Gunnar Magnús hefur verið við stjórnvölinn hjá Keflavíkurliðinu frá því árið 2016. Undir stjórn Gunnars Magnúsar komst Keflavík upp í efstu deild haustið 2020 og hefur haldið sæti sínu þar síðastliðin tvö keppnistímabil.
Keflavík hafnaði í áttunda sæti Bestu deildarinnar á nýlokinni leiktíð en liðinu var spáð falli síðastliðið vor.
„Gunnar hefur náð eftirtektarverðum árangri með liðið síðustu ár og eru honum færðar bestu þakkir deildarinnar fyrir vel unnin störf." segir í tilkynningu Keflavíkur um starfslok þjálfarans.