Óttast að sjór gangi aftur á land í óveðrinu á sunnudag Eiður Þór Árnason skrifar 7. október 2022 22:14 Stutt er síðan sjór gekk síðast á land á Akureyri. Vísir/Tryggvi Óttast er að sjór geti gengið á land á Akureyri á sunnudag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna þessa. Spáð er afar slæmu veðri á sunnudag og hefur aðgerðastjórn Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar verið virkjuð. Stutt er síðan sjór flæddi yfir hluta Oddeyrar á Akureyri 25. september síðastliðinn og olli miklu tjóni. Talið er að sambærilegar aðstæður geti myndast um næstu helgi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Akureyrarbæ. Stórstreymt er á sunnudagskvöld og spáð talsverðri ölduhæð. Veðurstofa Íslands spáir norðan 18 til 25 metrum á sekúndu með mikilli úrkomu, slyddu við ströndina og annars snjókomu. Stórstreymt verður á sunnudagskvöld og er spáð talsverðri ölduhæð. Jafnframt eru miklar líkur sagðar á að ísing setjist á raflínur og valdi truflunum á afhendingu rafmagns. Staðan klukkan 20 á sunnudag.Veðurstofan Ýmist gul eða appelsínugul viðvörun vegna veðurs verður í gildi í nær öllum landshlutum á sunnudag. Miklar líkur eru á að færð spillist og ekkert ferðaveður verður á meðan viðvörunin er í gildi. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs verður í gildi á Norðurlandi eystra, Ströndum og Norðurlandi vestra, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi fram á mánudagsmorgun. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Landhelgisgæslan hefur sömuleiðis vakið athygli á afar slæmri veðurspá á sunnudag og fram á mánudag. Gera megi ráð fyrir talsverðri ölduhæð og áhlaðanda við ströndina norðan- og austanlands. „Þá er stórstreymt á mánudag og gæti sjávarstaða því orðið nokkuð hærri en sjávarfallaútreikningar segja til um. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við ströndina þar sem sjór getur gengið á land ásamt því að hugað verði að bátum í höfnum,“ segir í færslu Landhelgisgæslunnar. Unnið að viðgerðum á varnargörðum Fram kemur í tilkynningu frá Akureyrarbæ að gengið hafi verið úr skugga um að niðurföll og holræsakerfi séu opin og án fyrirstöðu á Oddeyri og víðar í bænum. Sömuleiðis hafi verið unnið að viðgerðum á varnargörðum eins og hægt sé og áhersla lögð á að Norðurorka hafi varaafl ef til rafmagnstruflana komi. „Reikna má með að vatnsveðrið valdi miklu álagi á allt fráveitukerfi bæjarins og gangi þessi slæma veðurspá eftir, mun veðrið að öllum líkindum hafa vandræði í för með sér víðar um bæinn en á Oddeyri og Óseyri. Nægur mannskapur verður til taks og hefur hann yfir að ráða öllum þeim tækjabúnaði sem nauðsynlegur er við þær aðstæður sem kunna að skapast, vel útbúnum bílum og vinnuvélum.“ Að lokum er tekið fram að neyðarstjórn Norðurorku hafi verið virkjuð og starfsmenn Akureyrarbæjar séu í viðbragðsstöðu. Akureyri Veður Tengdar fréttir Landsnet í viðbragðsstöðu vegna óveðursins Starfsmenn Landsnet eru í viðbragðsstöðu fyrir óveður sem reiknað er með að gangi yfir stóran hluta landsins á sunnudag. Aukinn mannskapur hefur verið kallaður út. 7. október 2022 15:53 Aflýsa viðburði við tendrun Friðasúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðasúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57 Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann. 7. október 2022 14:32 Alls ekkert ferðaveður á sunnudaginn Ekkert ferðaveður verður á landinu á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. 7. október 2022 12:55 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Stutt er síðan sjór flæddi yfir hluta Oddeyrar á Akureyri 25. september síðastliðinn og olli miklu tjóni. Talið er að sambærilegar aðstæður geti myndast um næstu helgi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Akureyrarbæ. Stórstreymt er á sunnudagskvöld og spáð talsverðri ölduhæð. Veðurstofa Íslands spáir norðan 18 til 25 metrum á sekúndu með mikilli úrkomu, slyddu við ströndina og annars snjókomu. Stórstreymt verður á sunnudagskvöld og er spáð talsverðri ölduhæð. Jafnframt eru miklar líkur sagðar á að ísing setjist á raflínur og valdi truflunum á afhendingu rafmagns. Staðan klukkan 20 á sunnudag.Veðurstofan Ýmist gul eða appelsínugul viðvörun vegna veðurs verður í gildi í nær öllum landshlutum á sunnudag. Miklar líkur eru á að færð spillist og ekkert ferðaveður verður á meðan viðvörunin er í gildi. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs verður í gildi á Norðurlandi eystra, Ströndum og Norðurlandi vestra, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi fram á mánudagsmorgun. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Landhelgisgæslan hefur sömuleiðis vakið athygli á afar slæmri veðurspá á sunnudag og fram á mánudag. Gera megi ráð fyrir talsverðri ölduhæð og áhlaðanda við ströndina norðan- og austanlands. „Þá er stórstreymt á mánudag og gæti sjávarstaða því orðið nokkuð hærri en sjávarfallaútreikningar segja til um. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við ströndina þar sem sjór getur gengið á land ásamt því að hugað verði að bátum í höfnum,“ segir í færslu Landhelgisgæslunnar. Unnið að viðgerðum á varnargörðum Fram kemur í tilkynningu frá Akureyrarbæ að gengið hafi verið úr skugga um að niðurföll og holræsakerfi séu opin og án fyrirstöðu á Oddeyri og víðar í bænum. Sömuleiðis hafi verið unnið að viðgerðum á varnargörðum eins og hægt sé og áhersla lögð á að Norðurorka hafi varaafl ef til rafmagnstruflana komi. „Reikna má með að vatnsveðrið valdi miklu álagi á allt fráveitukerfi bæjarins og gangi þessi slæma veðurspá eftir, mun veðrið að öllum líkindum hafa vandræði í för með sér víðar um bæinn en á Oddeyri og Óseyri. Nægur mannskapur verður til taks og hefur hann yfir að ráða öllum þeim tækjabúnaði sem nauðsynlegur er við þær aðstæður sem kunna að skapast, vel útbúnum bílum og vinnuvélum.“ Að lokum er tekið fram að neyðarstjórn Norðurorku hafi verið virkjuð og starfsmenn Akureyrarbæjar séu í viðbragðsstöðu.
Akureyri Veður Tengdar fréttir Landsnet í viðbragðsstöðu vegna óveðursins Starfsmenn Landsnet eru í viðbragðsstöðu fyrir óveður sem reiknað er með að gangi yfir stóran hluta landsins á sunnudag. Aukinn mannskapur hefur verið kallaður út. 7. október 2022 15:53 Aflýsa viðburði við tendrun Friðasúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðasúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57 Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann. 7. október 2022 14:32 Alls ekkert ferðaveður á sunnudaginn Ekkert ferðaveður verður á landinu á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. 7. október 2022 12:55 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Landsnet í viðbragðsstöðu vegna óveðursins Starfsmenn Landsnet eru í viðbragðsstöðu fyrir óveður sem reiknað er með að gangi yfir stóran hluta landsins á sunnudag. Aukinn mannskapur hefur verið kallaður út. 7. október 2022 15:53
Aflýsa viðburði við tendrun Friðasúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðasúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57
Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann. 7. október 2022 14:32
Alls ekkert ferðaveður á sunnudaginn Ekkert ferðaveður verður á landinu á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. 7. október 2022 12:55
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda