Má ég vera feitur? Sveinn Waage skrifar 12. október 2022 12:31 Ef það er einhver aðkallandi umræða sem erfitt reynist að tækla þá er það slagurinn um offituna. Ég hef barist sjálfur við ofþyngd meginhluta fullorðinsáranna. Og baráttan er enn í dag. Náði býsna langt upp í þyngd rétt eftir aldamótin, en hef síðan þrammað á línu yfirþyngdar og offitu samkvæmt BMI. Reyndar hefur árans BMI stuðullinn undanfarin ár sett mig við dauðans dyr jafnvel í gallabuxum 36 í mittið. BMI er jú ekki allra. En hvað sem því líður er ófrávíkjanleg staðreynd að líkamleg og andleg heilsa mín líka batnar og versnað eftir því magni af aukakílóum sem ég burðast með allan daginn. Ef þau eru 20 þá eru það 10 mjólkurfernur í hvorri hendi allan daginn, alltaf. Þá er bakið í drasli, hné og mjaðmir að kvarta, úthaldið ekkert, svefninn í tjóni og HVERNIG getur þá andlega hliðin verið sterk.? Sleppum útlitinu í þessu því það er afstætt. Þéttur Sveinn og léttur Sveinn kann að höfða mismunandi til fólks. En munurinn á þéttum og léttum heilsufarslega er sláandi mikill. Geri því ráð fyrir að sá léttari sé vinsælli hjá mínum nánustu. Það virðist engu máli skipta hversu ókleift fjall staðreynda um skaðsemi offitu verður, „aðgát skal höfð“ með tilheyrandi ákúrum á sendiboðana toppar fjallið nánast alltaf. „Orð hans/hennar eru uppfull af fordómum, fáfræði og fyrirlitningu“ er gusan sem allflestir aðilar lærðir sem ólærðir fá yfir sig. Við þurfum varla að tiltaka dæmi hér. Pavlov hefði lagt frá sér bjölluna og hundana í rannsóknum sínum á klassískri skilyrðingu ef hann hefði upplifað hvernig umræða um offitu triggerar sömu viðbrögðin hjá sama fólkinu. Ding Dong og hundurinn slefar. Ding Dong og þú ert fáfróður og fyrirlítur feita. Offitufaraldurinn er að reynast okkur sá erfiðasti og dýrasti á þessari öld (að Covid meðtöldu) En sigrar sannleikurinn og vísindin ekki alltaf að lokum? Ekki ef við skoðum stöðu trúarbragða í heiminum? Hringavitleysan í 2000 útgáfum sem stenst enga skoðun, staðreyndir og vísindi heldur áfram að plaga heimsbyggðina og hamla framförum, mannréttindum og sér í lagi kvenréttindum. Það er bara að gerast akkúrat núna. Við höfum því fordæmi í fortíð og nútíð, hvernig staðreyndir meiga sín lítils gagnvart sterkum tilfinningum og hugarfari. Er offitan ekki einmitt soldið þannig í raun? Tilfinningar sem trompa staðreyndir? Alveg eins og klerkarnir í Íran, Talibanar í Afganinstan og Kaþólska kirkjan eru og verða dæmd af sögunni fyrir að verja hræðilegan málstað, eymd og hörmungar, þá má velta fyrir sér hver er ábyrgð þeirra sem tala niður raunverulega hættu offitu? Raunverulegar mannlegar hörmungar. Eins og sann-kristni fornleifafræðingurinn sem fann spítu í fjallshlíð kallar upp “sko örkin hans Nóa var víst til” kallar annar álíka sannfærandi; “en grannt fólk verður líka veikt” En já BMI er gallaður kvarði en að meðaltali og sem endurtekin viðmið virkar hann til að sýna ógnvænlega þróun án hlutdrægni og tilfinninga. Og þróunin er einmitt ógnvænleg. Getum við rætt þennan alvarlega vágest af þeirri alvöru sem hann á skilið? Einn af mínum uppáhalds grínistum Ralphie May var meistari í að brjóta niður veggi fordóma og kynþáttahaturs með snilli sinni og víðsýni. Hann dó úr offitu 45 ára árið 2017. Þvílík sóun á hæfileikum. Aðrir frábærir listamenn í mikilli ofþyngd hafa annað hvort náð þyngdinni niður og heilsunni um leið eða dáið langt fyrir aldur fram. Og auðvitað allt venjulegt fólk líka, ekki misskilja. Og AUÐVITAÐ eiga allir að fá að vera alls konar, í útliti, kynhneigð nefndu það. Fordómar eru ömurlegir punktur, hvort sem það er gegn öðrum kynþáttum, kynjum eða feitum. Allt ömurlegt. En, gæti verið ráð að aðskilja líkams-vanvirðingu annars vegar í umræðunni um offitu og læknisfræðilegar staðreyndir hins vegar? Við bara verðum, og vil ég hrósa því heilbrigðisstarfsfólki sem þorir að stíga fram opinberlega og segja sannleikann, þrátt fyrir hættuna að fá fordóma- og/eða gerendastimpil á sig um leið. Má ég vera feitur? Já, auðvitað en ekki ef ég vil lifa lífinu heilbrigðari, líða betur á sál og líkama. Svarið fyrir mig og mína nánustu er því nei. Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari í þungavikt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Waage Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ef það er einhver aðkallandi umræða sem erfitt reynist að tækla þá er það slagurinn um offituna. Ég hef barist sjálfur við ofþyngd meginhluta fullorðinsáranna. Og baráttan er enn í dag. Náði býsna langt upp í þyngd rétt eftir aldamótin, en hef síðan þrammað á línu yfirþyngdar og offitu samkvæmt BMI. Reyndar hefur árans BMI stuðullinn undanfarin ár sett mig við dauðans dyr jafnvel í gallabuxum 36 í mittið. BMI er jú ekki allra. En hvað sem því líður er ófrávíkjanleg staðreynd að líkamleg og andleg heilsa mín líka batnar og versnað eftir því magni af aukakílóum sem ég burðast með allan daginn. Ef þau eru 20 þá eru það 10 mjólkurfernur í hvorri hendi allan daginn, alltaf. Þá er bakið í drasli, hné og mjaðmir að kvarta, úthaldið ekkert, svefninn í tjóni og HVERNIG getur þá andlega hliðin verið sterk.? Sleppum útlitinu í þessu því það er afstætt. Þéttur Sveinn og léttur Sveinn kann að höfða mismunandi til fólks. En munurinn á þéttum og léttum heilsufarslega er sláandi mikill. Geri því ráð fyrir að sá léttari sé vinsælli hjá mínum nánustu. Það virðist engu máli skipta hversu ókleift fjall staðreynda um skaðsemi offitu verður, „aðgát skal höfð“ með tilheyrandi ákúrum á sendiboðana toppar fjallið nánast alltaf. „Orð hans/hennar eru uppfull af fordómum, fáfræði og fyrirlitningu“ er gusan sem allflestir aðilar lærðir sem ólærðir fá yfir sig. Við þurfum varla að tiltaka dæmi hér. Pavlov hefði lagt frá sér bjölluna og hundana í rannsóknum sínum á klassískri skilyrðingu ef hann hefði upplifað hvernig umræða um offitu triggerar sömu viðbrögðin hjá sama fólkinu. Ding Dong og hundurinn slefar. Ding Dong og þú ert fáfróður og fyrirlítur feita. Offitufaraldurinn er að reynast okkur sá erfiðasti og dýrasti á þessari öld (að Covid meðtöldu) En sigrar sannleikurinn og vísindin ekki alltaf að lokum? Ekki ef við skoðum stöðu trúarbragða í heiminum? Hringavitleysan í 2000 útgáfum sem stenst enga skoðun, staðreyndir og vísindi heldur áfram að plaga heimsbyggðina og hamla framförum, mannréttindum og sér í lagi kvenréttindum. Það er bara að gerast akkúrat núna. Við höfum því fordæmi í fortíð og nútíð, hvernig staðreyndir meiga sín lítils gagnvart sterkum tilfinningum og hugarfari. Er offitan ekki einmitt soldið þannig í raun? Tilfinningar sem trompa staðreyndir? Alveg eins og klerkarnir í Íran, Talibanar í Afganinstan og Kaþólska kirkjan eru og verða dæmd af sögunni fyrir að verja hræðilegan málstað, eymd og hörmungar, þá má velta fyrir sér hver er ábyrgð þeirra sem tala niður raunverulega hættu offitu? Raunverulegar mannlegar hörmungar. Eins og sann-kristni fornleifafræðingurinn sem fann spítu í fjallshlíð kallar upp “sko örkin hans Nóa var víst til” kallar annar álíka sannfærandi; “en grannt fólk verður líka veikt” En já BMI er gallaður kvarði en að meðaltali og sem endurtekin viðmið virkar hann til að sýna ógnvænlega þróun án hlutdrægni og tilfinninga. Og þróunin er einmitt ógnvænleg. Getum við rætt þennan alvarlega vágest af þeirri alvöru sem hann á skilið? Einn af mínum uppáhalds grínistum Ralphie May var meistari í að brjóta niður veggi fordóma og kynþáttahaturs með snilli sinni og víðsýni. Hann dó úr offitu 45 ára árið 2017. Þvílík sóun á hæfileikum. Aðrir frábærir listamenn í mikilli ofþyngd hafa annað hvort náð þyngdinni niður og heilsunni um leið eða dáið langt fyrir aldur fram. Og auðvitað allt venjulegt fólk líka, ekki misskilja. Og AUÐVITAÐ eiga allir að fá að vera alls konar, í útliti, kynhneigð nefndu það. Fordómar eru ömurlegir punktur, hvort sem það er gegn öðrum kynþáttum, kynjum eða feitum. Allt ömurlegt. En, gæti verið ráð að aðskilja líkams-vanvirðingu annars vegar í umræðunni um offitu og læknisfræðilegar staðreyndir hins vegar? Við bara verðum, og vil ég hrósa því heilbrigðisstarfsfólki sem þorir að stíga fram opinberlega og segja sannleikann, þrátt fyrir hættuna að fá fordóma- og/eða gerendastimpil á sig um leið. Má ég vera feitur? Já, auðvitað en ekki ef ég vil lifa lífinu heilbrigðari, líða betur á sál og líkama. Svarið fyrir mig og mína nánustu er því nei. Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari í þungavikt.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun