Handbolti

Aron og félagar styrktu stöðu sína á toppnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aron Pálmarsson í leik með Álaborg.
Aron Pálmarsson í leik með Álaborg. EPA-EFE/Tamas Vasvari

Aron Pálmarsson og félagar hans í danska úrvalsdeildarliðinu Álaborg styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar er liðið vann þriggja marka útisigur gegn SönderjyskE í dag, 33-36.

Aron og félagar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og náðu mest þriggja marka forskoti um miðjan hálfleikinn. Þeirri forystu héldu þeir fram að hléinu, en staðan var 14-17 þegar liðin gegnu til búningsherbergja.

Gestirnir frá Álaborg náðu fljótt sex marka forskoti í upphafi síðari hálfleiks, en heimamenn gáfust ekki upp og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Heimamenn náðu að minnka muninn niður í eitt mark um miðjan síðari hálfleik, en nær komust þeir ekki og niðurstaðan varð þriggja marka sigur Álaborgar, 33-36.

Aron skoraði eitt mark fyrir Álaborg í dag, en liðið trónir enn á toppi deildarinnar með 15 stig eftir átta leiki, þremur stigum meira en Kolding og GOG sem sitja í öðru og þriðja sæti, en GOG á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×