Gunnhildur sem lék sinn 96. landsleik fyrir Íslands í umspili HM á dögunum vill gera sitt til að berjast fyrir samfélagi þar sem allir fá sinn stuðning og sitt pláss.
Gunnhildur Yrsa biður nú um stuðning á samfélagsmiðlum sínum en hún ætlar að safna pening fyrir Special Olympics með þátttöku sinni í hlaupinu.
Gunnhildur Yrsa mun þarna hlaupa með kærustu sinni Erin McLeod en báðar eru þær leikmenn hjá Orlando Pride í bandarísku deildinni.
„Hjálpið okkur með því að gefa pening. Ég og Erin munum hlaupa í Race for Inclusion á laugardaginn til að safna fyrir Special Olympics,“ skrifaði Gunnhildur Yrsa.
Það eru næstum því sextíu þúsund manns virkir í Special Olympics samtökunum á Flórída en peningurinn sem safnast mun fara í að bjóða þeim upp á tækifæri til að taka þátt skipulagðri íþróttastarfsemi en eins að veita nauðsynlega læknisþjónustu og bjóða upp á leiðtogaþjálfun.