Handbolti

Ýmir og félagar töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ýmir Örn Gíslason í leik með Rhein-Neckar Löwen.
Ýmir Örn Gíslason í leik með Rhein-Neckar Löwen. Moritz Eden/City-Press GmbH via Getty Images

Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen máttu þola sitt fyrsta tap á tímabilinu er liðið heimsótti Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Ýmir og félagar voru með fullt hús stiga fyrir leikinn, en þurftu að sætta sig við þriggja marka tap, 32-29.

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks, en þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður náðu gestirnir í Rhein-Neckar Löwen tökum á leiknum. Þeir náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik, en heimamenn í Kiel náðu góðum spretti fyrir hálfleikshléið og jöfnuðu metin í 18-18 áður en flautað var til hálfleiks.

Það voru svo heimamenn í Kiel sem höfðu yfirhöndina í síðari hálfleik og liðið náði fjögurra marka forskoti þegar um sjö mínútur voru til leiksloka í stöðunni 30-26. Þá forystu létu þeir aldrei af hendi og unnu að lokum sterkan þriggja marka sigur, 32-29.

Rhein-Neckar Löwen og Kiel eru nú jöfn á toppi deildarinnar með 14 stigeftir átta leiki, stigi fyrir ofan Füchse Berlin sem á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×