„Ég held að ég taki þessar síðustu þrjár lokamínútur bara á mig“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 21. október 2022 23:20 Róbert Gunnarsson er þjálfari Gróttu. Grótta Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, var niðurlútur eftir jafntefli sinna manna gegn Fram í Úlfarsárdal í kvöld. Lokatölur 29-29, en Grótta leiddi leikinn með fjögurra marka mun þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. „Svo byrjum við bara að spila okkar leik og frábær karakter í liðinu að lenda undir, þarna einhverjum fjórum mörkum undir held ég eftir einhverjar átta mínútur og komum aftur inn í leikinn og erum bara að gera hlutina vel. Við erum að ná að spila á mörgum mönnum. Allir með framlag. Þú veist ég get ekki beðið um meira framlag frá þessum strákum. Þetta er bara stórkostlegt að vinna með þeim,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, um fyrri hálfleik liðs síns en Grótta lenti fjórum mörkum undir eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. „Mér fannst það bara náttúrulega ganga bara mjög vel, fyrir utan síðustu tvær mínúturnar eða hvað það var. Mér fannst við bara vera spila mjög agaðan leik. Við keyrðum þegar við gátum keyrt, minna en vanalega vegna þess að Framararnir hlaupa bara vel heim. Svo spilum við bara fínan sóknarleik, eða þú veist við spilum agað. Ég er ekkert endilega að segja að þetta hafi verið heimsklassa sóknarleikur, langt því frá, en við erum að spila agað og við erum að ná að teygja á þeim og erum að komast í færi í lokin og það er flott,“ sagði Róbert aðspurður um hvernig gekk fyrir sína menn í Gróttu að leiða leikinn. Daníel Örn Griffin, hægri skytta Gróttu, átti frábæran leik í kvöld og skoraði átta mörk. Þetta er fyrsti leikur sem Daníel spilar stóran hluta af, eftir langvarandi hnémeiðsli. „Daníel var náttúrulega meiddur í fyrra, sleit krossband, og hann er bara að komast í gang. Ég mat það bara þannig og teymið mat það bara þannig að hann væri klár í dag. Mér fannst hann ekki vera klár í hina leikina. Hann spilaði náttúrulega á móti ÍR og þá kom bakslag þar og þetta tekur bara tíma að koma aftur eftir svona meiðsli og Ari búinn að vera flottur líka. Við erum komnir með þá tvo þarna núna er bara geggjað. Gefur okkur rosa mikið og hann stóð sig náttúrulega bara frábærlega í dag hann Griffin, bæði í vörn og sókn,“ segir Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu um leikmann sinn, Daníel Örn Griffin. Theis Koch Sondergard, leikmaður Gróttu, fékk rautt spjald í kvöld fyrir glæfralegt brot á Ólafi Brim Stefánssyni, leikmanni Fram, í síðari hálfleik. „Ég sá það ekki,“ sagði Róbert Gunnarsson, aðspurður út í atvikið. Lokasóknir Gróttu er það sem hafði úrslitaáhrif á leikinn en liðið leiddi með fjórum mörkum þegar þrjár mínútur voru eftir. „Við gerðum það náttúrulega ekki nógu vel. Við héldum að við værum alveg með þetta þú veist. Við sköpuðum okkur alveg færi svo komu aðrar sóknir sem voru ekki eins góðar. Ég held að ég taki þessar síðustu þrjár lokamínútur bara á mig. Ég hefði bara átt að stjórna þessu betur, taka kannski leikhlé fyrr. Auðvitað er þetta mikilvægt en þeir spiluðu bara fanta leik strákarnir. Ég ætla þannig bara að taka þessar þrjár mínútur á mig og leyfa strákunum að fá heiðurinn af frábærum leik,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu. Grótta Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Sjá meira
„Svo byrjum við bara að spila okkar leik og frábær karakter í liðinu að lenda undir, þarna einhverjum fjórum mörkum undir held ég eftir einhverjar átta mínútur og komum aftur inn í leikinn og erum bara að gera hlutina vel. Við erum að ná að spila á mörgum mönnum. Allir með framlag. Þú veist ég get ekki beðið um meira framlag frá þessum strákum. Þetta er bara stórkostlegt að vinna með þeim,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, um fyrri hálfleik liðs síns en Grótta lenti fjórum mörkum undir eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. „Mér fannst það bara náttúrulega ganga bara mjög vel, fyrir utan síðustu tvær mínúturnar eða hvað það var. Mér fannst við bara vera spila mjög agaðan leik. Við keyrðum þegar við gátum keyrt, minna en vanalega vegna þess að Framararnir hlaupa bara vel heim. Svo spilum við bara fínan sóknarleik, eða þú veist við spilum agað. Ég er ekkert endilega að segja að þetta hafi verið heimsklassa sóknarleikur, langt því frá, en við erum að spila agað og við erum að ná að teygja á þeim og erum að komast í færi í lokin og það er flott,“ sagði Róbert aðspurður um hvernig gekk fyrir sína menn í Gróttu að leiða leikinn. Daníel Örn Griffin, hægri skytta Gróttu, átti frábæran leik í kvöld og skoraði átta mörk. Þetta er fyrsti leikur sem Daníel spilar stóran hluta af, eftir langvarandi hnémeiðsli. „Daníel var náttúrulega meiddur í fyrra, sleit krossband, og hann er bara að komast í gang. Ég mat það bara þannig og teymið mat það bara þannig að hann væri klár í dag. Mér fannst hann ekki vera klár í hina leikina. Hann spilaði náttúrulega á móti ÍR og þá kom bakslag þar og þetta tekur bara tíma að koma aftur eftir svona meiðsli og Ari búinn að vera flottur líka. Við erum komnir með þá tvo þarna núna er bara geggjað. Gefur okkur rosa mikið og hann stóð sig náttúrulega bara frábærlega í dag hann Griffin, bæði í vörn og sókn,“ segir Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu um leikmann sinn, Daníel Örn Griffin. Theis Koch Sondergard, leikmaður Gróttu, fékk rautt spjald í kvöld fyrir glæfralegt brot á Ólafi Brim Stefánssyni, leikmanni Fram, í síðari hálfleik. „Ég sá það ekki,“ sagði Róbert Gunnarsson, aðspurður út í atvikið. Lokasóknir Gróttu er það sem hafði úrslitaáhrif á leikinn en liðið leiddi með fjórum mörkum þegar þrjár mínútur voru eftir. „Við gerðum það náttúrulega ekki nógu vel. Við héldum að við værum alveg með þetta þú veist. Við sköpuðum okkur alveg færi svo komu aðrar sóknir sem voru ekki eins góðar. Ég held að ég taki þessar síðustu þrjár lokamínútur bara á mig. Ég hefði bara átt að stjórna þessu betur, taka kannski leikhlé fyrr. Auðvitað er þetta mikilvægt en þeir spiluðu bara fanta leik strákarnir. Ég ætla þannig bara að taka þessar þrjár mínútur á mig og leyfa strákunum að fá heiðurinn af frábærum leik,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu.
Grótta Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Sjá meira