Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. október 2022 11:53 Björn Gíslason, borgarfulltrúi, segir íbúa í Árbæ krefjast þess að lónið verði fyllt að nýju. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. „Ég held að allir sem búa hér í Árbænum sjái það að þetta er falleinkunn fyrir Reykjavíkurborg og Orkuveituna. Þessi úrskurður er ótvíræður að þau höfðu ekki leyfi til að gera þetta,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Málið má rekja aftur til haustsins 2020 þegar Árbæjarlón var tæmt að frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur. Með því var ákveðið að Elliðaár fengju að renna nánast óheftar í sínum upprunalegu farvegum undir Árbæjarstíflu. Árbæjarlón varð til við byggingu rafstöðva í Elliðaám fyrir um hundrað árum. Krafa íbúa að fyllt verði í lónið Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði svo í síðustu viku, eftir að kæra barst henni frá íbúa í Árbæ, að skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar hafi borið að stöðva tæmingu lónsins á sínum tíma. Tæmingin teljist til framkvæmda sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess og slíkar framkvæmdir krefjist framkvæmdaleyfis. Nefndin gat hins vegar ekki úrskurðað hvort borginni beri að fylla aftur upp í lónið. „En ég held að það sé alveg augljóst mál að það verður krafa íbúa. Hvort íbúar þurfi að fara aftur að standa í að kæra það, það getur vel verið,“ segir Björn, sem er bæði íbúi í Árbæ og fulltrúi í íbúaráði hverfisins. „Ef þetta er ólögleg framkvæmd verður bara að fylla aftur í lónið. Það er ekkert annað í stöðunni að mínu mati og íbúa hér. Þetta hefur valdið mikilli úlfúð hér meðal íbúa í Árbæ og Breiðholti og raunar íbúa úr fleiri hverfum Reykjavíkur, enda fara þúsundir um Elliðaárdalinn.“ Segir vinnubrögðin til skammar Málið hafi ollið gríðarlegri gremju, enda hafi það ekki verið borið undir íbúa. „Þetta olli gríðarlegri gremju þegar lónið var tæmt. Hvað þá að gera þetta eins og Orkuveitan. Í skjóli nætur og það var ekki samráð við einn eða neinn.“ Björn sat haustið 2020 í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkurborgar en segir engan þar hafa vitað af framkvæmdinni. „Þetta eru skammarleg vinnubrögð af hálfu Orkuveitunnar og hvað þá að borgin skuli síðan ekki taka af skarið og stöðva svona framkvæmd. Það er til háborinnar skammar.“ Hann segist ætla að taka málið upp á fundi borgarstjórnar. „Það er mjög stór hópur sem vill að þetta verði fyllt.“ Úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála má finna hér að neðan. Tengd skjöl Úrskurður_ÚUA_í_máli_nrPDF656KBSækja skjal Reykjavík Skipulag Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45 Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Ég held að allir sem búa hér í Árbænum sjái það að þetta er falleinkunn fyrir Reykjavíkurborg og Orkuveituna. Þessi úrskurður er ótvíræður að þau höfðu ekki leyfi til að gera þetta,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Málið má rekja aftur til haustsins 2020 þegar Árbæjarlón var tæmt að frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur. Með því var ákveðið að Elliðaár fengju að renna nánast óheftar í sínum upprunalegu farvegum undir Árbæjarstíflu. Árbæjarlón varð til við byggingu rafstöðva í Elliðaám fyrir um hundrað árum. Krafa íbúa að fyllt verði í lónið Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði svo í síðustu viku, eftir að kæra barst henni frá íbúa í Árbæ, að skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar hafi borið að stöðva tæmingu lónsins á sínum tíma. Tæmingin teljist til framkvæmda sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess og slíkar framkvæmdir krefjist framkvæmdaleyfis. Nefndin gat hins vegar ekki úrskurðað hvort borginni beri að fylla aftur upp í lónið. „En ég held að það sé alveg augljóst mál að það verður krafa íbúa. Hvort íbúar þurfi að fara aftur að standa í að kæra það, það getur vel verið,“ segir Björn, sem er bæði íbúi í Árbæ og fulltrúi í íbúaráði hverfisins. „Ef þetta er ólögleg framkvæmd verður bara að fylla aftur í lónið. Það er ekkert annað í stöðunni að mínu mati og íbúa hér. Þetta hefur valdið mikilli úlfúð hér meðal íbúa í Árbæ og Breiðholti og raunar íbúa úr fleiri hverfum Reykjavíkur, enda fara þúsundir um Elliðaárdalinn.“ Segir vinnubrögðin til skammar Málið hafi ollið gríðarlegri gremju, enda hafi það ekki verið borið undir íbúa. „Þetta olli gríðarlegri gremju þegar lónið var tæmt. Hvað þá að gera þetta eins og Orkuveitan. Í skjóli nætur og það var ekki samráð við einn eða neinn.“ Björn sat haustið 2020 í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkurborgar en segir engan þar hafa vitað af framkvæmdinni. „Þetta eru skammarleg vinnubrögð af hálfu Orkuveitunnar og hvað þá að borgin skuli síðan ekki taka af skarið og stöðva svona framkvæmd. Það er til háborinnar skammar.“ Hann segist ætla að taka málið upp á fundi borgarstjórnar. „Það er mjög stór hópur sem vill að þetta verði fyllt.“ Úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála má finna hér að neðan. Tengd skjöl Úrskurður_ÚUA_í_máli_nrPDF656KBSækja skjal
Reykjavík Skipulag Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45 Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45
Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01