Umfjöllun: Eistland - Ísland 25-37 | Öruggur íslenskur sigur í Tallin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2022 18:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson tætti vörn Eistlands í sig hvað eftir annað. vísir/hulda margrét Ísland vann stórsigur á Eistlandi, 25-37, þegar liðin áttust við í Tallin í undankeppni EM 2024 í dag. Íslendingar hafa unnið báða leiki sína í undankeppninni með samtals 27 mörkum. Íslenska liðið náði fljótlega undirtökunum og var sjö mörkum yfir í hálfleik, 13-20. Í seinni hálfleik breikkaði bilið enn frekar og á endanum munaði tólf mörkum á liðunum. Hornamennirnir Bjarki Már Elísson og Sigvaldi Guðjónsson leiddu íslenska liðið í markaskorun og skoruðu samtals sautján mörk; Bjarki Már ellefu og Sigvaldi sex. Viggó Kristjánsson skoraði fjögur. Alls komust ellefu leikmenn Íslands á blað í leiknum. Björgvin Páll Gústavsson varði tíu skot (34 prósent), þar af átta í seinni hálfleik. Ágúst Elí Björgvinsson varði fimm skot, þar af eitt vítakast (45 prósent). Karl Toom var langbesti leikmaður Eistlands í leiknum og skoraði átta mörk. Mihkel Löpp kom næstur með fimm. Sigvaldi Guðjónsson skoraði sex mörk úr hægra horninu.vísir/hulda margrét Það tók Íslendinga nokkurn tíma að finna taktinn gegn óhefðbundinni vörn Eistlendinga. Þá voru okkar menn full aftarlega í vörninni sem Toom nýtti sér. Heimamenn spiluðu langar og hægar sóknir og íslenska vörnin féll full oft í gildru þeirra framan af leik. Eistland komst í 4-2 en Ísland svaraði með 4-1 kafla. Eftir að Henri Sillaste jafnaði í 6-6 skoruðu Íslendingar fjögur mörk í röð og náðu undirtökunum. Eistlendingar töpuðu boltanum ótt og títt og Íslendingar refsuðu með mörkum úr hraðaupphlaupum. Þau voru alls sjö í fyrri hálfleik. Þegar Ísland þurfti að stilla upp í sókn var Gísli í aðalhlutverki. Hann skoraði bara eitt mark í fyrri hálfleik en gaf sex stoðsendingar og átti óbeinan þátt í fjölda annarra marka. Bjarki Már klikkaði á tveimur af fyrstu fjórum skotum sínum en skoraði úr öllum níu skotunum sem hann tók eftir það. Ýmir Örn Gíslason gekk hart fram í vörninni að vanda.vísir/hulda margrét Sóknarleikurinn var heilt yfir frábær í fyrri hálfleik. Ísland skoraði tuttugu mörk og tapaði boltanum ekki einu sinni. Raunar töpuðu Íslendingar boltanum ekki fyrstu 37 mínútur leiksins. Ísland var sjö mörkum yfir í hálfleik, 13-20, og byrjaði seinni hálfleikinn af krafti. Sigvaldi kom Íslendingum níu mörkum yfir, 15-24, þegar hann skoraði úr ómögulegu færi í hægra horninu. Eistlendingar svöruðu með þremur mörkum í röð og minnkuðu muninn í 18-24. Þá stigu okkar menn aftur á bensíngjöfina, skoruðu sex mörk gegn tveimur og náðu tíu marka forskoti, 20-30, um miðjan seinni hálfleik. Þrátt fyrir að Guðmundur Guðmundsson hafi hreyft mikið við íslenska liðinu gaf það ekkert eftir og jók muninn jafnt og þétt. Mestur varð hann þrettán mörk, 24-37, en Eistland skoraði síðasta mark leiksins. Lokatölur í Tallin því 25-37, Íslandi í vil. Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk á skömmum tíma undir lok leiks.vísir/hulda margrét Sóknarleikurinn var framúrskarandi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ísland var með 71 prósent skotnýtingu, skoraði fjórtán mörk eftir hraðaupphlaup og gaf 27 stoðsendingar í leiknum. Gísli gaf flestar stoðsendingar, eða átta, og Elvar Örn Jónsson kom næstur með fimm. Markvarslan var slök í fyrri hálfleik en betri í þeim seinni. Vörnin var misjöfn og það er kannski full mikið að fá á sig 25 mörk gegn ekki sterkari andstæðing. En þetta eru lítil atriði í stóra samhenginu. Það er að Ísland hefur klárað fyrstu tvo leiki sína í undankeppninni á eins öruggan hátt og mögulegt er og frammistaðan hefur verið stórgóð. Núna fer öll einbeiting á heimsmeistaramótið í janúar þar sem okkar menn eru líklegir til afreka. Íslenska liðið spilaði vel á EM í byrjun árs og hefur ekki slegið feilnótu síðan þá. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta
Ísland vann stórsigur á Eistlandi, 25-37, þegar liðin áttust við í Tallin í undankeppni EM 2024 í dag. Íslendingar hafa unnið báða leiki sína í undankeppninni með samtals 27 mörkum. Íslenska liðið náði fljótlega undirtökunum og var sjö mörkum yfir í hálfleik, 13-20. Í seinni hálfleik breikkaði bilið enn frekar og á endanum munaði tólf mörkum á liðunum. Hornamennirnir Bjarki Már Elísson og Sigvaldi Guðjónsson leiddu íslenska liðið í markaskorun og skoruðu samtals sautján mörk; Bjarki Már ellefu og Sigvaldi sex. Viggó Kristjánsson skoraði fjögur. Alls komust ellefu leikmenn Íslands á blað í leiknum. Björgvin Páll Gústavsson varði tíu skot (34 prósent), þar af átta í seinni hálfleik. Ágúst Elí Björgvinsson varði fimm skot, þar af eitt vítakast (45 prósent). Karl Toom var langbesti leikmaður Eistlands í leiknum og skoraði átta mörk. Mihkel Löpp kom næstur með fimm. Sigvaldi Guðjónsson skoraði sex mörk úr hægra horninu.vísir/hulda margrét Það tók Íslendinga nokkurn tíma að finna taktinn gegn óhefðbundinni vörn Eistlendinga. Þá voru okkar menn full aftarlega í vörninni sem Toom nýtti sér. Heimamenn spiluðu langar og hægar sóknir og íslenska vörnin féll full oft í gildru þeirra framan af leik. Eistland komst í 4-2 en Ísland svaraði með 4-1 kafla. Eftir að Henri Sillaste jafnaði í 6-6 skoruðu Íslendingar fjögur mörk í röð og náðu undirtökunum. Eistlendingar töpuðu boltanum ótt og títt og Íslendingar refsuðu með mörkum úr hraðaupphlaupum. Þau voru alls sjö í fyrri hálfleik. Þegar Ísland þurfti að stilla upp í sókn var Gísli í aðalhlutverki. Hann skoraði bara eitt mark í fyrri hálfleik en gaf sex stoðsendingar og átti óbeinan þátt í fjölda annarra marka. Bjarki Már klikkaði á tveimur af fyrstu fjórum skotum sínum en skoraði úr öllum níu skotunum sem hann tók eftir það. Ýmir Örn Gíslason gekk hart fram í vörninni að vanda.vísir/hulda margrét Sóknarleikurinn var heilt yfir frábær í fyrri hálfleik. Ísland skoraði tuttugu mörk og tapaði boltanum ekki einu sinni. Raunar töpuðu Íslendingar boltanum ekki fyrstu 37 mínútur leiksins. Ísland var sjö mörkum yfir í hálfleik, 13-20, og byrjaði seinni hálfleikinn af krafti. Sigvaldi kom Íslendingum níu mörkum yfir, 15-24, þegar hann skoraði úr ómögulegu færi í hægra horninu. Eistlendingar svöruðu með þremur mörkum í röð og minnkuðu muninn í 18-24. Þá stigu okkar menn aftur á bensíngjöfina, skoruðu sex mörk gegn tveimur og náðu tíu marka forskoti, 20-30, um miðjan seinni hálfleik. Þrátt fyrir að Guðmundur Guðmundsson hafi hreyft mikið við íslenska liðinu gaf það ekkert eftir og jók muninn jafnt og þétt. Mestur varð hann þrettán mörk, 24-37, en Eistland skoraði síðasta mark leiksins. Lokatölur í Tallin því 25-37, Íslandi í vil. Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk á skömmum tíma undir lok leiks.vísir/hulda margrét Sóknarleikurinn var framúrskarandi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ísland var með 71 prósent skotnýtingu, skoraði fjórtán mörk eftir hraðaupphlaup og gaf 27 stoðsendingar í leiknum. Gísli gaf flestar stoðsendingar, eða átta, og Elvar Örn Jónsson kom næstur með fimm. Markvarslan var slök í fyrri hálfleik en betri í þeim seinni. Vörnin var misjöfn og það er kannski full mikið að fá á sig 25 mörk gegn ekki sterkari andstæðing. En þetta eru lítil atriði í stóra samhenginu. Það er að Ísland hefur klárað fyrstu tvo leiki sína í undankeppninni á eins öruggan hátt og mögulegt er og frammistaðan hefur verið stórgóð. Núna fer öll einbeiting á heimsmeistaramótið í janúar þar sem okkar menn eru líklegir til afreka. Íslenska liðið spilaði vel á EM í byrjun árs og hefur ekki slegið feilnótu síðan þá.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti