Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. október 2022 16:43 Skipið Onni HU-36. Vigfús Markússon Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. Ákvörðun Fiskistofu var birt útgerðinni í síðustu viku. Þar er málavöxtum lýst þannig að veiðieftirlitsmenn, sem voru við eftirlit á Sauðárkróki og Reykjaströnd, hafi myndað brottkast áhafnar með flygildi í október og nóvember á síðasta ári. Í fyrra tilfellinu, þann 12. október 2021, hafi þeir tekið samtals þrjú myndskeið þar sem sést til skipverja leysa frá poka veiðarfæris þannig að fiskur, sem eftirlitsmenn telja að hafi vegið allt að tveimur tonnum, rann í sjóinn. Var þar aðallega um að ræða þorsk, ýsu og kola. Skipverjar eru sagðir hafa gert enga tilraun til að haka fisknum um borð í skipið. Þegar skipstjóri Onna HU-36 var spurður af eftirlitsmönnum hvers vegna fisknum hefði verið varpað út í sjó gaf hann þær skýringar að ofurtogið hefði slitnað frá pokanum og vír sem fer í blökkina hafi farið í gegn. Eftirlitsmenn gerðu einnig athugasemdir við að aflaupplýsingar hefðu ekki verið skráðar með réttum hætti. Í síðara tilfelli, 11. nóvember 2021, hafi eftirlitsmenn einnig náð myndbandi af skipverja kasta samtals tólf kolum fyrir borð og skolaði þeim í raun burt, eins og því er lýst í ákvörðun Fiskistofu. Fram kemur að engar athugasemdir eða andmæli hafi borist frá áhöfn eða útgerðinni Stakkfell. Alvarleg brot og sérstaklega ámælisverð Fyrirliggjandi myndbönd eru sögð sýna með skýrum hætti að brotin hafi verið framin. Ekki var fallist á skýringar skipstjóra. Þvert á móti segir Fiskistofa að skipverjum hafi staðið til boða möguleg úrræði í því skyni að landa aflanum. Skipstjóri var þá fundinn sekur um að hafa ekki staðið, með fullnægjandi hætti, skil á upplýsingum um afla í afladagbók. Í niðurstöðu Fiskistofu er vísað til þess að brotin hafi verið framin í hagnaðarskyni, með því að áhöfnin hafi sparað sér útgjalda við að grípa til réttmætra ráðstafana. Þó hafi brotin fyrst og fremst beinst gegn öðrum hagsmunum en fjárverðmætum: góðri umgengni um nytjastofna sjávar. Þá ógni brotin hagsmunum sem tengjast aflaskráningu. Brotin voru því talin alvarleg og sérstaklega ámælisverð var skiptið Onni HU-36 því svipt veiðileyfi í átta vikur, eða 56 daga. Sjávarútvegur Skagafjörður Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Sjá meira
Ákvörðun Fiskistofu var birt útgerðinni í síðustu viku. Þar er málavöxtum lýst þannig að veiðieftirlitsmenn, sem voru við eftirlit á Sauðárkróki og Reykjaströnd, hafi myndað brottkast áhafnar með flygildi í október og nóvember á síðasta ári. Í fyrra tilfellinu, þann 12. október 2021, hafi þeir tekið samtals þrjú myndskeið þar sem sést til skipverja leysa frá poka veiðarfæris þannig að fiskur, sem eftirlitsmenn telja að hafi vegið allt að tveimur tonnum, rann í sjóinn. Var þar aðallega um að ræða þorsk, ýsu og kola. Skipverjar eru sagðir hafa gert enga tilraun til að haka fisknum um borð í skipið. Þegar skipstjóri Onna HU-36 var spurður af eftirlitsmönnum hvers vegna fisknum hefði verið varpað út í sjó gaf hann þær skýringar að ofurtogið hefði slitnað frá pokanum og vír sem fer í blökkina hafi farið í gegn. Eftirlitsmenn gerðu einnig athugasemdir við að aflaupplýsingar hefðu ekki verið skráðar með réttum hætti. Í síðara tilfelli, 11. nóvember 2021, hafi eftirlitsmenn einnig náð myndbandi af skipverja kasta samtals tólf kolum fyrir borð og skolaði þeim í raun burt, eins og því er lýst í ákvörðun Fiskistofu. Fram kemur að engar athugasemdir eða andmæli hafi borist frá áhöfn eða útgerðinni Stakkfell. Alvarleg brot og sérstaklega ámælisverð Fyrirliggjandi myndbönd eru sögð sýna með skýrum hætti að brotin hafi verið framin. Ekki var fallist á skýringar skipstjóra. Þvert á móti segir Fiskistofa að skipverjum hafi staðið til boða möguleg úrræði í því skyni að landa aflanum. Skipstjóri var þá fundinn sekur um að hafa ekki staðið, með fullnægjandi hætti, skil á upplýsingum um afla í afladagbók. Í niðurstöðu Fiskistofu er vísað til þess að brotin hafi verið framin í hagnaðarskyni, með því að áhöfnin hafi sparað sér útgjalda við að grípa til réttmætra ráðstafana. Þó hafi brotin fyrst og fremst beinst gegn öðrum hagsmunum en fjárverðmætum: góðri umgengni um nytjastofna sjávar. Þá ógni brotin hagsmunum sem tengjast aflaskráningu. Brotin voru því talin alvarleg og sérstaklega ámælisverð var skiptið Onni HU-36 því svipt veiðileyfi í átta vikur, eða 56 daga.
Sjávarútvegur Skagafjörður Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Sjá meira