„Ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi“ Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2022 09:58 Ármann Jakobsson, formaður Íslenskrar málnefndar, segir að hin nýja íslenska sjálfstæðisbarátta þurfi að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. Vísir/Vilhelm Ofurvald enskrar tungu og litlir hvatar fyrir nýja íbúa á Íslandi til að læra íslensku er ótvírætt mesta ógn sem stafað hefur að sjálfstæði landsins síðustu áratugi. Ný íslensk sjálfstæðisbarátta þurfi að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. Þetta segir Ármann Jakobsson, formaður Íslenskrar málnefndar og prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands, í grein sem birtist á Vísi í morgun. Í grein sinni fjallar Ármann um fullveldi og sjálfstæði landsins og hætturnar sem að þeim steðja. Hann segir að í bili sé efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði Íslands ekki ógnað, þar sem ólíkt mörgum ríkjum álfunnar ríki hér ekki pólitísk kreppa og staða landsins í orkumálum sé betri en víða annars staðar. Hættur steðja að fullveldinu Þessi staða þýði þó ekki að engar hættur steðji að fullveldi Íslands. Mesta hættan felist í því að þrengt sé að íslensku af ofurvaldi ensku og hafi Íslendingar verið deigir við að kenna nýjum íbúum íslensku þó að mannekla sé á landinu. „Auðvitað tala nýir íbúar landsins ekki íslensku frá upphafi og ef ekki verður tekið á er hætt við að litlir hvatar verði til að þeir læri málið. Þar með er sjálfstæði Íslands auðvitað ógnað því að ef íslensk tunga og íslensk menning hverfur fækkar mjög rökunum fyrir því að þessi fámenna þjóð sé sjálfstæð. Hér fer því ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi,“ segir Ármann. Hagsmunamál fyrir okkur öll Ármann segir að vöxtur og viðhald íslensku sé því brýnt hagsmunamál fyrir okkur öll, ekkert ósvipað loftslaginu eða heilbrigðiskerfinu. Hann segir að úrræðið til að bregðast við þessu sé í raun einfalt. „[Ný] íslensk sjálfstæðisbarátta þarf að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. Um leið þurfa þeir aukin tækifæri til að rækta menntun heimalandsins en hver einasta sál sem hingað flytur þyrfti að njóta ókeypis íslenskumenntunar á þeim tíma dags sem hentar og síðan framhaldsmenntunar sem hefur verið af skornum skammti. Þetta er það sem langflestir innflytjendur vilja sjálfir: einn innflytjandi hefur kallað það „meistaranám í höfnun“ að búa á Íslandi án þess að kunna tungumálið því að leiðin að samfélagslegri þátttöku liggur um málið. Nú er þörfin því brýn fyrir fleiri og betri tækifæri til íslenskunáms. Þessi nýja fullveldisbarátta verður sem betur fer ekki jafn kostnaðarsöm og baráttan við loftslagsógnina eða öldrun samfélagsins. En hún mun samt krefjast myndarlegs opinbers stuðnings. Enda er hér ekki um að ræða neitt smámál heldur fullveldi þjóðarinnar,“ segir Ármann, formaður Íslenskrar málnefndar. Íslensk tunga Tengdar fréttir Tungumálið er lykillinn að fullveldinu Stríð geisar í Evrópu og orkukreppa sem afleiðing þess. Víða um lönd hafa lýðskrumarar náð sterkri stöðu með því að höfða til fordóma hrædds fólks sem er ógnað. Þá getum við prísað okkur sæl sem búum á Íslandi þar sem engin pólitísk kreppa ríkir og ekki sömu blikur á lofti í orkumálum. Í bili virðist efnahagslegu og stjórnmálalegu sjálfstæði Íslands ekki ógnað. 19. október 2022 09:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Þetta segir Ármann Jakobsson, formaður Íslenskrar málnefndar og prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands, í grein sem birtist á Vísi í morgun. Í grein sinni fjallar Ármann um fullveldi og sjálfstæði landsins og hætturnar sem að þeim steðja. Hann segir að í bili sé efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði Íslands ekki ógnað, þar sem ólíkt mörgum ríkjum álfunnar ríki hér ekki pólitísk kreppa og staða landsins í orkumálum sé betri en víða annars staðar. Hættur steðja að fullveldinu Þessi staða þýði þó ekki að engar hættur steðji að fullveldi Íslands. Mesta hættan felist í því að þrengt sé að íslensku af ofurvaldi ensku og hafi Íslendingar verið deigir við að kenna nýjum íbúum íslensku þó að mannekla sé á landinu. „Auðvitað tala nýir íbúar landsins ekki íslensku frá upphafi og ef ekki verður tekið á er hætt við að litlir hvatar verði til að þeir læri málið. Þar með er sjálfstæði Íslands auðvitað ógnað því að ef íslensk tunga og íslensk menning hverfur fækkar mjög rökunum fyrir því að þessi fámenna þjóð sé sjálfstæð. Hér fer því ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi,“ segir Ármann. Hagsmunamál fyrir okkur öll Ármann segir að vöxtur og viðhald íslensku sé því brýnt hagsmunamál fyrir okkur öll, ekkert ósvipað loftslaginu eða heilbrigðiskerfinu. Hann segir að úrræðið til að bregðast við þessu sé í raun einfalt. „[Ný] íslensk sjálfstæðisbarátta þarf að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. Um leið þurfa þeir aukin tækifæri til að rækta menntun heimalandsins en hver einasta sál sem hingað flytur þyrfti að njóta ókeypis íslenskumenntunar á þeim tíma dags sem hentar og síðan framhaldsmenntunar sem hefur verið af skornum skammti. Þetta er það sem langflestir innflytjendur vilja sjálfir: einn innflytjandi hefur kallað það „meistaranám í höfnun“ að búa á Íslandi án þess að kunna tungumálið því að leiðin að samfélagslegri þátttöku liggur um málið. Nú er þörfin því brýn fyrir fleiri og betri tækifæri til íslenskunáms. Þessi nýja fullveldisbarátta verður sem betur fer ekki jafn kostnaðarsöm og baráttan við loftslagsógnina eða öldrun samfélagsins. En hún mun samt krefjast myndarlegs opinbers stuðnings. Enda er hér ekki um að ræða neitt smámál heldur fullveldi þjóðarinnar,“ segir Ármann, formaður Íslenskrar málnefndar.
Íslensk tunga Tengdar fréttir Tungumálið er lykillinn að fullveldinu Stríð geisar í Evrópu og orkukreppa sem afleiðing þess. Víða um lönd hafa lýðskrumarar náð sterkri stöðu með því að höfða til fordóma hrædds fólks sem er ógnað. Þá getum við prísað okkur sæl sem búum á Íslandi þar sem engin pólitísk kreppa ríkir og ekki sömu blikur á lofti í orkumálum. Í bili virðist efnahagslegu og stjórnmálalegu sjálfstæði Íslands ekki ógnað. 19. október 2022 09:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Tungumálið er lykillinn að fullveldinu Stríð geisar í Evrópu og orkukreppa sem afleiðing þess. Víða um lönd hafa lýðskrumarar náð sterkri stöðu með því að höfða til fordóma hrædds fólks sem er ógnað. Þá getum við prísað okkur sæl sem búum á Íslandi þar sem engin pólitísk kreppa ríkir og ekki sömu blikur á lofti í orkumálum. Í bili virðist efnahagslegu og stjórnmálalegu sjálfstæði Íslands ekki ógnað. 19. október 2022 09:00
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent