Umfjöllun: Selfoss - Fram 27-30 | Annar sigur Framara í röð Andri Már Eggertsson skrifar 22. október 2022 17:25 VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fram vann þriggja marka sigur á Selfossi 27-30. Gestirnir komust snemma yfir og þrátt fyrir hetjulega baráttu Selfyssinga undir lokin þá hélt Fram sjó sem skilaði tveimur stigum í poka meistaranna. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með þar sem liðin skiptust á mörkum. Selfoss virtist vera að ná áhlaupi þegar heimakonur gerðu tvö mörk í röð og komust yfir en það snerist upp í andhverfu sína þar sem Fram gerði fimm mörk í röð og Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, tók leikhlé í stöðunni. 5-9. Þegar líða tók á fyrri hálfleik varð vörn Framara betri sem varð til þess að gestirnir fengu auðveld hraðaupphlaups mörk og var Fram mest sex mörkum yfir 11-17. Cornelia Hermansson, markmaður Selfoss varði lítið til að byrja með en náði að klukka nokkra bolta undir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 14-18. Roberta Jvanauskaite og Katla María Magnúsdóttir sáu algjörlega um sóknarleik heimakvenna þar sem þær gerðu 11 af 14 mörkum Selfoss í fyrri hálfleik. Það var ekki sami hraði í upphafi síðari hálfleiks eins og var í þeim fyrri. Selfoss fór að rúlla á liðinu en samt enduðu sóknirnar með skoti frá sömu tveimur leikmönnunum. Framarar voru í bílstjórasætinu og gerðu það sem þurfti þegar Selfoss ógnaði forskoti gestanna. Lokamínúturnar voru nokkuð spennandi þar sem Selfoss á hrós skilið fyrir að gefast ekki upp. Fram var hins vegar sterkari á svellinu þegar á reyndi og vann að lokum þriggja marka sigur 27-30. Af hverju vann Fram? Fram komst snemma í bílstjórasætið þegar gestirnir gerðu fimm mörk í röð um miðjan fyrri hálfleik. Fram gerði vel verandi yfir allan leikinn og þegar Selfoss ógnaði forskotinu þá átti Fram alltaf svar. Hverjar stóðu upp úr? Steinunn Björnsdóttir átti öflugan leik á báðum endum vallarins. Steinunn gerði 4 mörk. Varnarlega stal Steinunn fimm boltum og varði tvö skot. Perla Ruth Albertsdóttir var stórt púsl í áhlaupi Fram þar sem hún var alltaf fyrst fram sem skilaði auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Perla gerði fimm mörk í dag. Hvað gekk illa? Það komu upp mörg atvik bæði í fyrri og seinni hálfleik þar sem Selfoss hefði getað minnkað muninn í eitt mark en Selfyssingar voru í staðinn sjálfum sér verstar og töpuðu boltanum eða klikkuðu á dauðafæri. Roberta Jvanauskaite og Katla María Magnúsdóttir gerðu 20 af 27 mörk Selfoss. Eins frábærir leikmenn og þetta eru þá er erfitt að hafa tvo leikmenn sem enda nánast hverju einustu sókn og Selfyssingum vantar fleiri vopn það er augljóst. Hvað gerist næst? Landsleikjahlé er næst á dagskrá. Fram fer norður laugardaginn 12. nóvember og mætir KA/Þór klukkan 15:00. Selfoss fer til Vestmannaeyja og mætir ÍBV klukkan 16:00 laugardaginn 12. nóvember. Olís-deild kvenna UMF Selfoss Fram
Fram vann þriggja marka sigur á Selfossi 27-30. Gestirnir komust snemma yfir og þrátt fyrir hetjulega baráttu Selfyssinga undir lokin þá hélt Fram sjó sem skilaði tveimur stigum í poka meistaranna. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með þar sem liðin skiptust á mörkum. Selfoss virtist vera að ná áhlaupi þegar heimakonur gerðu tvö mörk í röð og komust yfir en það snerist upp í andhverfu sína þar sem Fram gerði fimm mörk í röð og Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, tók leikhlé í stöðunni. 5-9. Þegar líða tók á fyrri hálfleik varð vörn Framara betri sem varð til þess að gestirnir fengu auðveld hraðaupphlaups mörk og var Fram mest sex mörkum yfir 11-17. Cornelia Hermansson, markmaður Selfoss varði lítið til að byrja með en náði að klukka nokkra bolta undir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 14-18. Roberta Jvanauskaite og Katla María Magnúsdóttir sáu algjörlega um sóknarleik heimakvenna þar sem þær gerðu 11 af 14 mörkum Selfoss í fyrri hálfleik. Það var ekki sami hraði í upphafi síðari hálfleiks eins og var í þeim fyrri. Selfoss fór að rúlla á liðinu en samt enduðu sóknirnar með skoti frá sömu tveimur leikmönnunum. Framarar voru í bílstjórasætinu og gerðu það sem þurfti þegar Selfoss ógnaði forskoti gestanna. Lokamínúturnar voru nokkuð spennandi þar sem Selfoss á hrós skilið fyrir að gefast ekki upp. Fram var hins vegar sterkari á svellinu þegar á reyndi og vann að lokum þriggja marka sigur 27-30. Af hverju vann Fram? Fram komst snemma í bílstjórasætið þegar gestirnir gerðu fimm mörk í röð um miðjan fyrri hálfleik. Fram gerði vel verandi yfir allan leikinn og þegar Selfoss ógnaði forskotinu þá átti Fram alltaf svar. Hverjar stóðu upp úr? Steinunn Björnsdóttir átti öflugan leik á báðum endum vallarins. Steinunn gerði 4 mörk. Varnarlega stal Steinunn fimm boltum og varði tvö skot. Perla Ruth Albertsdóttir var stórt púsl í áhlaupi Fram þar sem hún var alltaf fyrst fram sem skilaði auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Perla gerði fimm mörk í dag. Hvað gekk illa? Það komu upp mörg atvik bæði í fyrri og seinni hálfleik þar sem Selfoss hefði getað minnkað muninn í eitt mark en Selfyssingar voru í staðinn sjálfum sér verstar og töpuðu boltanum eða klikkuðu á dauðafæri. Roberta Jvanauskaite og Katla María Magnúsdóttir gerðu 20 af 27 mörk Selfoss. Eins frábærir leikmenn og þetta eru þá er erfitt að hafa tvo leikmenn sem enda nánast hverju einustu sókn og Selfyssingum vantar fleiri vopn það er augljóst. Hvað gerist næst? Landsleikjahlé er næst á dagskrá. Fram fer norður laugardaginn 12. nóvember og mætir KA/Þór klukkan 15:00. Selfoss fer til Vestmannaeyja og mætir ÍBV klukkan 16:00 laugardaginn 12. nóvember.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti