Fótbolti

Kante verður ekki með heimsmeisturunum á HM vegna meiðsla

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
N'Golo Kante meiddist í leik gegn Tottenham fyrir rúmum tveimur mánuðum.
N'Golo Kante meiddist í leik gegn Tottenham fyrir rúmum tveimur mánuðum. Marc Atkins/Getty Images

Knattspyrnumaðurinn N'Golo Kante verður ekki með heimsmeistaraliði Frakka á HM í Katar sem hefst í næsta mánuði vegna meiðsla.

Kante meiddist aftan á læri í 2-2 jafntefli Chelsea gegn Tottenham þann 14. ágúst síðastliðinn og hefur ekkert getað leikið síðan. Þessi 31 árs gamli miðjumaður gekkst undir aðgerð vegna meiðslanna og verður frá í fjóra mánuði í viðbót.

Í tilkynningu frá Chelsea kemur fram að aðgerðin hafi heppnast vel og að ákvörðunin um að fara í aðgerðina hefi verið tekin í sameiningu við leikmanninn.

Kante var mikilvægur leikmaður í liði franska landsliðsins sem tryggði sér heimsmeistaratitilinn árið 2018, en verður ekki með í ár er liðið freistar þess að verja titilinn. Leikmaðurinn á að baki 53 landsleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×