Íslendingaliðið tók stig gegn Englandsmeisturunum | Juventus tapaði í Ísrael 11. október 2022 18:46 Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK í kvöld. Lynne Cameron - Manchester City/Manchester City FC via Getty Images Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og félagar í danska meistaraliðinu FC Kaupmannahöfn sóttu sitt annað stig í G-riðli Meistaradeildar Evrópu þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn ógnarsterku liði Manchester City í kvöld. Hákon Arnar Var í byrjunarliði FCK í kvöld, en var tekinn af velli eftir um klukkutíma leik fyrir félaga sinn frá Akranesi, Ísak Bergmann Jóhannesson. Eins og við var að búast voru það gestirnir í Manchester City sem voru mun sterkari aðilinn í leiknum og Rodri virtist hafa komið liðinu í forystu strax á 11. mínútu leiksins, en markið dæmt af vegna brots í aðdraganda þess. Gestirnir fengu svo vítaspyrnu eftir rúmlega tuttugu mínútna leik eftir að Nicolai Boilesen hendlék knöttinn innan vítateigs. Riyad Mahrez fór á punktinn fyrir gestina, en Kamil Grabara varði frá honum og staðan því enn markalaus. Heimamenn í FCK fengu þó ágætis líflínu á 30. mínútu leiksins þegar Sergio Gomez braut á Hákoni Arnari þegar sá síðarnefndi var við það að sleppa í gegn og Gomez fékk að líta beint rautt spjald. Manni færri tókst Englandsmeisturunum ekki að finna netmöskvana og niðurstaðan því markalaust jafntefli í þó nokkuð fjörugum leik. Íslendingalið FCK er því með tvö stig eftir fjóra leik í þriðja sæti G-riðils, átta stigum á eftir City sem trónir á toppi riðilsins með tíu stig. Hvilken fight der blev leveret for øjnene af de 35.447 tilskuere på en flot aften i Parken. Og vores fight, som retfærdigvis var 11 mod 10, blev belønnet med det ene point, da ingen af mandskaberne scorede i løbet af de 90 minutter. #fckmci | #fcklive | #cldk pic.twitter.com/FzusEvWEYV— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) October 11, 2022 Þá er ítalska stórliðið Juventus í slæmum málum í H-riðli eftir að liðið mátti þola 2-0 tap gegn ísraelska liðinu Maccabi Haifa á útivelli í kvöld. Bæði mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik og liðin eru því jöfn í þriðja til fjórða sæti riðilsins með þrjú stig, fjórum stigum á eftir PSG og Benfica sem mætast í kvöld. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og félagar í danska meistaraliðinu FC Kaupmannahöfn sóttu sitt annað stig í G-riðli Meistaradeildar Evrópu þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn ógnarsterku liði Manchester City í kvöld. Hákon Arnar Var í byrjunarliði FCK í kvöld, en var tekinn af velli eftir um klukkutíma leik fyrir félaga sinn frá Akranesi, Ísak Bergmann Jóhannesson. Eins og við var að búast voru það gestirnir í Manchester City sem voru mun sterkari aðilinn í leiknum og Rodri virtist hafa komið liðinu í forystu strax á 11. mínútu leiksins, en markið dæmt af vegna brots í aðdraganda þess. Gestirnir fengu svo vítaspyrnu eftir rúmlega tuttugu mínútna leik eftir að Nicolai Boilesen hendlék knöttinn innan vítateigs. Riyad Mahrez fór á punktinn fyrir gestina, en Kamil Grabara varði frá honum og staðan því enn markalaus. Heimamenn í FCK fengu þó ágætis líflínu á 30. mínútu leiksins þegar Sergio Gomez braut á Hákoni Arnari þegar sá síðarnefndi var við það að sleppa í gegn og Gomez fékk að líta beint rautt spjald. Manni færri tókst Englandsmeisturunum ekki að finna netmöskvana og niðurstaðan því markalaust jafntefli í þó nokkuð fjörugum leik. Íslendingalið FCK er því með tvö stig eftir fjóra leik í þriðja sæti G-riðils, átta stigum á eftir City sem trónir á toppi riðilsins með tíu stig. Hvilken fight der blev leveret for øjnene af de 35.447 tilskuere på en flot aften i Parken. Og vores fight, som retfærdigvis var 11 mod 10, blev belønnet med det ene point, da ingen af mandskaberne scorede i løbet af de 90 minutter. #fckmci | #fcklive | #cldk pic.twitter.com/FzusEvWEYV— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) October 11, 2022 Þá er ítalska stórliðið Juventus í slæmum málum í H-riðli eftir að liðið mátti þola 2-0 tap gegn ísraelska liðinu Maccabi Haifa á útivelli í kvöld. Bæði mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik og liðin eru því jöfn í þriðja til fjórða sæti riðilsins með þrjú stig, fjórum stigum á eftir PSG og Benfica sem mætast í kvöld.