Andri Snær: Frábær reynsla fyrir ungu stelpurnar 8. október 2022 22:33 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs. Vísir/Hulda Margrét Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, er ánægður með að lið hans hafi tekið þátt í Evrópubikar kvenna þrátt fyrir 11 marka tap gegn makedónsku meisturunum í Gjorche Petrov í KA-heimilinu í kvöld. Liðin gerðu 20-20 jafntefli í gærkvöldi þannig að sveiflan er mikil á milli þessara tveggja leikja. Hver er munurinn á frammistöðunni á milli leikja? „Við vorum arfarslakar sóknarlega of lengi í þessum leik. Í fyrri leiknum tókum við kafla þar sem við vorum slakar en þetta var bara alls ekki gott, sérstaklega í fyrri hálfleik, þar sem við vorum með of marga glataða bolta og í raun og veru var þetta ekki alveg boðlegt oft á tíðum ef ég á að vera hreinskilinn en það er fyrst og fremst munurinn; það er of langur kafli þar sem sóknin var í tómu basli.” Þrátt fyrir stórt tap fengu margar ungar stelpur tækifæri á stóru sviði og Andri er mjög ánægður með það. „Það er ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara í þetta verkefni, til að láta ungu leikmennina spila og við getum alveg séð það að þetta er frábær reynsla og ég var ánægður með það hvernig ungir leikmenn komu inn af bekknum og síðustu 20 mínúturnar voru mun betri sóknarlega þar sem þær sýndu allavega áræðni að fara á markið og ég er handviss um að það hafi verið hárrétt ákvörður að taka þátt í þessu. Þetta er flott lið sem við vorum að spila á móti og stelpurnar ungu fá mikið út úr því að spila á móti þessu liði. Þær eru í góðu formi makedónsku stelpurnar og hraðar og við bara lærum af þessu.” Hrafnhildur Irma Jónsdóttir og Anna Þyrí Halldórsdóttir voru báðar fluttar á sjúkrahús í gærkvöldi vegna meiðsla sem þær hlutu í fyrri leiknum. Þá er Rut Jónsdóttir frá vegna meiðsla. Andri Snær fór aðeins yfir stöðuna á þessum leikmönnum. „Hrafnhildur Irma er því miður handleggsbrotin og verður lengi frá, þarf í aðgerð. Anna Þyrí er frekar illa tjónuð eftir gærdaginn en það kemur í ljós í hversu langan tíma það verður en við vonumst eftir Rut í næsta leik, hún er að skríða saman, auðvitað munar um þessa leikmenn. Ég er samt rosalega ánægður með það að þessi leikmannahópur gafst aldrei upp í þessu einvígi og við erum að búa til nýtt lið má segja og það tekur tíma en með þessari elju og þessari baráttu munum við áfram bæta okkur,” sagði hann að endingu. KA Þór Akureyri Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Liðin gerðu 20-20 jafntefli í gærkvöldi þannig að sveiflan er mikil á milli þessara tveggja leikja. Hver er munurinn á frammistöðunni á milli leikja? „Við vorum arfarslakar sóknarlega of lengi í þessum leik. Í fyrri leiknum tókum við kafla þar sem við vorum slakar en þetta var bara alls ekki gott, sérstaklega í fyrri hálfleik, þar sem við vorum með of marga glataða bolta og í raun og veru var þetta ekki alveg boðlegt oft á tíðum ef ég á að vera hreinskilinn en það er fyrst og fremst munurinn; það er of langur kafli þar sem sóknin var í tómu basli.” Þrátt fyrir stórt tap fengu margar ungar stelpur tækifæri á stóru sviði og Andri er mjög ánægður með það. „Það er ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara í þetta verkefni, til að láta ungu leikmennina spila og við getum alveg séð það að þetta er frábær reynsla og ég var ánægður með það hvernig ungir leikmenn komu inn af bekknum og síðustu 20 mínúturnar voru mun betri sóknarlega þar sem þær sýndu allavega áræðni að fara á markið og ég er handviss um að það hafi verið hárrétt ákvörður að taka þátt í þessu. Þetta er flott lið sem við vorum að spila á móti og stelpurnar ungu fá mikið út úr því að spila á móti þessu liði. Þær eru í góðu formi makedónsku stelpurnar og hraðar og við bara lærum af þessu.” Hrafnhildur Irma Jónsdóttir og Anna Þyrí Halldórsdóttir voru báðar fluttar á sjúkrahús í gærkvöldi vegna meiðsla sem þær hlutu í fyrri leiknum. Þá er Rut Jónsdóttir frá vegna meiðsla. Andri Snær fór aðeins yfir stöðuna á þessum leikmönnum. „Hrafnhildur Irma er því miður handleggsbrotin og verður lengi frá, þarf í aðgerð. Anna Þyrí er frekar illa tjónuð eftir gærdaginn en það kemur í ljós í hversu langan tíma það verður en við vonumst eftir Rut í næsta leik, hún er að skríða saman, auðvitað munar um þessa leikmenn. Ég er samt rosalega ánægður með það að þessi leikmannahópur gafst aldrei upp í þessu einvígi og við erum að búa til nýtt lið má segja og það tekur tíma en með þessari elju og þessari baráttu munum við áfram bæta okkur,” sagði hann að endingu.
KA Þór Akureyri Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn