Umdeild reglugerð ráðherra um fjölda barna á leikskólum sett á bið Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. október 2022 12:18 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir fjölmargar áskoranir blasa við í málaflokknum. Vísir/Einar Reglugerðarbreyting mennta- og barnamálaráðherra um ákvörðunarvaldið hvað varðar fjölda barna á leikskólum hefur verið sett á bið eftir mikla gagnrýni. Ráðherra segist vilja ræða málin á breiðari grunni, leiða saman ólíka hópa, og gera stærri breytingar en voru undir í reglugerðinni. Samtal þess efnis muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum. Breytingin var kynnt í samráðsgátt fyrr á árinu en hún vakti hörð viðbrögð og urðu umsagnirnar alls 136 talsins, heilt yfir afar neikvæðar. Í breytingunni eins og hún var kynnt fólst að ákvörðun um fjölda barna á leikskólum skyldi tekin í samstarfi leikskólastjóra og sveitastjórnar en að sveitastjórnir skyldu taka ákvörðun ef til ágreinings kæmi. Leikskólastjóri sagði í samtali við fréttastofu í síðasta mánuði að breytingin væri aðför að leikskólastjórnendum og óttaðist að sveitarfélögin myndu með henni knýja fram hámarksnýtingu á rekstrarleyfi skólanna. „Við höfum bara verið að hlusta á þær athugasemdir sem hafa komið, sem eru fjölmargar, og raunar líka tekið samhliða ákvörðun um að við ætlum að taka þessi mál í svolítið stærra samhengi. Þannig þessi reglugerð hefur verið sett á bið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu mála. „Við erum að undirbúa samtal sem að við þurfum að taka um þennan aldur, það er að segja á breiðari grunni, tengja þar saman sveitarfélög, leikskólasamfélagið , hagsmuni barnanna, vinnumarkaðinn, jafnréttismálin, vegna þess að það eru fjölmargar áskoranir þarna sem að ég held að við þurfum svona heildstæða nálgun til þess að taka á,“ segir hann enn fremur. Vill taka stærri skref en áður Í samfélaginu hafi myndast jarðvegur fyrir breiðari umræðu og telur ráðherrann að leiða þurfi saman ólík sjónarmið. Gagnrýni hafi að hluta til verið ástæða þess að reglugerðin hafi verið sett á bið en aðrir þættir spili sömuleiðis inn í. „Ég held að við þurfum bara stærri breytingar en voru undir í þessari reglugerð og það er svolítið það sem við erum að undirbúa, að fara í stærra samtal. Við stefnum á það núna á leikskólaþingi á haustdögum að kalla alla ólíka hópa að og kannski að hugsa þetta ekki í svona litlum skrefum, heldur að fara mögulega í stærri skref þarna og erum að eiga samtal við ólíka aðila um það þessa dagana,“ segir Ásmundur. Ríkisvaldið hafi í látið málaflokkinn afskiptalausan í nokkurn tíma og eftir standi ýmsar áskoranir þar sem leita þurfi lausna, sem þau ætli nú að gera. Samtal um þau mál muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum. „Þetta er allt saman eitthvað sem við þurfum að eiga samtal um og ég held að sé löngu tímabært,“ segir Ásmundur. Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Tæplega sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni Tæplega sex hundruð börn, tólf mánaða og eldri, voru á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í lok ágústmánaðar. 7. september 2022 06:52 Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18. ágúst 2022 14:42 Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Breytingin var kynnt í samráðsgátt fyrr á árinu en hún vakti hörð viðbrögð og urðu umsagnirnar alls 136 talsins, heilt yfir afar neikvæðar. Í breytingunni eins og hún var kynnt fólst að ákvörðun um fjölda barna á leikskólum skyldi tekin í samstarfi leikskólastjóra og sveitastjórnar en að sveitastjórnir skyldu taka ákvörðun ef til ágreinings kæmi. Leikskólastjóri sagði í samtali við fréttastofu í síðasta mánuði að breytingin væri aðför að leikskólastjórnendum og óttaðist að sveitarfélögin myndu með henni knýja fram hámarksnýtingu á rekstrarleyfi skólanna. „Við höfum bara verið að hlusta á þær athugasemdir sem hafa komið, sem eru fjölmargar, og raunar líka tekið samhliða ákvörðun um að við ætlum að taka þessi mál í svolítið stærra samhengi. Þannig þessi reglugerð hefur verið sett á bið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu mála. „Við erum að undirbúa samtal sem að við þurfum að taka um þennan aldur, það er að segja á breiðari grunni, tengja þar saman sveitarfélög, leikskólasamfélagið , hagsmuni barnanna, vinnumarkaðinn, jafnréttismálin, vegna þess að það eru fjölmargar áskoranir þarna sem að ég held að við þurfum svona heildstæða nálgun til þess að taka á,“ segir hann enn fremur. Vill taka stærri skref en áður Í samfélaginu hafi myndast jarðvegur fyrir breiðari umræðu og telur ráðherrann að leiða þurfi saman ólík sjónarmið. Gagnrýni hafi að hluta til verið ástæða þess að reglugerðin hafi verið sett á bið en aðrir þættir spili sömuleiðis inn í. „Ég held að við þurfum bara stærri breytingar en voru undir í þessari reglugerð og það er svolítið það sem við erum að undirbúa, að fara í stærra samtal. Við stefnum á það núna á leikskólaþingi á haustdögum að kalla alla ólíka hópa að og kannski að hugsa þetta ekki í svona litlum skrefum, heldur að fara mögulega í stærri skref þarna og erum að eiga samtal við ólíka aðila um það þessa dagana,“ segir Ásmundur. Ríkisvaldið hafi í látið málaflokkinn afskiptalausan í nokkurn tíma og eftir standi ýmsar áskoranir þar sem leita þurfi lausna, sem þau ætli nú að gera. Samtal um þau mál muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum. „Þetta er allt saman eitthvað sem við þurfum að eiga samtal um og ég held að sé löngu tímabært,“ segir Ásmundur.
Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Tæplega sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni Tæplega sex hundruð börn, tólf mánaða og eldri, voru á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í lok ágústmánaðar. 7. september 2022 06:52 Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18. ágúst 2022 14:42 Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Tæplega sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni Tæplega sex hundruð börn, tólf mánaða og eldri, voru á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í lok ágústmánaðar. 7. september 2022 06:52
Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18. ágúst 2022 14:42
Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37