Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30. Stöð 2

Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina en tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Fjallað verður nánar um málið og rætt við afbrotafræðing um stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Við sjáum myndir frá eyðileggingunni í kvöldfréttum, verðum í beinni frá mótmælum við rússneska sendiráðið og ræðum við utanríkisráðherra um málið.

Gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að skipuleggja hryðjuverk hér landi var stytt í dag um viku. Þingmenn og verkalýðsforingjar hafa verið kallaðir í skýrslutöku vegna málsins en mennirnir ræddu meðal annars um að myrða Gunnar Smára formann Sóslíalistaflokksins og Sólveigu Önnu formann Eflingar. Við ræðum við þau og þingmann Pírata sem einnig var boðaður í skýrslutöku.

Við kíkjum einnig á miklar framkvæmdir á skíðasvæðinu í Bláfjöllum, kynnum okkur sérstakt mál sem varðar þjófnað á lokum af skyrdollum og skoðum sýningu á útskornum listaverkum í Flóahreppi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×