Handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn: „Þetta var ekki rétt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 9. október 2022 20:55 Maðurinn sem skaut hestinn leigði herbergi hjá feðgunum. Arnar Kjærnested Leigusali karlmanns sem var handtekinn fyrir að skjóta hest með boga var handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn í aðgerðum sérsveitarinnar á aðfararnótt laugardags. Feðgarnir gagnrýna vinnubrögð lögreglu en þeir þurftu báðir að dvelja á lögreglustöðinni á Selfossi langt fram á nótt. Aðfararnótt laugardags var karlmaður handtekinn við Norðurleið í Tjarnabyggð grunaður um að hafa skotið hest með boga. Húsleit var gerð hjá manninum og við hana fundust bogi, örvar og nokkur fjöldi eggvopna. Leigusali mannsins, Helgi Már Björnsson, var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar, þrátt fyrir að hafa engin tengsl við manninn fyrir utan það að leigja honum herbergi. Helgi var tekinn upp á lögreglustöð ásamt syni sínum, Arnari Breka Helgasyni, á meðan leitað var í herbergi bogmannsins. „Ég var inni í bílskúr og þeir voru uppi. Svo kemur sérsveitin, ég held það hafi verið fjórir eða fimm sérsveitarbílar og nokkrir lögreglubílar. Það var búið að umkringja húsið. Þeir byrjuðu á að segja manninum að koma út. Hann fer út, svo pabbi og svo ég,“ segir Arnar Breki í samtali við fréttastofu. Þeir feðgar hafi verið látnir bíða berfættir og í bol fyrir utan hús sitt í nístingskulda þar til þeir voru færðir á lögreglustöðina á Selfossi. Hvorugur þeirra hafi fengið að ná sér í hlýrri föt áður en þangað var haldið. „Ég var látinn bíða í hálftíma berfættur á bolnum úti þar sem tveir sérsveitarmenn héldu mér. Ég var alveg sallarólegur en var látinn bíða þarna á malarbílaplaninu. Þeir sögðu ekkert um hvað málið snerist,“ segir Helgi Már. Feðgarnir gagnrýna vinnubrögð lögreglu en hvorugur fékk að vita hvað væri í gangi fyrr en þeir voru mættir á lögreglustöðina. Þeir segja að látið hafi verið við þá eins og glæpamenn. „Þetta voru alls ekki rétt vinnubrögð. Ég horfði á pabba minn vera handtekinn úti í skítakulda og það var miðað byssum í andlitið á okkur öllum. Þetta var ekki rétt,“ segir Arnar Breki en hann er fimmtán ára gamall. Faðir hans tekur í sama streng og segir að þarna hafi verið gróft tekið á saklausu fólki. Þeir segja að á lögreglustöðinni hafi löngu verið orðið ljóst að þeir tengdust málinu ekki. Þeir voru einungis spurðir spurninga um leigjandann. Samt sem áður hafi þeir þurft að dvelja á lögreglustöðinni í rúma fjóra klukkutíma. Lögreglan hafi sagt við Helga og Arnar að einungis hafi verið leitað í herbergi leigjandans en ekki í öllu húsinu. Þeir segja að samt sem áður hafi vitni séð úr fjarska að myndir voru teknar inni í eldhúsi þeirra. „Við vitum ekki hvort það var leitað í öllu húsinu. Ég er með upptökur af þeim úr öryggismyndavélum labba inn í húsið. Ég á eftir að fara betur yfir öryggismyndavélarnar,“ segir Arnar. Hesturinn sem var skotinn var af bænum Bakka í Tjarnabyggð. Feðgarnir segja að hestar þaðan hafi oft ráfað inn á landareign Helga. Íbúar á Bakka hafi ekki sett upp nægilega góðar girðingar til þess að halda hestunum á sínu landi. Leigjandinn hafi skotið hestinn þegar hann var á landareign Helga. Arnar segist hafa náð myndbandi af atvikinu á síma sinn en hann hafi þurft að afhenda lögreglu hann í aðgerðunum. Hér fyrir neðan má sjá brot úr myndbandinu. Maðurinn var verulega ölvaður þegar hann skaut hestinn. Arnar segist hafa tekið myndbandið til að vernda sjálfan sig ef maðurinn hefði gengið lengra. Hann segist hafa óttast eigið öryggi. Fréttin hefur verið uppfærð. Dýr Hestar Dýraheilbrigði Árborg Lögreglumál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Aðfararnótt laugardags var karlmaður handtekinn við Norðurleið í Tjarnabyggð grunaður um að hafa skotið hest með boga. Húsleit var gerð hjá manninum og við hana fundust bogi, örvar og nokkur fjöldi eggvopna. Leigusali mannsins, Helgi Már Björnsson, var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar, þrátt fyrir að hafa engin tengsl við manninn fyrir utan það að leigja honum herbergi. Helgi var tekinn upp á lögreglustöð ásamt syni sínum, Arnari Breka Helgasyni, á meðan leitað var í herbergi bogmannsins. „Ég var inni í bílskúr og þeir voru uppi. Svo kemur sérsveitin, ég held það hafi verið fjórir eða fimm sérsveitarbílar og nokkrir lögreglubílar. Það var búið að umkringja húsið. Þeir byrjuðu á að segja manninum að koma út. Hann fer út, svo pabbi og svo ég,“ segir Arnar Breki í samtali við fréttastofu. Þeir feðgar hafi verið látnir bíða berfættir og í bol fyrir utan hús sitt í nístingskulda þar til þeir voru færðir á lögreglustöðina á Selfossi. Hvorugur þeirra hafi fengið að ná sér í hlýrri föt áður en þangað var haldið. „Ég var látinn bíða í hálftíma berfættur á bolnum úti þar sem tveir sérsveitarmenn héldu mér. Ég var alveg sallarólegur en var látinn bíða þarna á malarbílaplaninu. Þeir sögðu ekkert um hvað málið snerist,“ segir Helgi Már. Feðgarnir gagnrýna vinnubrögð lögreglu en hvorugur fékk að vita hvað væri í gangi fyrr en þeir voru mættir á lögreglustöðina. Þeir segja að látið hafi verið við þá eins og glæpamenn. „Þetta voru alls ekki rétt vinnubrögð. Ég horfði á pabba minn vera handtekinn úti í skítakulda og það var miðað byssum í andlitið á okkur öllum. Þetta var ekki rétt,“ segir Arnar Breki en hann er fimmtán ára gamall. Faðir hans tekur í sama streng og segir að þarna hafi verið gróft tekið á saklausu fólki. Þeir segja að á lögreglustöðinni hafi löngu verið orðið ljóst að þeir tengdust málinu ekki. Þeir voru einungis spurðir spurninga um leigjandann. Samt sem áður hafi þeir þurft að dvelja á lögreglustöðinni í rúma fjóra klukkutíma. Lögreglan hafi sagt við Helga og Arnar að einungis hafi verið leitað í herbergi leigjandans en ekki í öllu húsinu. Þeir segja að samt sem áður hafi vitni séð úr fjarska að myndir voru teknar inni í eldhúsi þeirra. „Við vitum ekki hvort það var leitað í öllu húsinu. Ég er með upptökur af þeim úr öryggismyndavélum labba inn í húsið. Ég á eftir að fara betur yfir öryggismyndavélarnar,“ segir Arnar. Hesturinn sem var skotinn var af bænum Bakka í Tjarnabyggð. Feðgarnir segja að hestar þaðan hafi oft ráfað inn á landareign Helga. Íbúar á Bakka hafi ekki sett upp nægilega góðar girðingar til þess að halda hestunum á sínu landi. Leigjandinn hafi skotið hestinn þegar hann var á landareign Helga. Arnar segist hafa náð myndbandi af atvikinu á síma sinn en hann hafi þurft að afhenda lögreglu hann í aðgerðunum. Hér fyrir neðan má sjá brot úr myndbandinu. Maðurinn var verulega ölvaður þegar hann skaut hestinn. Arnar segist hafa tekið myndbandið til að vernda sjálfan sig ef maðurinn hefði gengið lengra. Hann segist hafa óttast eigið öryggi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýr Hestar Dýraheilbrigði Árborg Lögreglumál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira