Samið um knatthús Hauka en Samfylkingin hringir viðvaranabjöllum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2022 14:18 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri notaði gröfu til að taka fyrstu skóflustunguna að knatthúsi á 90 ára afmæli Hauka í apríl í fyrra. Hafnarfjarðarbær Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti einróma á fundi sínum í morgun að ganga til samninga við lægstbjóðandi vegna byggingar knatthús fyrir Hauka. Samfylkingin lagði fram tillögu um að fresta samningagerð um tvo mánuði og skoða málið betur. Haukar hafa lengi kallað eftir knatthúsi til að geta iðkað fótbolta innandyra yfir vetrartímann. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði tók fyrstu skóflustunguna að knatthúsi í apríl í fyrra. Þá héldu Haukar upp á níutíu ára afmæli félagsins. Til stendur að reisa húsið á núverandi grassvæði Hauka. Kostnaður er áætlaður 3,4 milljarðar en að Hafnarfjarðarbær fái land frá Haukum á móti sem metið er á 1,3 milljarða. Kostnaður bæjarins verði því um 2,1 milljarður króna. Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn mynda meirihluta í bænum. Meirihlutinn lagði fram tillögu á fundinum í morgun um að bæjarráð samþykkti að gengið yrði til samninga við lægstbjóðanda og vísaði málinu til bæjarstjórnar. Bæjarráðsmenn Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu um að fresta því að staðfesta tilboðið. Endurskoða ætti verkefnið innan tveggja mánaða, minnka umfang og leggja grunn að mun ódýrara og einfaldara upphituðu húsi. Guðmundur Árni Stefánsson er aðalmaður í bæjarráði fyrir Samfylkinguna.vísir/vilhelm Tillagan var felld af meirihlutanum. „Það er ljóst að heildarkostnaður við knatthúsið mun ekki verða undir 4 milljörðum króna, þegar upp er staðið. Fyrirliggjandi tilboð lægstbjóðanda, verktakans, er 10% yfir kostnaðaráætlun bæjarins. Á sama tíma liggja upplýsingar fyrirliggjandi liggja um það, að unnt er að reisa gott upphitað hús fyrir knattspyrnufólk sem þjónar sama tilgangi fyrir helmingi lægri upphæð, eða um 2 milljarða króna,“ sagði í bókun Samfylkingarinnar. Niðurstaðan væri vonbrigði. „Fyrir liggur einnig álit Skipulagsstofnunar, þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við málið allt. Þar er kallað eftir minna hús hvað varðar hæð og breidd, sem kæmi mjög til móts við athugasemdir sem komu fram í umhverfismatsferli. Minna hús að ummáli myndi í öllum tilvikum nýtast til æfinga og keppni allra aldurshópa,“ segir í bókun flokksins. Skarphéðinn Orri Björnsson, varaformaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lýsti furðu með breytti afstöðu Samfylkingarinnar í málinu frá því á bæjarstjórnarfundi í júní. Þá var samþykkt samhljóða að farið yrði í útboð á því fyrrnefndu húsi. Stærð og umfang hússins auk kostnaðaráætlunar hafi legið skýrt fyrir. „Tillaga Samfylkingarinnar sem nú er lögð fram um endurmat og endurhönnun mannvirkisins með það í huga að ná niður kostnaði um helming er því einungis lögð fram til að leggja stein í götu uppbyggingar á Ásvöllum, tefja málið og koma því öllu á byrjunarreit. Ljóst er að hér er verið að samþykkja framkvæmd að upphæð 3,4 milljarða króna og knattspyrnufélagið Haukar afsalaði sér hluta yfirráðasvæði íþróttafélagsins undir íbúðabyggð til stuðnings verkefninu. Sú lóðasala, sem annars hefði ekki komið til, veitti 1,3 milljarða í verkefnið. Beinn hlutur bæjarfélagsins verður því rúmir 2 milljarðar króna sem dreifist á 2-3 ár.“ Haukar Hafnarfjörður Fótbolti Skipulag Tengdar fréttir Oddviti VG í Hafnarfirði telur eitt og annað varðandi Haukahús við Ástjörn glórulaust Í Hafnarfirði eru risnar ákafar deilur um framkvæmd sem er komið á það stig í ferli að vart verður aftur snúið. Um er að ræða kostnaðarsama byggingu, knatthús á svæði Hauka. 8. september 2022 14:30 „Leiðinlegt ef gamall bæjarstjóri er mættur til þess eins að fella mig“ Hafnfirðingar sviku ekki í kappræðum um bæjarstjórnarmálin í kappræðum á Vísi í gær og buðu uppá hressileg skoðanaskipti. Átta framboð keppast um hituna og flugu skeytin milli oddvita. 11. maí 2022 11:43 Haukar byggja knattspyrnuhús Upphitað knattspyrnuhús verður reist á íþróttsvæði Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði er fram kemur í tilkynningu frá félaginu í morgun. 8. apríl 2018 13:15 Skipa eftirlitsnefnd með fjármálum íþróttafélaga Bæjarráð Hafnarfjarðar ákvað á fundi sínum í vikunni að stofna eftirlitsnefnd með fjármálum íþróttafélaga í bænum. 17. desember 2016 07:00 Segir bæinn hygla Fimleikafélaginu Fjárfestingar Hafnarfjarðarbæjar í FH eru rúmlega tuttugu sinnum meiri en fjárfestingar bæjarins í Haukum. Formaður Hauka segir bæinn hygla FH-ingum. Hann segir nú komið að uppbyggingu íþróttasvæðis Hauka á Ásvöllum. 12. júní 2015 09:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
Haukar hafa lengi kallað eftir knatthúsi til að geta iðkað fótbolta innandyra yfir vetrartímann. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði tók fyrstu skóflustunguna að knatthúsi í apríl í fyrra. Þá héldu Haukar upp á níutíu ára afmæli félagsins. Til stendur að reisa húsið á núverandi grassvæði Hauka. Kostnaður er áætlaður 3,4 milljarðar en að Hafnarfjarðarbær fái land frá Haukum á móti sem metið er á 1,3 milljarða. Kostnaður bæjarins verði því um 2,1 milljarður króna. Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn mynda meirihluta í bænum. Meirihlutinn lagði fram tillögu á fundinum í morgun um að bæjarráð samþykkti að gengið yrði til samninga við lægstbjóðanda og vísaði málinu til bæjarstjórnar. Bæjarráðsmenn Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu um að fresta því að staðfesta tilboðið. Endurskoða ætti verkefnið innan tveggja mánaða, minnka umfang og leggja grunn að mun ódýrara og einfaldara upphituðu húsi. Guðmundur Árni Stefánsson er aðalmaður í bæjarráði fyrir Samfylkinguna.vísir/vilhelm Tillagan var felld af meirihlutanum. „Það er ljóst að heildarkostnaður við knatthúsið mun ekki verða undir 4 milljörðum króna, þegar upp er staðið. Fyrirliggjandi tilboð lægstbjóðanda, verktakans, er 10% yfir kostnaðaráætlun bæjarins. Á sama tíma liggja upplýsingar fyrirliggjandi liggja um það, að unnt er að reisa gott upphitað hús fyrir knattspyrnufólk sem þjónar sama tilgangi fyrir helmingi lægri upphæð, eða um 2 milljarða króna,“ sagði í bókun Samfylkingarinnar. Niðurstaðan væri vonbrigði. „Fyrir liggur einnig álit Skipulagsstofnunar, þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við málið allt. Þar er kallað eftir minna hús hvað varðar hæð og breidd, sem kæmi mjög til móts við athugasemdir sem komu fram í umhverfismatsferli. Minna hús að ummáli myndi í öllum tilvikum nýtast til æfinga og keppni allra aldurshópa,“ segir í bókun flokksins. Skarphéðinn Orri Björnsson, varaformaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lýsti furðu með breytti afstöðu Samfylkingarinnar í málinu frá því á bæjarstjórnarfundi í júní. Þá var samþykkt samhljóða að farið yrði í útboð á því fyrrnefndu húsi. Stærð og umfang hússins auk kostnaðaráætlunar hafi legið skýrt fyrir. „Tillaga Samfylkingarinnar sem nú er lögð fram um endurmat og endurhönnun mannvirkisins með það í huga að ná niður kostnaði um helming er því einungis lögð fram til að leggja stein í götu uppbyggingar á Ásvöllum, tefja málið og koma því öllu á byrjunarreit. Ljóst er að hér er verið að samþykkja framkvæmd að upphæð 3,4 milljarða króna og knattspyrnufélagið Haukar afsalaði sér hluta yfirráðasvæði íþróttafélagsins undir íbúðabyggð til stuðnings verkefninu. Sú lóðasala, sem annars hefði ekki komið til, veitti 1,3 milljarða í verkefnið. Beinn hlutur bæjarfélagsins verður því rúmir 2 milljarðar króna sem dreifist á 2-3 ár.“
Haukar Hafnarfjörður Fótbolti Skipulag Tengdar fréttir Oddviti VG í Hafnarfirði telur eitt og annað varðandi Haukahús við Ástjörn glórulaust Í Hafnarfirði eru risnar ákafar deilur um framkvæmd sem er komið á það stig í ferli að vart verður aftur snúið. Um er að ræða kostnaðarsama byggingu, knatthús á svæði Hauka. 8. september 2022 14:30 „Leiðinlegt ef gamall bæjarstjóri er mættur til þess eins að fella mig“ Hafnfirðingar sviku ekki í kappræðum um bæjarstjórnarmálin í kappræðum á Vísi í gær og buðu uppá hressileg skoðanaskipti. Átta framboð keppast um hituna og flugu skeytin milli oddvita. 11. maí 2022 11:43 Haukar byggja knattspyrnuhús Upphitað knattspyrnuhús verður reist á íþróttsvæði Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði er fram kemur í tilkynningu frá félaginu í morgun. 8. apríl 2018 13:15 Skipa eftirlitsnefnd með fjármálum íþróttafélaga Bæjarráð Hafnarfjarðar ákvað á fundi sínum í vikunni að stofna eftirlitsnefnd með fjármálum íþróttafélaga í bænum. 17. desember 2016 07:00 Segir bæinn hygla Fimleikafélaginu Fjárfestingar Hafnarfjarðarbæjar í FH eru rúmlega tuttugu sinnum meiri en fjárfestingar bæjarins í Haukum. Formaður Hauka segir bæinn hygla FH-ingum. Hann segir nú komið að uppbyggingu íþróttasvæðis Hauka á Ásvöllum. 12. júní 2015 09:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
Oddviti VG í Hafnarfirði telur eitt og annað varðandi Haukahús við Ástjörn glórulaust Í Hafnarfirði eru risnar ákafar deilur um framkvæmd sem er komið á það stig í ferli að vart verður aftur snúið. Um er að ræða kostnaðarsama byggingu, knatthús á svæði Hauka. 8. september 2022 14:30
„Leiðinlegt ef gamall bæjarstjóri er mættur til þess eins að fella mig“ Hafnfirðingar sviku ekki í kappræðum um bæjarstjórnarmálin í kappræðum á Vísi í gær og buðu uppá hressileg skoðanaskipti. Átta framboð keppast um hituna og flugu skeytin milli oddvita. 11. maí 2022 11:43
Haukar byggja knattspyrnuhús Upphitað knattspyrnuhús verður reist á íþróttsvæði Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði er fram kemur í tilkynningu frá félaginu í morgun. 8. apríl 2018 13:15
Skipa eftirlitsnefnd með fjármálum íþróttafélaga Bæjarráð Hafnarfjarðar ákvað á fundi sínum í vikunni að stofna eftirlitsnefnd með fjármálum íþróttafélaga í bænum. 17. desember 2016 07:00
Segir bæinn hygla Fimleikafélaginu Fjárfestingar Hafnarfjarðarbæjar í FH eru rúmlega tuttugu sinnum meiri en fjárfestingar bæjarins í Haukum. Formaður Hauka segir bæinn hygla FH-ingum. Hann segir nú komið að uppbyggingu íþróttasvæðis Hauka á Ásvöllum. 12. júní 2015 09:00