Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2022 09:31 Frá Hólum í Hjaltadal. Sigurjón Ólason „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. Hún er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2, sem fjallar um Hóla í Hjaltadal. Biskupsstóllinn var um aldir helsta valda- og menningarsetur landsins, höfuðstaður Norðurlands og vettvangur nokkurra af stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Þar var fyrsta prentsmiðja landsins og bændaskóli sem núna hefur þróast upp í háskóla. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, lýsir kynnum sínum af Hólum, sýnir hún okkur Hóladómkirkju og segir frá helstu dýrgripum hennar.Sigurjón Ólason „Við sjáum hér til dæmis tvo af alstærstu viðburðum Íslands gerast,“ segir Skúli Skúlason, prófessor og fyrrverandi rektor. Og nefnir annarsvegar þegar Íslendingar fóru undir Noregskonung árið 1262; það tengist mikið viðburðum í Skagafirði á Sturlungaöld, sem snertu biskupsetrið á Hólum. Hins vegar séu það siðaskiptin 1550 og barátta Jóns Arasonar í raun fyrir sjálfstæði þegar Danakonungur hafi tekið yfir. Skúli Skúlason, prófessor og fyrrverandi rektor á Hólum.Sigurjón Ólason „Það eru mjög margir Íslendingar sem tala um að fara heim að Hólum. Ég held að það sé mjög mörgum sem þykir vænt um Hóla,“ segir Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, sem segir skólann hafa markað sér sérstöðu með kennslu í hestafræði, ferðamáladeild og fiskeldis- og fiskalíffræðideild. Nemendur á fyrsta ári í reiðtúr.Sigurjón Ólason Hólar eru Mekka íslenska hestsins, segir hin norska Elisabeth Jansen, en hún stýrir hestafræðideild Hólaskóla. Sem eini skólinn í heiminum sem býður upp á háskólanám í íslenska hestinum, með þrjár reiðhallir, stærsta hesthús landsins, mikla sögu hrossaræktar og sögusetur íslenska hestsins geta Hólar vel talist höfuðból hestamennskunnar hérlendis. Við kynnumst jafnframt mannlífi á Hólum, hittum nemendur og skoðum bjórsetur Íslands. Þátturinn um Hóla er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Skagafjörður Hestar Þjóðkirkjan Fornminjar Trúmál Tengdar fréttir Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11 Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11 Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Hún er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2, sem fjallar um Hóla í Hjaltadal. Biskupsstóllinn var um aldir helsta valda- og menningarsetur landsins, höfuðstaður Norðurlands og vettvangur nokkurra af stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Þar var fyrsta prentsmiðja landsins og bændaskóli sem núna hefur þróast upp í háskóla. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, lýsir kynnum sínum af Hólum, sýnir hún okkur Hóladómkirkju og segir frá helstu dýrgripum hennar.Sigurjón Ólason „Við sjáum hér til dæmis tvo af alstærstu viðburðum Íslands gerast,“ segir Skúli Skúlason, prófessor og fyrrverandi rektor. Og nefnir annarsvegar þegar Íslendingar fóru undir Noregskonung árið 1262; það tengist mikið viðburðum í Skagafirði á Sturlungaöld, sem snertu biskupsetrið á Hólum. Hins vegar séu það siðaskiptin 1550 og barátta Jóns Arasonar í raun fyrir sjálfstæði þegar Danakonungur hafi tekið yfir. Skúli Skúlason, prófessor og fyrrverandi rektor á Hólum.Sigurjón Ólason „Það eru mjög margir Íslendingar sem tala um að fara heim að Hólum. Ég held að það sé mjög mörgum sem þykir vænt um Hóla,“ segir Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, sem segir skólann hafa markað sér sérstöðu með kennslu í hestafræði, ferðamáladeild og fiskeldis- og fiskalíffræðideild. Nemendur á fyrsta ári í reiðtúr.Sigurjón Ólason Hólar eru Mekka íslenska hestsins, segir hin norska Elisabeth Jansen, en hún stýrir hestafræðideild Hólaskóla. Sem eini skólinn í heiminum sem býður upp á háskólanám í íslenska hestinum, með þrjár reiðhallir, stærsta hesthús landsins, mikla sögu hrossaræktar og sögusetur íslenska hestsins geta Hólar vel talist höfuðból hestamennskunnar hérlendis. Við kynnumst jafnframt mannlífi á Hólum, hittum nemendur og skoðum bjórsetur Íslands. Þátturinn um Hóla er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Skagafjörður Hestar Þjóðkirkjan Fornminjar Trúmál Tengdar fréttir Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11 Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11 Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11
Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11
Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu