Tilþrifin: Tight birtist úr myrkrinu og tekur út þrjá Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. október 2022 10:46 Tight á Elko tilþrifgærkvöldsins. Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Tight í liði Ten5ion sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. Tilþrif kvöldsins sýndi Tight um miðja viðureign þegar Ten5ion var undir gegn Breiðablik, 9-5. Flestir leikmenn leiksins höfðu þá safnast saman í kringum sprengjusvæði B á kortinu Vertigo, en reyksprengja gerði það að verkum að fæstir gátu séð hvað gekk á um stund. Þrátt fyrir sjónleysið tókst Tight að taka út LiLLehhh í gegnum reykinn og fylgdi því svo eftir með því að taka niður wNkr og viRuz þegar sjónin lagaðist á nýjan leik. Góð tilþrif Tight komu þó ekki í veg fyrir sigur Breiðabliks þar sem Tight og hans félagar í Ten5ion máttu að lokum þola enn eitt tapið, 16-9. Ten5ion er því enn án stiga á botni Ljósleiðaradeildarinnar eftir fimm leiki, en tilþrif Tight má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Elko tilþrif: Tight birtist úr myrkrinu og tekur út þrjá Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti
Tilþrif kvöldsins sýndi Tight um miðja viðureign þegar Ten5ion var undir gegn Breiðablik, 9-5. Flestir leikmenn leiksins höfðu þá safnast saman í kringum sprengjusvæði B á kortinu Vertigo, en reyksprengja gerði það að verkum að fæstir gátu séð hvað gekk á um stund. Þrátt fyrir sjónleysið tókst Tight að taka út LiLLehhh í gegnum reykinn og fylgdi því svo eftir með því að taka niður wNkr og viRuz þegar sjónin lagaðist á nýjan leik. Góð tilþrif Tight komu þó ekki í veg fyrir sigur Breiðabliks þar sem Tight og hans félagar í Ten5ion máttu að lokum þola enn eitt tapið, 16-9. Ten5ion er því enn án stiga á botni Ljósleiðaradeildarinnar eftir fimm leiki, en tilþrif Tight má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Elko tilþrif: Tight birtist úr myrkrinu og tekur út þrjá
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti