Föst í jeppling í á þriðja sólarhring á jeppaslóða á Vestfjörðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2022 09:56 Mynd frá verkefni Dagrenningar í september síðastliðnum. Dagrenning Tveir Íslendingar um þrítugt voru kaldir og nokkuð skelkaðir þegar björgunarsveitarfólk frá Dagrenningu á Hólmavík keyrði fram á jeppling þeirra á jeppaslóða á Kollafjarðarheiði. Þeirra hafði verið saknað í á þriðja sólarhring. Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað. Ekki hafði heyrst frá því síðan síðdegis á föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lá fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Kollafjarðarheiði er vegur F66, jeppaslóði sem er aðeins fær á sumrin.Vísir/Hjalti Í tilkynningu frá lögreglu segir að þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Björgunarsveitir sendar á sumarslóða Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Það var svo rétt fyrir klukkan 21 í gærkvöldi sem björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík tilkynnti að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Skynsamlegt að halda kyrru fyrir „Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni,“ segir í tilkynningu lögreglu. Úlfar Örn Hjartarson, varaformaður Dagrenningar, segir jepplingur fólksins hafi verið fastur á heiðinni. Tveir Íslendingar í kringum þrítugt hafi verið um borð. Ástand þeirra hafi verið tiltölulega gott að öðru leyti en því að fólkið hafi verið nokkuð skelkað og kalt. Kollafjarðarheiði liggur frá Kollafirði í Barðastrandarsýslu yfir á Ísafjörð í Djúpinu, vegur F66. Um er að ræða jeppaslóða sem aðeins er fær á sumrin. Úlfar Örn segir alltaf mjög góða tilfinningu þegar verkefni á borð við þetta endi vel. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að fimm hefðu verið í bílnum. Tilkynning lögreglu Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær, sunnudag tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað og ekki hefði heyrst frá því síðan síðdegis sl. föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lág fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Rétt fyrir kl. 21. í gærkvöldi tilkynnti björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni. Lögreglan á Vestfjörðum vill þakka björgunarsveitum á svæðinu og Landhelgisgæslunni fyrir þeirra mikilvægu verk í þessari leit. Strandabyggð Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað. Ekki hafði heyrst frá því síðan síðdegis á föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lá fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Kollafjarðarheiði er vegur F66, jeppaslóði sem er aðeins fær á sumrin.Vísir/Hjalti Í tilkynningu frá lögreglu segir að þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Björgunarsveitir sendar á sumarslóða Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Það var svo rétt fyrir klukkan 21 í gærkvöldi sem björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík tilkynnti að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Skynsamlegt að halda kyrru fyrir „Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni,“ segir í tilkynningu lögreglu. Úlfar Örn Hjartarson, varaformaður Dagrenningar, segir jepplingur fólksins hafi verið fastur á heiðinni. Tveir Íslendingar í kringum þrítugt hafi verið um borð. Ástand þeirra hafi verið tiltölulega gott að öðru leyti en því að fólkið hafi verið nokkuð skelkað og kalt. Kollafjarðarheiði liggur frá Kollafirði í Barðastrandarsýslu yfir á Ísafjörð í Djúpinu, vegur F66. Um er að ræða jeppaslóða sem aðeins er fær á sumrin. Úlfar Örn segir alltaf mjög góða tilfinningu þegar verkefni á borð við þetta endi vel. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að fimm hefðu verið í bílnum. Tilkynning lögreglu Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær, sunnudag tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað og ekki hefði heyrst frá því síðan síðdegis sl. föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lág fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Rétt fyrir kl. 21. í gærkvöldi tilkynnti björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni. Lögreglan á Vestfjörðum vill þakka björgunarsveitum á svæðinu og Landhelgisgæslunni fyrir þeirra mikilvægu verk í þessari leit.
Tilkynning lögreglu Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær, sunnudag tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað og ekki hefði heyrst frá því síðan síðdegis sl. föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lág fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Rétt fyrir kl. 21. í gærkvöldi tilkynnti björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni. Lögreglan á Vestfjörðum vill þakka björgunarsveitum á svæðinu og Landhelgisgæslunni fyrir þeirra mikilvægu verk í þessari leit.
Strandabyggð Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira