Mundi varla eftir því að hafa skorað síðustu tvö mörkin gegn Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2022 09:01 Ómar Ingi Magnússon nýtti öll sjö vítaköst sín gegn Barcelona. getty/Frederic Scheidemann Það var þreyttur en sæll Ómar Ingi Magnússon sem ræddi við blaðamann Vísis daginn eftir að Magdeburg varði heimsmeistaratitil félagsliða í handbolta með sigri á Barcelona eftir framlengingu, 41-39. Ómar skoraði tólf mörk og var markahæstur á vellinum í úrslitaleiknum í fyrradag. Hann skoraði meðal annars síðustu tvö mörk Magdeburg í leiknum. „Það er fyrst og fremst geggjað að vinna og að verja titilinn finnst mér sterkt. Að vinna Barcelona í úrslitaleiknum tvö ár í röð. Þeir eru með hörkulið og þetta var hörkuleikur. Aðalmálið var að vinna,“ sagði Ómar, nýkominn heim til Þýskalands frá Sádí-Arabíu þar sem HM fór fram. Magdeburg var sterkari aðilinn framan af og komst mest sex mörkum yfir. En Barcelona breytti um vörn í upphafi seinni hálfleiks, komst inn í leikinn og jafnaði. Lokamínúturnar og framlengingin voru svo æsispennandi en þýsku meistararnir höfðu sigur. „Þeir breyttu um vörn og þá þurftum við aðeins að breyta um takt og finna nýjar lausnir. Síðan kom smá þreyta í okkur út af okkar leikstíl. Þetta verður erfiðara og erfiðara þegar líður á leiki og við vorum mestmegnis að spila á sömu mönnunum,“ sagði Ómar sem spilaði 68 mínútur í leiknum í fyrradag. Eina hvíldin sem Selfyssingurinn fékk var þegar hann var rekinn út af í seinni hálfleik. Sem fyrr sagði skoraði Ómar síðustu tvö mörk leiksins. Hann kannaðist þó varla við það þegar það var hermt upp á hann. „Jafnvel, ég man það ekki. Þetta er í svolítilli móðu,“ sagði Ómar. Ómar hefur unnið fjóra titla með Magdeburg.getty/Gregor Fischer Athygli vakti að þegar Magdeburg lenti í vandræðum með framliggjandi vörn Barcelona gerði Bennet Wiegert ekki breytingar á liðsskipan. Ómar og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru inni á allan tímann en Michael Damgaard og Philip Weber skiptu stöðu vinstri skyttu með sér. „Okkur þykir vænt um það. Við Gísli fáum mikið traust og erum mjög frjálsir,“ sagði Ómar. Gísli átti einnig stórleik; skoraði sex mörk og gaf átta stoðsendingar. Ómar lék ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum tveimur í undankeppni EM 2024 fyrr í mánuðinum vegna persónulegra ástæðna. Seinna gaf Magdeburg það út að hann hefði gengist undir ítarlega læknisrannsókn. Niðurstöður þeirra voru jákvæðar. Aðspurður vildi Ómar ekki tjá sig um hvað hafi verið að hrjá hann. Hann fer þó fljótlega í fyrirbyggjandi aðgerð en ætti ekki að missa af nema einum leik vegna hennar. „Það var allt í góðu. Ég vil ekki fara út í öll smáatriði en þetta var ekkert alvarlegt.“ Ómar og félagar í Magdeburg urðu þýskir meistarar á síðasta tímabili og taka því þátt í Meistaradeild Evrópu í vetur. „Þetta er frábært tækifæri, að spila fleiri erfiða leiki,“ sagði Ómar. „Við ætlum okkur langt og getum unnið öll lið. En við getum líka tapað fyrir öllum.“ Þýski handboltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Ómar skoraði tólf mörk og var markahæstur á vellinum í úrslitaleiknum í fyrradag. Hann skoraði meðal annars síðustu tvö mörk Magdeburg í leiknum. „Það er fyrst og fremst geggjað að vinna og að verja titilinn finnst mér sterkt. Að vinna Barcelona í úrslitaleiknum tvö ár í röð. Þeir eru með hörkulið og þetta var hörkuleikur. Aðalmálið var að vinna,“ sagði Ómar, nýkominn heim til Þýskalands frá Sádí-Arabíu þar sem HM fór fram. Magdeburg var sterkari aðilinn framan af og komst mest sex mörkum yfir. En Barcelona breytti um vörn í upphafi seinni hálfleiks, komst inn í leikinn og jafnaði. Lokamínúturnar og framlengingin voru svo æsispennandi en þýsku meistararnir höfðu sigur. „Þeir breyttu um vörn og þá þurftum við aðeins að breyta um takt og finna nýjar lausnir. Síðan kom smá þreyta í okkur út af okkar leikstíl. Þetta verður erfiðara og erfiðara þegar líður á leiki og við vorum mestmegnis að spila á sömu mönnunum,“ sagði Ómar sem spilaði 68 mínútur í leiknum í fyrradag. Eina hvíldin sem Selfyssingurinn fékk var þegar hann var rekinn út af í seinni hálfleik. Sem fyrr sagði skoraði Ómar síðustu tvö mörk leiksins. Hann kannaðist þó varla við það þegar það var hermt upp á hann. „Jafnvel, ég man það ekki. Þetta er í svolítilli móðu,“ sagði Ómar. Ómar hefur unnið fjóra titla með Magdeburg.getty/Gregor Fischer Athygli vakti að þegar Magdeburg lenti í vandræðum með framliggjandi vörn Barcelona gerði Bennet Wiegert ekki breytingar á liðsskipan. Ómar og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru inni á allan tímann en Michael Damgaard og Philip Weber skiptu stöðu vinstri skyttu með sér. „Okkur þykir vænt um það. Við Gísli fáum mikið traust og erum mjög frjálsir,“ sagði Ómar. Gísli átti einnig stórleik; skoraði sex mörk og gaf átta stoðsendingar. Ómar lék ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum tveimur í undankeppni EM 2024 fyrr í mánuðinum vegna persónulegra ástæðna. Seinna gaf Magdeburg það út að hann hefði gengist undir ítarlega læknisrannsókn. Niðurstöður þeirra voru jákvæðar. Aðspurður vildi Ómar ekki tjá sig um hvað hafi verið að hrjá hann. Hann fer þó fljótlega í fyrirbyggjandi aðgerð en ætti ekki að missa af nema einum leik vegna hennar. „Það var allt í góðu. Ég vil ekki fara út í öll smáatriði en þetta var ekkert alvarlegt.“ Ómar og félagar í Magdeburg urðu þýskir meistarar á síðasta tímabili og taka því þátt í Meistaradeild Evrópu í vetur. „Þetta er frábært tækifæri, að spila fleiri erfiða leiki,“ sagði Ómar. „Við ætlum okkur langt og getum unnið öll lið. En við getum líka tapað fyrir öllum.“
Þýski handboltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira