Napoli og Club Brugge verða í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar

Atli Arason skrifar
Victor Osimhen skoraði fyrir Napoli í dag.
Victor Osimhen skoraði fyrir Napoli í dag. Giuseppe Maffia/Getty Images

Napoli fékk draumabyrjun þegar Hirving Lozano skoraði strax á 4. mínútu leiksins eftir undirbúning Piotr Zielinski. Giacomo Raspadori tvöfaldaði svo forskot Napoli á 16. mínútu og Napoli leiddi með tveimur mörkum gegn engu í hálfleik.

Davy Klaassen, leikmanni Ajax, tókst svo að gera leikinn spennandi í upphafi síðari hálfleiks þegar hann minnkaði muninn fyrir gestina á 49. mínútu.

Eftir rúman klukkutíma leik fékk Napoli vítaspyrnu sem Khvicha Kvaratskhelia eða „Kvaradona“ skoraði úr og heimamenn aftur komnir með tveggja marka forskot.

Þegar 83 mínútur voru komnar á klukkuna var aftur dæmd vítaspyrna sem Ajax fékk þó í þetta skipi. Steven Bergwijn steig á punktinn og skoraði örugglega úr spyrnu sinni.

Ajax fékk tækifæri til að jafna leikinn en það var hins vegar Victor Osimhen, leikmaður Napoli, sem gulltryggði sigur heimamanna með fjórða marki Napoli á 90. mínútu leiksins og þar við sat. Lokatölur, 4-2 fyrir Napoli.

Með sigrinum tryggir Napoli sér farseðill í 16-liða úrslitin en Napoli hefur unnið alla fjóra leiki sína í A-riðli Meistaradeildarinnar. Ajax er hins vegar í verri málum með aðeins þrjú stig í þriðja sæti riðilsins en efstu tvö liðin fara áfram í 16-liða úrslit. Ajax er þremur stigum á eftir Liverpool sem er í heimsókn hjá Rangers seinna í kvöld.

Í Madríd tóku heimamenn í Atletico Madrid á móti Club Brugge þar sem leiknum lauk með markalausu jafntefli. Með jafnteflinu tryggir belgíska liðið sér þátttökurétt í 16-liða úrslitum, í fyrsta skipti í sögu félagsins

Club Brugge er í efsta sæti B-riðls með sex stiga forskot á Atletico sem er í 2. sæti. Porto og Leverkusen mætast svo í hinum leik riðilsins síðar í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira