Gríðarleg eftirspurn eftir kynferðislegu aðgengi að flóttamönnum á netinu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. október 2022 22:30 Valiant Richey, yfirmaður mansalsdeildar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, segir alla þurfa að vera á verði. Stöð 2 Eftirspurn eftir kynferðislegu aðgengi að úkraínskum flóttamönnum á netinu hefur aukist gríðarlega undanfarið, meðal annars á Íslandi. Þeir sem stundi mansal nýti það til að þvinga varnarlaust fólk til kynlífsþrælkunar. Yfirmaður mansalsdeildar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu segir íslensk stjórnvöld og lögreglu þurfa að vera á verði og beina athyglinni að netinu. Teymi á vegum Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu er á landinu um þessar mundir til að ráðleggja íslenskum stjórnvöldum þegar kemur að mansali, meðal annars með tilliti til gríðarlegs fjölda flóttamanna frá Úkraínu í Evrópu. Valiant Richey, yfirmaður mansalsdeildar ÖSE, segir íslensk stjórnvöld hafa staðið sig vel í baráttunni gegn mansali í raunheiminum. Lögunum í kringum mansal var breytt í júní 2021 og var skilgreining laganna víkkuð með það að markmiði að fleiri mál fái framgang í refsivörslukerfinu. Í apríl var fyrsta sakfellingin fyrir mansal í rúman áratug. Nú blasir þó annars konar vandamál við. „Það hefur verið mikil áhersla á birtingarmyndir mansals utan netsins en nú þarf að beina athyglinni að netinu,“ segir Richey en eitt helsta áhyggjuefnið núna er mikil eftirspurn eftir kynferðislegu aðgengi að flóttamönnum á netinu. „Leitarorð eins og "úkraínskt klám", "úkraínskar fylgdarkonur", "úkraínskar konur fyrir kynlíf" eru orðin 200 til 600 prósent algengari á ÖSE-svæðinu. Þetta veldur okkur áhyggjum því þeir sem stunda mansal vita þetta og munu bregðast við því með því að reyna að þvinga varnarlaust fólk til kynlífsþrælkunar,“ segir Richey. Vísbendingar séu um að sambærileg þróun sé að eiga sér stað hér á landi og því þurfi lögregla og fleiri að einblína sérstaklega á misnotkun á netinu og hafa frumkvæði á því að kanna þessi mál, meðal annars með því að leita sérstaklega á vefsíðum þar sem kynlíf er auglýst og hætta er á misnotkun. Þá þurfi íslensk stjórnvöld alvarlega að íhuga að leggja fram lagafrumvörp sem krefja fyrirtæki um að tryggja að vettvangur þeirra sé öruggur. „Mikillar árvekni er þörf hjá stjórnvöldum núna. Ég held að margir freistist til að halda að fólk sé öruggt og að við þurfum ekki að gera eins mikið. Það er ekki tilfellið. Við verðum halda árvekni okkar og vera sterk í forvarnarstarfinu og gæta öryggis fólks,“ segir Richey. Þá þurfi samfélagið allt að taka þátt, enda ljóst að vandinn muni ekki leysast í náinni framtíð. Viðbúið er að jaðarsettir hópar eins og Úkraínumenn verði aðeins í viðkvæmari stöðu eftir því sem fram líður og að fjöldi flóttamanna muni mögulega aukast. „Ef það eru ekki Úkraínumenn þá verður það einhver annar hópur sem er jaðarsettur, sem er viðkvæmur, sem er misnotaður. Þetta útheimtir mikla athygli og árvekni til að tryggja öryggi fólks og að þeir sem valda þessum skaða séu látnir sæta ábyrgð,“ segir Richey en hann kveðst bjartsýnn á að hægt sé að leysa vandann að lokum. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Klám Tengdar fréttir Rúmlega 90 prósent þolenda vændis hafi orðið fyrir öðru kynferðisofbeldi Rúmlega 60 prósent þolenda vændis sem hafa leitað til Stígamóta frá árinu 2013 hafa reynt að fremja sjálfsvíg og um 92 prósent þeirra höfðu orðið fyrir öðru kynferðisofbeldi á lífsleiðinni, 80 prósent fyrir átján ára aldur. Þetta er meðal niðurstaða rannsóknar sem kynnt verða á málþingi um vændi í dag. Talskona Stígamóta segir mikilvægt að fólk átti sig á skaðlegum áhrifum vændis og varpi ljósi á gerendur. 22. september 2022 13:31 Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29 Ísland aftur fyrsta flokks í baráttunni gegn mansali Ísland er aftur komið í fyrsta flokk í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um varnir gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað annars flokks frá árinu 2017. Meðal þess sem kom landinu upp í fyrsta flokk var mansalsdómur sem féll í ár, sá fyrsti í rúman áratug. 21. júlí 2022 09:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Teymi á vegum Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu er á landinu um þessar mundir til að ráðleggja íslenskum stjórnvöldum þegar kemur að mansali, meðal annars með tilliti til gríðarlegs fjölda flóttamanna frá Úkraínu í Evrópu. Valiant Richey, yfirmaður mansalsdeildar ÖSE, segir íslensk stjórnvöld hafa staðið sig vel í baráttunni gegn mansali í raunheiminum. Lögunum í kringum mansal var breytt í júní 2021 og var skilgreining laganna víkkuð með það að markmiði að fleiri mál fái framgang í refsivörslukerfinu. Í apríl var fyrsta sakfellingin fyrir mansal í rúman áratug. Nú blasir þó annars konar vandamál við. „Það hefur verið mikil áhersla á birtingarmyndir mansals utan netsins en nú þarf að beina athyglinni að netinu,“ segir Richey en eitt helsta áhyggjuefnið núna er mikil eftirspurn eftir kynferðislegu aðgengi að flóttamönnum á netinu. „Leitarorð eins og "úkraínskt klám", "úkraínskar fylgdarkonur", "úkraínskar konur fyrir kynlíf" eru orðin 200 til 600 prósent algengari á ÖSE-svæðinu. Þetta veldur okkur áhyggjum því þeir sem stunda mansal vita þetta og munu bregðast við því með því að reyna að þvinga varnarlaust fólk til kynlífsþrælkunar,“ segir Richey. Vísbendingar séu um að sambærileg þróun sé að eiga sér stað hér á landi og því þurfi lögregla og fleiri að einblína sérstaklega á misnotkun á netinu og hafa frumkvæði á því að kanna þessi mál, meðal annars með því að leita sérstaklega á vefsíðum þar sem kynlíf er auglýst og hætta er á misnotkun. Þá þurfi íslensk stjórnvöld alvarlega að íhuga að leggja fram lagafrumvörp sem krefja fyrirtæki um að tryggja að vettvangur þeirra sé öruggur. „Mikillar árvekni er þörf hjá stjórnvöldum núna. Ég held að margir freistist til að halda að fólk sé öruggt og að við þurfum ekki að gera eins mikið. Það er ekki tilfellið. Við verðum halda árvekni okkar og vera sterk í forvarnarstarfinu og gæta öryggis fólks,“ segir Richey. Þá þurfi samfélagið allt að taka þátt, enda ljóst að vandinn muni ekki leysast í náinni framtíð. Viðbúið er að jaðarsettir hópar eins og Úkraínumenn verði aðeins í viðkvæmari stöðu eftir því sem fram líður og að fjöldi flóttamanna muni mögulega aukast. „Ef það eru ekki Úkraínumenn þá verður það einhver annar hópur sem er jaðarsettur, sem er viðkvæmur, sem er misnotaður. Þetta útheimtir mikla athygli og árvekni til að tryggja öryggi fólks og að þeir sem valda þessum skaða séu látnir sæta ábyrgð,“ segir Richey en hann kveðst bjartsýnn á að hægt sé að leysa vandann að lokum.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Klám Tengdar fréttir Rúmlega 90 prósent þolenda vændis hafi orðið fyrir öðru kynferðisofbeldi Rúmlega 60 prósent þolenda vændis sem hafa leitað til Stígamóta frá árinu 2013 hafa reynt að fremja sjálfsvíg og um 92 prósent þeirra höfðu orðið fyrir öðru kynferðisofbeldi á lífsleiðinni, 80 prósent fyrir átján ára aldur. Þetta er meðal niðurstaða rannsóknar sem kynnt verða á málþingi um vændi í dag. Talskona Stígamóta segir mikilvægt að fólk átti sig á skaðlegum áhrifum vændis og varpi ljósi á gerendur. 22. september 2022 13:31 Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29 Ísland aftur fyrsta flokks í baráttunni gegn mansali Ísland er aftur komið í fyrsta flokk í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um varnir gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað annars flokks frá árinu 2017. Meðal þess sem kom landinu upp í fyrsta flokk var mansalsdómur sem féll í ár, sá fyrsti í rúman áratug. 21. júlí 2022 09:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Rúmlega 90 prósent þolenda vændis hafi orðið fyrir öðru kynferðisofbeldi Rúmlega 60 prósent þolenda vændis sem hafa leitað til Stígamóta frá árinu 2013 hafa reynt að fremja sjálfsvíg og um 92 prósent þeirra höfðu orðið fyrir öðru kynferðisofbeldi á lífsleiðinni, 80 prósent fyrir átján ára aldur. Þetta er meðal niðurstaða rannsóknar sem kynnt verða á málþingi um vændi í dag. Talskona Stígamóta segir mikilvægt að fólk átti sig á skaðlegum áhrifum vændis og varpi ljósi á gerendur. 22. september 2022 13:31
Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29
Ísland aftur fyrsta flokks í baráttunni gegn mansali Ísland er aftur komið í fyrsta flokk í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um varnir gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað annars flokks frá árinu 2017. Meðal þess sem kom landinu upp í fyrsta flokk var mansalsdómur sem féll í ár, sá fyrsti í rúman áratug. 21. júlí 2022 09:02