Fótbolti

Jón Daði kom Bolton á bragðið í öruggum bikarsigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson var á skotskónum í kvöld.
Jón Daði Böðvarsson var á skotskónum í kvöld. Richard Martin-Roberts - CameraSport via Getty Images

Knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson skoraði fyrsta mark Bolton er liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn U21-árs liði Leeds í enska EFL-bikarnum í kvöld.

Jón Daði var í byrjunarliði Bolton og skoraði fyrsta mark leiksins strax á 14. mínútu. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan var því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja, en Jón Daði var tekinn af velli snemma í síðari hálfleik.

Heimamenn í Bolton bættu svo tveimur mörkum við á seinasta stundarfjórðungi leiksins og unnu því nokkuð öruggan 3-0 sigur.

Bolton situr nú í efsta sæti 2. riðils EFL-bikarkeppninnar með sjö stig eftir þrjá leiki, en Leeds situr í þriðja sæti með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×