Áskorun um auknar selaveiðar og bann við innflutningi áfengis Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. október 2022 22:31 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands rýndi í gömul þingmál ásamt fréttamanni. Vísir Þúsundir kvenna hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um bann við innflutningi áfengis og bændur í Breiðafirði vilja fá að skjóta fleiri seli. Þetta eru dæmi um þau mál sem Alþingi varð að taka fyrir í lok 19. aldar. Mörg þúsund síður af gömlum alþingismálum hafa nú verið gerðar aðgengilegar almenningi. Farið var í vinnu við að skanna dagbækur Alþingis frá árinu 1845 til 1913 inn á netið fyrir rúmu ári síðan og er þeirri vinnu nú lokið. „Þetta er gríðarlega spennandi. Það er náttúrulega gaman að fá að gramsa í skjölunum sjálfum. Þetta eru hins vegar þjóðardýrgripir sem verður að fara mjög vel með en nú er þetta allt á netinu og hægt að skoða þar. Og það er alveg heillandi,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Við fengum Ólaf til að kíkja með okkur á skjalasafn Alþingis og skoða bækurnar. Þar er margt skrýtið og skemmtilegt en Ólafur er sérstaklega spenntur fyrir svokölluðum bænaskrám. „Þetta er í raun svona lýðræðislegur farvegur fyrir almenning að koma áhyggjuefnum sínum af ýmsu tagi til Alþingis.“ Hér koma nokkur dæmi: Ekkja Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara biður þingið um að stofna „Vitfirringaspítala“ árið 1897, þúsundir kvenna skora á þingið að banna innflutning á áfengi 1895 og í bók frá 1885 má finna fjöldann allan af styrkbeiðnum. Til dæmis eina frá embættismanni sem er hættur að starfa og vill 100 krónu viðbót við eftirlaun sín. Áskorun um bann við innflutningi áfengis.Vísir „Að ég er ekki fær um að starfa neitt það er teljandi sé og mér til hagræðis,“ segir í skjali þar sem embættismaðurinn virðist óska eftir örorkubótum á tíma þegar slíkar bætur voru almennt ekki veittar. „Þingið var í rauninni að fást við miklu persónulegri mál. Það var verið að ákveða sérstaklega til dæmis eftirlaun embættismanna. Ekki almennt heldur fyrir hvern embættismann sérstaklega,“ segir Ólafur. Dásamlegt að upplifa tíðarandann Þetta er tja, kannski lýðræðislegra að einhverju leyti? „Ja, þetta er allavega skemmtilegra,“ svarar Ólafur. Hann er þó ekki á því að taka ætti bænaskrárnar upp að nýju. „Ekki nema það hefur skemmtigildi. En það er hins vegar dásamlegt að fá að glugga í þessar gömlu bækur og upplifa tíðaranda 19. aldar.“ Við lendum þó fljótlega á vegg þegar við flettum í gegnum bækurnar. Eða, við er kannski ekki rétta orðið. Það er nú erfitt að lesa þetta oft. „Já, sérstaklega fyrir hina yngri kynslóð sem kann eiginlega ekki að lesa skrifstafi. Ég á nú ekkert í miklum vandræðum með að lesa þetta,“ segir Ólafur og hlær. Nú er hægt að nálgast öll þessi mál á netinu og fletta í gegnum þau sem margir munu eflaust gera. Enda ótvírætt skemmtanagildi sem felst í þessu eins og Ólafur benti á. Alþingi Einu sinni var... Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Mörg þúsund síður af gömlum alþingismálum hafa nú verið gerðar aðgengilegar almenningi. Farið var í vinnu við að skanna dagbækur Alþingis frá árinu 1845 til 1913 inn á netið fyrir rúmu ári síðan og er þeirri vinnu nú lokið. „Þetta er gríðarlega spennandi. Það er náttúrulega gaman að fá að gramsa í skjölunum sjálfum. Þetta eru hins vegar þjóðardýrgripir sem verður að fara mjög vel með en nú er þetta allt á netinu og hægt að skoða þar. Og það er alveg heillandi,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Við fengum Ólaf til að kíkja með okkur á skjalasafn Alþingis og skoða bækurnar. Þar er margt skrýtið og skemmtilegt en Ólafur er sérstaklega spenntur fyrir svokölluðum bænaskrám. „Þetta er í raun svona lýðræðislegur farvegur fyrir almenning að koma áhyggjuefnum sínum af ýmsu tagi til Alþingis.“ Hér koma nokkur dæmi: Ekkja Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara biður þingið um að stofna „Vitfirringaspítala“ árið 1897, þúsundir kvenna skora á þingið að banna innflutning á áfengi 1895 og í bók frá 1885 má finna fjöldann allan af styrkbeiðnum. Til dæmis eina frá embættismanni sem er hættur að starfa og vill 100 krónu viðbót við eftirlaun sín. Áskorun um bann við innflutningi áfengis.Vísir „Að ég er ekki fær um að starfa neitt það er teljandi sé og mér til hagræðis,“ segir í skjali þar sem embættismaðurinn virðist óska eftir örorkubótum á tíma þegar slíkar bætur voru almennt ekki veittar. „Þingið var í rauninni að fást við miklu persónulegri mál. Það var verið að ákveða sérstaklega til dæmis eftirlaun embættismanna. Ekki almennt heldur fyrir hvern embættismann sérstaklega,“ segir Ólafur. Dásamlegt að upplifa tíðarandann Þetta er tja, kannski lýðræðislegra að einhverju leyti? „Ja, þetta er allavega skemmtilegra,“ svarar Ólafur. Hann er þó ekki á því að taka ætti bænaskrárnar upp að nýju. „Ekki nema það hefur skemmtigildi. En það er hins vegar dásamlegt að fá að glugga í þessar gömlu bækur og upplifa tíðaranda 19. aldar.“ Við lendum þó fljótlega á vegg þegar við flettum í gegnum bækurnar. Eða, við er kannski ekki rétta orðið. Það er nú erfitt að lesa þetta oft. „Já, sérstaklega fyrir hina yngri kynslóð sem kann eiginlega ekki að lesa skrifstafi. Ég á nú ekkert í miklum vandræðum með að lesa þetta,“ segir Ólafur og hlær. Nú er hægt að nálgast öll þessi mál á netinu og fletta í gegnum þau sem margir munu eflaust gera. Enda ótvírætt skemmtanagildi sem felst í þessu eins og Ólafur benti á.
Alþingi Einu sinni var... Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira