„Þú mátt ekki segja íbúarnir og vera að vísa til allra“ Snorri Másson skrifar 24. október 2022 08:45 Ketill Sigurjónsson er framkvæmdastjóri Zephyr Iceland, sem hefur stórtæk áform um uppbyggingu vindmyllugarða víða um land, þar á meðal í Hvalfirði. Þar hefur áformunum verið harðlega mótmælt af sumum íbúum, þar á meðal Skúla Mogensen athafnamanni. Fjallað var um áformin í Íslandi í dag og lúxusböð Skúla heimsótt, sem vindmyllurnar eru sagðar munu skyggja á. Ketill segir í viðtali í Íslandi í dag að viðbrögðin sem rati í umræðuna um svona áform séu yfirleitt þau neikvæðu. „Þeir sem eru jákvæðir gagnvart svona verkefnum hafa sig yfirleitt ekki í frammi. En það er annars bara ofureðlilegt að það komi fram athugasemdir og ábendingar og mótmæli þess vegna. Það eru ekki allir sáttir um svona stór verkefni,“ segir Ketill. Ketill Sigurjónsson er framkvæmdastjóri Zephyr Iceland, sem hefur stórtæk áform um uppbyggingu vindmyllugarða víða um land, þar á meðal í Hvalfirði.Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann sjái málið öðrum augum en íbúarnir, sem hafa sagt þetta eins og að „krota inn í málverk eftir Kjarval“, segir Ketill mikilvægt að átta sig á að íbúarnir séu ekki sama og íbúarnir: „Þú mátt ekki segja íbúarnir og vera að vísa til allra.“ Vindmyllurnar eiga að rísa uppi á Brekkukambi sem er um 650 metra fjall. Sjálfar eiga þær að geta verið allt að 250 metra háar, sem þýðir að þær myndu gnæfa tæpan kílómetra upp í loftið. „Við höfum áhuga á þessu verkefni. Við myndum vilja sjá það verða að veruleika, en sjálft umhverfismatið er auðvitað eftir,“ segir Ketill. Ljósmynd með tölvugerðri grafík. Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. Í innslaginu að ofan eru einnig sýnd tölvuteiknuð myndbönd og rætt við Skúla Mogensen.Vísir/Bjarni Zephyr Iceland, eins og önnur orkufyrirtæki, fara inn í verkefni meðvituð um að hugsanlega verði ekki af þeim, en Ketill segir að Brekkukamburinn sé eitt þeirra verkefna sem fyrirtækið hefur trú á. „Vindorka verður að veruleika að einhverju marki. Það er mjög líklegt að vindmyllur muni í einhverri mynd rísa á Íslandi,“ segir Ketill. En hvar? „Já, ekki í bakgarðinum mínum. Það er náttúrulega bara algengt viðhorf,“ segir Ketill. „Ég vona samt að við og aðrir sem koma að vindorkuverkefnum á Íslandi munum bera gæfu til að reisa verkefni sem nokkuð breið sátt ríkir um, en það verður sennilega ekkert verkefni sem verður alger sátt um. Ég held að það sé ekki til svoleiðis orkuverkefni yfirleitt í dag.“ Vindorka Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. 20. október 2022 08:50 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Ketill segir í viðtali í Íslandi í dag að viðbrögðin sem rati í umræðuna um svona áform séu yfirleitt þau neikvæðu. „Þeir sem eru jákvæðir gagnvart svona verkefnum hafa sig yfirleitt ekki í frammi. En það er annars bara ofureðlilegt að það komi fram athugasemdir og ábendingar og mótmæli þess vegna. Það eru ekki allir sáttir um svona stór verkefni,“ segir Ketill. Ketill Sigurjónsson er framkvæmdastjóri Zephyr Iceland, sem hefur stórtæk áform um uppbyggingu vindmyllugarða víða um land, þar á meðal í Hvalfirði.Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann sjái málið öðrum augum en íbúarnir, sem hafa sagt þetta eins og að „krota inn í málverk eftir Kjarval“, segir Ketill mikilvægt að átta sig á að íbúarnir séu ekki sama og íbúarnir: „Þú mátt ekki segja íbúarnir og vera að vísa til allra.“ Vindmyllurnar eiga að rísa uppi á Brekkukambi sem er um 650 metra fjall. Sjálfar eiga þær að geta verið allt að 250 metra háar, sem þýðir að þær myndu gnæfa tæpan kílómetra upp í loftið. „Við höfum áhuga á þessu verkefni. Við myndum vilja sjá það verða að veruleika, en sjálft umhverfismatið er auðvitað eftir,“ segir Ketill. Ljósmynd með tölvugerðri grafík. Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. Í innslaginu að ofan eru einnig sýnd tölvuteiknuð myndbönd og rætt við Skúla Mogensen.Vísir/Bjarni Zephyr Iceland, eins og önnur orkufyrirtæki, fara inn í verkefni meðvituð um að hugsanlega verði ekki af þeim, en Ketill segir að Brekkukamburinn sé eitt þeirra verkefna sem fyrirtækið hefur trú á. „Vindorka verður að veruleika að einhverju marki. Það er mjög líklegt að vindmyllur muni í einhverri mynd rísa á Íslandi,“ segir Ketill. En hvar? „Já, ekki í bakgarðinum mínum. Það er náttúrulega bara algengt viðhorf,“ segir Ketill. „Ég vona samt að við og aðrir sem koma að vindorkuverkefnum á Íslandi munum bera gæfu til að reisa verkefni sem nokkuð breið sátt ríkir um, en það verður sennilega ekkert verkefni sem verður alger sátt um. Ég held að það sé ekki til svoleiðis orkuverkefni yfirleitt í dag.“
Vindorka Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. 20. október 2022 08:50 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. 20. október 2022 08:50
Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent