á og átakanna notið. Bíllinn er búinn tveimur mótorum sem þýðir að hann er fjórhjóladrifinn. Block fór í gegnum meira en tvöfalt magn dekkja miðað við venjuleg myndbönd frá honum. Af myndbandinu að dæma virðist það ekki hafa verið mikið mál að tæta í gegnum dekkin á þessu tryllitæki. Meðal annarra bíla má sjá Audi Quattro Gruppe B A2 frá árinu 1984, 200 Trans Am frá 1988, 90 IMSA GTO frá 1989, Audi R8 LMP og fleiri. Þá má einnig sjá Tom Kristensen, nífaldan sigurvegara Le Mans sólarhringskappakstursins í myndbandinu. Ef vel er að gáð má líka sjá einhvern leika Elvis. Bílar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent
Drifrásin í Hoonitron bíl Block er fengin úr Formúla E bíl. Óljóst er hversu mikið afl nákvæmlega bíllinn hefur en ljóst er að það nægir til að drifta um Las Vegas og það á býsna mikilli ferð. Mælt er með að hljóðið sé haft á og átakanna notið. Bíllinn er búinn tveimur mótorum sem þýðir að hann er fjórhjóladrifinn. Block fór í gegnum meira en tvöfalt magn dekkja miðað við venjuleg myndbönd frá honum. Af myndbandinu að dæma virðist það ekki hafa verið mikið mál að tæta í gegnum dekkin á þessu tryllitæki. Meðal annarra bíla má sjá Audi Quattro Gruppe B A2 frá árinu 1984, 200 Trans Am frá 1988, 90 IMSA GTO frá 1989, Audi R8 LMP og fleiri. Þá má einnig sjá Tom Kristensen, nífaldan sigurvegara Le Mans sólarhringskappakstursins í myndbandinu. Ef vel er að gáð má líka sjá einhvern leika Elvis.
Bílar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent