Klopp: Fengum nógu mörg færi til að vinna Hjörvar Ólafsson skrifar 22. október 2022 14:00 Jürgen Klopp á hliðarlínunni í leik liðanna í dag. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði lið sitt hafa fengið nógu mörg færi til þess að fá stig úr heimsókn sinni á City Ground í dag. „Ég hef útskýringu á reiðum höndum á frammistöðu liðsins en ég get ekki útskýrt úrslitin ef ég á að vera hreinskilinn. Við fengum fjögur til fimm frábær færi eftir föst leikatriði sem ég skil ekki hvernig við fórum að því að skora ekki úr," sagði Klopp að leik loknum en Nottingham Forest lagði Liverpool að velli með einu marki gegn einu. „Við vorum undirbúnir fyrir þá leikaðferð sem þeir settu upp og við vissum hvernig þeir myndu verjast gegn okkur. Við hefðum bara átt að klára þennan leik og nýta færin betur svo ég sé alveg hreinskilinn," sagði Þjóðverjinn enn fremur í samtali við BT Sport. „Markið sem þeir skora kemur eftir stór mistök hjá okkuar. Við missum boltann á vondum stað, gefum óþarfa aukaspyrnu á hættulegu fyrirgjafarfæri og markið kemur í kjölfarið. Önnur færi sem þeir fá komu eftir annars konar mistök hjá okkur," sagði Klopp um leikinn. „Við þurftum að gera margar breytingar frá leiknum gegn West Ham United og sumar þeirra á síðustu stundu. Það er augljóslega ekki ákjósanlegur undirbúningur fyrir erfiðan leik. Liðið hefur spilað sex leiki á skömmum tíma og þrjá leiki með hárri ákefð síðustu daga og það hefur tekið sinn toll. Það sást augljóslega að það vantaði takt og orku í liðið eftir að leikmenn höfðu sýnt stöðugleika í spilamennsku sinni síðustu vikurnar. Það er bara eins og það er og við breytum því ekki. Við hefðum getað gert betur á mörgum sviðum og náð í stigin sem við vildum," sagði hann. Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
„Ég hef útskýringu á reiðum höndum á frammistöðu liðsins en ég get ekki útskýrt úrslitin ef ég á að vera hreinskilinn. Við fengum fjögur til fimm frábær færi eftir föst leikatriði sem ég skil ekki hvernig við fórum að því að skora ekki úr," sagði Klopp að leik loknum en Nottingham Forest lagði Liverpool að velli með einu marki gegn einu. „Við vorum undirbúnir fyrir þá leikaðferð sem þeir settu upp og við vissum hvernig þeir myndu verjast gegn okkur. Við hefðum bara átt að klára þennan leik og nýta færin betur svo ég sé alveg hreinskilinn," sagði Þjóðverjinn enn fremur í samtali við BT Sport. „Markið sem þeir skora kemur eftir stór mistök hjá okkuar. Við missum boltann á vondum stað, gefum óþarfa aukaspyrnu á hættulegu fyrirgjafarfæri og markið kemur í kjölfarið. Önnur færi sem þeir fá komu eftir annars konar mistök hjá okkur," sagði Klopp um leikinn. „Við þurftum að gera margar breytingar frá leiknum gegn West Ham United og sumar þeirra á síðustu stundu. Það er augljóslega ekki ákjósanlegur undirbúningur fyrir erfiðan leik. Liðið hefur spilað sex leiki á skömmum tíma og þrjá leiki með hárri ákefð síðustu daga og það hefur tekið sinn toll. Það sást augljóslega að það vantaði takt og orku í liðið eftir að leikmenn höfðu sýnt stöðugleika í spilamennsku sinni síðustu vikurnar. Það er bara eins og það er og við breytum því ekki. Við hefðum getað gert betur á mörgum sviðum og náð í stigin sem við vildum," sagði hann.
Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira