Courtois markvörður ársins | Gavi besti ungi leikmaðurinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2022 23:31 Thibaut Courtois og Gavi hlutu verðlaun í kvöld. EPA-EFE/Getty Images Karim Benzema og Alexia Putellas hlutu í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Einnig var opinberað hver var kosinn besti ungi leikmaður heims, hver væri markvörður og framherji ársins sem og hvað væri félag ársins. Aðeins á þetta þó við um karla megin þar sem slík verðlaun eru ekki enn veitt í kvennaflokki. Thibaut Courtois, markvörður Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd, var valinn markvörður ársins. Hann var hreint út sagt stórkostlegur þegar Real lagði Liverpool 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu og tryggði sér sinn 14. Evróputitil. Courtois endaði í 7. sæti í kosningunn um Gullboltann. Á eftir belgíska markverðinum komu Brasilíumennirnir Alisson Becker [Liverpool] og Ederson ]Manchester City]. pic.twitter.com/zQVproFkzo— Thibaut Courtois (@thibautcourtois) October 17, 2022 Robert Lewandowski var valinn framherji ársins. Lewandowski var frábær í liði Bayern München á síðustu leiktíð þegar liðið vann þýsku úrvalsdeildina með yfirburðum. Þar skoraði Lewandowski 35 mörk í 34 leikjum ásamt því að leggja upp tvo til viðbótar. Bæjarar duttu hins vegar mjög svo óvænt út gegn Villareal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Lewandowski skoraði 13 mörk í tíu leikjum í keppninni ásamt því að gefa tvær stoðsendingar. Framherjinn spilar fyrir Barcelona á Spáni í dag og hefur skorað 14 mörk í 13 leikjum ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Lewandowski endaði í 4. sæti í kosningunni um Gullboltann. . . .#trophéeGerdMuller pic.twitter.com/M8VU4hcxNJ— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 17, 2022 Hinn 18 ára gamli Pablo Martín Páez Gavira, betur þekktur sem Gavi, hlaut Kopa verðlaunin í ár en þau hlýtur besti ungi leikmaðurinn ár hvert. Samherji hans hjá Barcelona, Pedri, hlaut verðlaunin á síðustu leiktíð. Only a Kopa Trophy winner could balance the ball like that... Well done Gavi! pic.twitter.com/tMPmrizHzd— LaLigaTV (@LaLigaTV) October 17, 2022 Þá var Manchester City valið félag ársins. Liðið varð Englandsmeistari ásamt því að fara alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það beið lægri hlut gegn Real Madrid. Manchester City is the club of the year!Congrats #clubdelannée #ballondor pic.twitter.com/BtftAv5XWL— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) October 17, 2022 Fótbolti Belgía Spánn Tengdar fréttir Putellas hlaut Gullboltann annað árið í röð Alexia Putellas, miðjumaður Barcelona, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hún vann einnig í fyrra og hefur því unnið verðlaunin alls tvisvar en þau hafa aðeins verið gefin þrívegis í kvennaflokki. 17. október 2022 19:15 Benzema hlaut Gullboltann Karim Benzema, framherji Real Madríd, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hann spilaði risastóran þátt í frábæru gengi Real á síðustu leiktíð þegar liðið varð bæði Spánar- og Evrópumeistari. Er þetta í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin. 17. október 2022 20:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Sjá meira
Thibaut Courtois, markvörður Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd, var valinn markvörður ársins. Hann var hreint út sagt stórkostlegur þegar Real lagði Liverpool 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu og tryggði sér sinn 14. Evróputitil. Courtois endaði í 7. sæti í kosningunn um Gullboltann. Á eftir belgíska markverðinum komu Brasilíumennirnir Alisson Becker [Liverpool] og Ederson ]Manchester City]. pic.twitter.com/zQVproFkzo— Thibaut Courtois (@thibautcourtois) October 17, 2022 Robert Lewandowski var valinn framherji ársins. Lewandowski var frábær í liði Bayern München á síðustu leiktíð þegar liðið vann þýsku úrvalsdeildina með yfirburðum. Þar skoraði Lewandowski 35 mörk í 34 leikjum ásamt því að leggja upp tvo til viðbótar. Bæjarar duttu hins vegar mjög svo óvænt út gegn Villareal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Lewandowski skoraði 13 mörk í tíu leikjum í keppninni ásamt því að gefa tvær stoðsendingar. Framherjinn spilar fyrir Barcelona á Spáni í dag og hefur skorað 14 mörk í 13 leikjum ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Lewandowski endaði í 4. sæti í kosningunni um Gullboltann. . . .#trophéeGerdMuller pic.twitter.com/M8VU4hcxNJ— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 17, 2022 Hinn 18 ára gamli Pablo Martín Páez Gavira, betur þekktur sem Gavi, hlaut Kopa verðlaunin í ár en þau hlýtur besti ungi leikmaðurinn ár hvert. Samherji hans hjá Barcelona, Pedri, hlaut verðlaunin á síðustu leiktíð. Only a Kopa Trophy winner could balance the ball like that... Well done Gavi! pic.twitter.com/tMPmrizHzd— LaLigaTV (@LaLigaTV) October 17, 2022 Þá var Manchester City valið félag ársins. Liðið varð Englandsmeistari ásamt því að fara alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það beið lægri hlut gegn Real Madrid. Manchester City is the club of the year!Congrats #clubdelannée #ballondor pic.twitter.com/BtftAv5XWL— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) October 17, 2022
Fótbolti Belgía Spánn Tengdar fréttir Putellas hlaut Gullboltann annað árið í röð Alexia Putellas, miðjumaður Barcelona, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hún vann einnig í fyrra og hefur því unnið verðlaunin alls tvisvar en þau hafa aðeins verið gefin þrívegis í kvennaflokki. 17. október 2022 19:15 Benzema hlaut Gullboltann Karim Benzema, framherji Real Madríd, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hann spilaði risastóran þátt í frábæru gengi Real á síðustu leiktíð þegar liðið varð bæði Spánar- og Evrópumeistari. Er þetta í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin. 17. október 2022 20:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Sjá meira
Putellas hlaut Gullboltann annað árið í röð Alexia Putellas, miðjumaður Barcelona, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hún vann einnig í fyrra og hefur því unnið verðlaunin alls tvisvar en þau hafa aðeins verið gefin þrívegis í kvennaflokki. 17. október 2022 19:15
Benzema hlaut Gullboltann Karim Benzema, framherji Real Madríd, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hann spilaði risastóran þátt í frábæru gengi Real á síðustu leiktíð þegar liðið varð bæði Spánar- og Evrópumeistari. Er þetta í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin. 17. október 2022 20:00